19. júní


19. júní - 19.06.1975, Page 38

19. júní - 19.06.1975, Page 38
sögðu á nútíma íslensku konast eða kona sig, því að orðin að kvœna (sbr.: Auður vildi kvæna Ólaf frænda sinn. (Grettissaga 10. kap.), kvœnast, kvongast, sem i lh. þt. eru kvæntur og kvongaður hafa haldist að mestu óbreytt i íslensku, þó að orðið, sem þau eru dregin af, kván (síðar kvon), hafi vikið fyrir orð- myndinni kona. Ef karlmenn kona sig, þegar þeir ganga í hjónaband, væri það alveg hliðstætt að segja, að konur körluSu sig eða karlmenntu sig. Það er nú ekki einu sinni svo, að menn, sem vilja nota þessi fomu orð, geri það á foman máta, heldur eru mest notuð sem tvítekning: kvœntur konu. T. d. Jón kvœntist eftirlifandi konu sinni árið 1930. f eftir- mælagreinum er sí og æ tönglast á orðunum kvœnt- ur og gift, eftir því hvort nefnt er nafn eiginkonu eða eiginmanns. Stundum snýst þetta við hjá þeim, sem halda að kvæningar þýði einfaldlega giftingar. f sjónvarpsfréttum var eitt sinn sagt um konu nokkra, að hún væri ókvænt, og útvarpið sagði frá annarri, sem var kvænt. Sjónvarpið minntist eitt sinn á kvœnta iðnnema og gifta iSnnema. Nóg hefði verið að tala bara um gifta iSnnema. Það er góð og gild nútímaíslenska. Menn ættu að kynna sér, hvemig fomritin og seinni tíma höfundar, eins og t. d. Espólín tala um giftingar fólks. Orðið kvæntur eða kvongaður stend- ur jafnan sjálfstætt (eða sem lýsingarorð): „Koefod sýslumaður kvæntist, og fékk Jámgerðar." „Nikulás kvæntist einnig og átti böm.“ „Hann var kvongað- ur maður, og hét kona hans Helga.“ „Vigfús átti Ragnheiði, . . . Dómhildur átti Árna . . .“ „Elín var gift Sæmundi, . . . Cecilia átti Eyjólf ísleifsson, Alþjóðlega kvennaárið 1 tilefni þess að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýsti þvi yfir 18. desember 1972, að árið 197S skyldi sérstaklega helgað málefnum kvenna, húa mörg kvennasamtök sig undir það að taka þátt i hinu alþjóðlega kvennaári. Strax vorið 1974 hófst samstarf milli nefnda frá Kvenfélagasambandi Islands, Kven- réttindafélagi Islands, Kvenstúdentafélagi Islands, Félagi há- skólakvenna, hauðsokkahreyfingunni og fulltrúa Félags Sam- einuðu þjóðanna. Þessar nefndir hafa skilað tillögum til stjórna samtaka sinna og er þar ba:ði fjallað um sameiginleg verkefni og verkefni sem hverjum aðila fyrir sig skuli falið að annast. Sameiginleg verkefni eru þessi: . . . Guðrúnar fékk Hinrik Gíslason." „Ragnheiður var kona Árna prests . . .“ „Eggert hafði átta Val- gerði Gísladóttur.“ „ . . . önnur giptist Guðmundi syni Þorleifs." „Bonnesen, er þar var þá sýslumaður, var í þann tið giptur konu Schrams, er honum hafði fylgt lengi.“ „ . . . giptist hann dóttur bónda eins í Tálknafirði.“ Það er harla fróðlegt að sjá fjölbreytnina í orða- vali Espólins, ekki síður en í fornritunum. Á leg- steinum frá fyrri öldum, eru karlmenn sagðir hafa verið giptir en ekki kvœntir konu sinni. (Eftir að þessir þættir voru skrifaðir, kom í Skirni 1974 grein eftir dr. Bjarna Einarsson, sem heitir Málvöndun og fyrnska. Þar er ritað um þetta sama mál á vísindalegan hátt. Óskandi væri að sem flestir læsu greinina og lærðu af henni.) Að giflast — að ganga að eiga Enn má finn aleifar frá þeim tíma, sem foreldrar, feður fyrst og fremst, ráðstöfuðu bömum sinum í hjúskap, þ. e. a. s. þegar þeir létvt synina ganga aS eiga einhverja rikismannsdóttur og lögðu þeim til kvánarmund, og gáfu eða giftu dætur sinar með heimanmundi. Við hjónavigslu leggur presturinn spurningar fyrir brúðhjónin. Brúðgumann spyr hann, hvort hann vilji ganga aS eiga konuna, sem við hlið hans stendur, en brúðina spyr hann, hvort hún vilji giftast manninum. Þeir ágætu menn, sem endurskoðuðu helgisiðabók þjóðkirkjunnar um alda- mótin, ætluðu sér þó að nema úr gildi allt misrétti við hjónavígslu. En gömul málvenja hefir villt þeim sjónir um þetta atriði. 1) Að efna til fundar í Háskólabiói 19. júni og fá þangað einhverja heimsþekkta konu sem aðalfyrirlesara. 2) Að halda ráðstefnu dagana 20. og 21. júní, er fjalli um þá þætti, sem fram eru teknir í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, þ. e. a) Aukið jafnrétti karla og kvenna b) Að tryggja fulla þátttöku kvenna i heildarátaki til framþróuar, einkum með því að leggja áherslu á ábyrgð kvenna og mikilvægi þeirra í sambandi við fjárhagslega, félagslega og menningarlega þróun inn- an einstakra landa, heimshluta og á alþjóðasviði. c) Að viðurkennt verði mikilvægi aukins framlags kvenna til bættrar sambúðar og samvinnu milli ríkja og til efligar heimsfriði. 3) Að standa að fundum með fyrirlestrum á öðrum timum ársins. Samstarfsnefndirnar hafa skorað á póst- og símamálastjóm að minnast kvennaársins með útgáfu sérstaks frimerkis. Skorað hefur verið á útvarpsráð að hafa hið sérstaka verkefni 36 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.