19. júní - 19.06.1975, Page 32
ári, og rikið rekur stálbræðslu, sem þó sér aðeins
fyrir hluta af stálþörf iðnaðarrns, til dæmis er allt
stál til skipasmíða flutt inn. Bifreiðar smíða Argen-
tínumenn til eigin nota og til útflutnings, 1973 var
framleiðslan um 300 þúsund.
Argentínumenn eru blanda margra þjóða, flestra
af Evrópustofni, og bera mennig þeirra og byggingar
þess vott. Stærstu hóparnir eru af spænskum og
itölskum ættum, og eru þeir mjög jafnstórir. Pólverj-
ar, Þjóðverjar, Grikkir, Arabar og Japanir eru nokk-
uð margir, og þarna eru Gyðingar fjölmennir. Það er
eitt af vandamálum Argentínu, að ibúar hennar eru
enn ekki orðnir ein þjóð, mjög margir eru innflytj-
endur eða böm þeirra og hafa enn ekki öðlast þjóð-
emiskennd i sínu nýja landi. Fátt er Indiána, þjóð-
flokkar þeir, er Argentínu byggðu fyrir komu Spán-
verja, vom flestir menningarsnauðir veiðimannaætt-
bálkar, þeim var að miklu levti útrýmt, afgangurinn
blandaðist innflytjendunum. Kynþáttavandamál em
því sem næst óþekkt fyrirbrigði.
Stjórnmál Argentínumanna sem og annarra lat-
neskra þjóða, hvort heldur er í Evrópu eða Ameríku,
einkennast í augum norðurlandabúans af ringulreið,
flokkar og flokksbrot eru fleiri en tölu verður á kom-
ið. Venjulega sameinast margir slíkir i kosninga-
bandalög, þá sjaldan kosningar em haldnar, en
meira sýnist vera deilt um menn en málefni, og
beinist pólitikin fremur að leit að foringja en leit að
stefnu. Flestar kjömar ríkisstjómir hafa eytt orku
sinni meira í innbyrðis deilur en í að stjóma og fram-
kvæma. Þegar svo stjórnleysið keyrir úr hófi, gerir
herinn byltingu og stjómar af mikilli röggsemi fyrstu
mánuðina, en herforingjamir verða svo fljótlega
sama innbyrðisþrasinu að bráð og em þeirri stundu
fegnastir, er þeir geta afhent stjórnmálamönnunum
draslið aftur. Þannig endurtekur sagan sig, en al-
menningur er að mestu áhrifslausir áhorfendur.
Lifskjör í Argentínu em misjöfn eftir landshlut-
um, en þó munu þau vera hin jöfnustu í Suður-
Ameríku. Matvömr em tiltölulega ódýrar, og hvergi
Kður fólk skort. Miðstétt er þar stærri en í öðrum
ríkjum latnesku Ameríku, og eiga flestar fjölskyldur
í borgum íbúð eða hús, einnig er bílaeign algeng.
Af 10 milljónum íbúa Buenos Aires er talið, að
um 500 þúsund búi í fátækrahverfum. Það em mest
innflytjendur frá Bolivíu, Paraguay og Ghile, þeir
em hið ódýra vinnuafl við byggingar og ýmis hin
verst launuðu og óþrifalegustu störf og gegna þar
svipuðu hlutverki og verkamenn frá Suður-Evrópu
gera i norður álfunni.
Velflestar konur vinna utan heimilisins, stúlkur
afla sér menntunar ekki síður en piltar, og margar
stunda háskólanám. Á barna- og gagnfræðastigi er
kennsla nær eingöngu i 'höndum kvenna, og algengt
er, að konur séu læknar og lögfræðingar.
Það er merkileg lífsreynsla fyrir íslenzka fjöl-
skyldu að búa um sinn með framandi þjóð og semja
sig að háttum landsmanna, nema tungu þeirra og
kynnast hugsanagangi þeirra, en án slíks er leiðbein-
ingastarf vonlaust. Of mikið af hinni svokölluðu
þróunarhjálp hefur farið forgörðum, vegna þess að
bilið milli hins hámenntaða sérfræðings og þess,
sem átti að lijálpa, var of breitt, og leiðbeinandann
skorti getu eða vilja til að skilja lífsviðhorf hins.
Argentína er svo þróað land, að þessi vandamál
vom ekki fyrir hendi í minu starfi. En sennilega
skilur Islendingurinn ekki, hve góðra lífskjara hann
nýtur i sínu landi, fyrr en hann hefur búið um stund
utan þess.
Kvennasögnsafn Islandsi kvennasögusáfn
lljarAarliaga 2(i. 4. liæA í. Ii. Ilrykjavik.
er «»pin ef(ir sainkwmiilagi. Síini 12204.
30
19. JÚNÍ