19. júní


19. júní - 19.06.1975, Page 39

19. júní - 19.06.1975, Page 39
ársins í huga við efnisval hljóðvarps og sjónvarps og samskonar áskorun hefur verið beint til leikhúsa. Skorað hefur verið á stjórnmálaflokkana að auka hlut kvenna í stjórmálastarfi, ekki síst í ýmsum pólitískt kjörnum nefndum á erlendum og innleridum vettvangi og kvenfélög stjórnmála- flokkanna hafa verið hvött til að undirbúa félaga sína sem best til slikra starfa. Menntamálaráðuneytinu hafa verið sendar tillögur um fræðslustarf í skólum með ýmsurn hætti og að ritgerðarsam- keppni verði háð í framhaldsskólum í samvinnu við Félag Sam- einuðu bjóðanna. Menntamólaráðuneytið hefur þegar óskað eftir tillögum frá kvennasamtökum um J)að hvernig ]>au telji æskilegt að kvennaérsins verði minnst á ]>eim vettvangi, sem heyrir undii- starfssvið ]>ess ráðuneytis. Fræðslumyndasafn rikisins hefur verið hvatt til að hafa á boðstólum gott myndaefni um stöðu kvenna i hinum ýmsu löndum. Dagblöðin hafa verið hvött til að birta greinar um stöðu kvenna. I>á verður flutt i Norðurlandaráði tillaga um farandsýningu um sögulega þróun stöðu kvenna á Norðurföndum. Er ]>að Ragnhildur Helgadóttir al]>ingismaður, sem hefur undirbúið flutning ]>eirrar tillögu, en hún á nú sæti í stjórnamefnd Norðurlandaráðs. Af verkefnum, sem nefndirnar hafa lagt til að hin einstöku samtök tækju að sér má nefna: Kvenfélagasamband lslands undir búi námshringaverkefni um stöðu kvenna í þróunarlöndunum til að senda út i héraðs- samböndin. Kvenréttindafélag Islands vinni að bví að konur í launþega- samtökunum taki meiri og virkari þátt í störfum stéttarfélaga sinna og vinni að því i samvinnu við kvenfélög stjórnmála- flokkanna, að samtimis fáist opna í öllum flokksmálagögnum þar sem fjallað verði um réttindamál kvenna. Kvenstúdentafélagið og Félag háskólakvenna undirbýr átta útvarpsfyrirlestra, sem haldnir verða á kvennaárinu. Starfshópur Rauðsokkahreyfingarinnar vill leggja sérstaka áherslu á aðgerðir, sem varpi Ijósi ó stöðu kvenna í þjóðfélag- inu og þátt þeirra i atvinnulífinu, og að haft verði samstarf við launþegasamtök, sem konur eru aðilar að. Kvennaársnefnd Kvenréttindafélagi Islands barst í janúar svohljóðandi bréf frá forsætisráðuneytinu: í tilefrri þess, að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu að helga órið 1975 málefnum kvenna, hefur rikisstjórnin ákveðið að skipa nefnd, er kallist kvennaársnefnd. Viðfangsefni nefndar- innar skulu i meginatriðum vera þessi: 1) að hafa með höndum í samróði við rikisstjórnina fram- kvæind þeirra tiRagna, sem „samstarfsnefnd um kvennaár Sameinuðu þjóðanna 1975“ hefur orðið ásátt um, 2) að eiga sjálf frumkvæði að tillögum og framkvæmdum í snmbandi við kvennaárið, 3) að kanna stöðu kvenna nú í islensku þjóðfélagi, svo sem: a) aðstöðu þeirra til náms, b) aðstöðu þeirra til þátttöku i atvinnulífi og til að sinna opinberum störfum, c) launakjör þeirra og möguleika til þess að hljóta störf til til jafns við karla, og sé sérstaklega kannað, hvort konur veljist yfirleitt í hin verr launuðu störf og þá hvers vegna. Könnun þessi og framkvæmdir i frainhaldi af henni miði ekki að því að beina konum fró heimilisstörfum til annarra starfa umfram það sem þær æskja sjólfar, lieldur trj'ggja þeim fullkomlega sömu aðstöðu og körlum á hinum almenna vinnu- markaði. Könnunin nái einnig til lýsingar á heimilisstörfum kvenna, og ]>. á m. hve mikið af vinnu þeirra fer til þess að annast börn, sjúka og fatlaða o. s. frv., þannig að menn geri sér betur ljóst hið mikla vinnframlag húsmæðra og annarra, sem heimil- isstörf vinna, svo að þau störf sæti ekki vanmati í samanburði við störf kvenna utan heimilis. Eftirfarandi aðilar hafa rétt til að lilnefna fulltrúa í nefnd- ina: 1) Kvenfélagasamband Islands (tvo fulltrúa), 2) Kvenréttindafélag Islands, 3) Kvenstúdentafélag Islands og Félag liáskólakvenna (til- nefni einn fulltrúa sameiginlega), 4) Menningar- og friðarsamtök kvenna, 5) Rauðsokkahreyfingin og ö) Félag Sameinuðu þjóðanna ó Islandi. Nefndin fær greidda þóknun fyrir störf sin að fengnum til- lögum þóknunarnefndar. Nefndinni er heimilað að róða sér starfsmann og greiða honum laun samkvæmt þvi, sem rikis- stjórnin samþykkir. Nefndinni er heimilt að leita til stofnana og sérfra'ðinga til þess að fá leyst af hendi störf í sína þágu, en gera skal starfs- og kostnaðaráætlun og leggja fyrir ríkis- Ráðuneytin hvert um sig verða nefndinni til aðstoðar við störf hennar að þvi er vaiðar upplýsingar og fyrirgreiðslu. Jafnframt hefur rikisstjórnin ákveðið að leggja fram fé til þátttöku í ráðstefnu, sem haldin verður á vegum Sameinuðu þjóðanna í júni 1975 í Bogotó um jafnrétti karla og kvenna, og skal islenska sendinefndin skipuð þremur konum. Kvenna- ársnefnd skal gera tillögur um fulltrúa ó þessa ráðstefnu. Yður er hér með gefinn kostur á að gera skriflega tillögur um fulltrúa yðar í nefndinni. Bréfið undirritar Geir Hallgrímsson forsætisráðherra og Björn Bjarnason. Ályktun frá aSalfundi KUFÍ 1975 Aðalfundur KRFl þann 4. mars 1975 lýsir ánægju sinni yfir þeim áhuga á bættri stöðu kvenna, sem komið hefur fram í tilefni Alþjóðlega kvennaársins 1975 og vonar að hann megi verða baráttumálum kvenna lyftistöng. Á Islandi hafa konur að mestu öðlast lagalegt jafnrétti þótt mikið vanti ó, að framkvæmd þeirra laga sé viðunandi. Benda má á, að störf, sem nær eingöngu er sinnt af konum eru nær undanlekningarlitið lægra metin en þau störf, sem karlar eða bæði kynin gegna. Af þessu leiðir að lægstu launaflokkarnir eru að mestu skipaðir konum. Möguleikar kvenna til starfsframa eru yfirleitt mun minni en karla. Barótta kvenna hefur aukið skilning á nauðsyn þess að koma til móts við þarfir fjölskyldunnar vegna gjörbreyttra þjóðfé- lagshátta. Enn skortir þó mikið á, að konur fói jafna hvatningu og sömu aðstöðu og karlar til að velja sér lifsstarf. frarnhald. á bls. 44 19. JÚNÍ 37

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.