19. júní - 19.06.1975, Qupperneq 40
*
Afrktaiiir
w
Kvenrcttindaféla^§ íslands
■ skóla- og uppeldisniáliim
á liðiium árnm
Erindi liiill á fumli KIlFl í janúar 1975,
eftir Itrynliildi Kjartansilóttur
Erindi í'lnlt á funili KKFÍ í junúnr 1975
Þegar mér var falið aS ræða hér um hvað KRFl hefði gert
í skóla- og uppeldismálurn, fór ég að fletta fundargerðabókum
fyrri ára, til jiess að afla mér uppljrsinga. Rakst ég þá á meira
efni uin þessi mál, en ég hafði gert mér grein fyrir.
Fyrst vil ég greina frá ýmisskonar starfsemi sem KRFf hefur
haft forgöngu um. Það voru t. d. konurnar i KRFl, sem árið
1915 komu því í kring að fyrsti barnaleikvöllurinn (þ. e.
Grettisgötuvöllurinn) komst á laggirnar. Þær söfnuðu meðal
bæjarbúa 800 kr., bæjarsjóður lagði fram 200 kr. Þær létu
svo ryðja og girða völlinn, og höfðu sjáfar gæzlu jiar á hendi
í sjálfboðavinnu fyrst í stað, eða þar til bærinn tók við.
Árið 1928 fórust tveir togarar hér við land og mörg hörn
urðu föðurlaus. Augljóst var að ekkjurnar þurftu hjálpar með.
KRFf samjiykkti að hjóða stjórnum annarra kvenfélaga í
Reykjavik til fundar. Upp úr þeim fundi var stofnuð Mæðra-'
styrksnefndin. Nokkrum árum siðar eða 1934 gerði nefndin
Mæðradaginn að fjáröflunardegi sínum og er svo enn.
Lestrarfélag kvenna og mæðrafélagið voru lika stofnuð að
frumkvæði KRFÍ að ógleymdum Menningar- og minningasjóði
kvenna, sem formlega var stofnaður á landsfundi KRFÍ 1944,
en fyrsta framlagið var 2000 kr. dánargjöf Brietar Bjarnhéðins-
dóttur. Sjóðurinn hefur ávallt verið í umsjón KRFÍ. Úr honum
eru árlega veittir styrkir til islenzkra námskvenna. Hafa mjög
margar konur hlotið styrki, sem komið hafa sér vel. Siðastliðið
haust fengu 15 konur styrki.
1954 lét félagið kjósa nefnd til að vinna að nánara sam-
starfi heimila og skóla. Þetta varð til J>ess að stofnuð voru
foreldrafélög við nokkra skóla.
Þess má líka geta hér að 1914 gekkst KRFl fyrir þvi að
verkakvennafélagið Framsókn var stofnað og 1958 var að und-
irlagi KRFl stofnað félagið Vernd.
Það má segja að öll þessi starfsemi, starfi með miklum blóma
enn í dag. Það eru helst foreldrafélögin, sem lagst hafa niður.
KRFÍ hefur alltaf haft í huga að fræða félagskonur um jiað
sem efst er á baugi á hverjum tíma. Þess vegna hefur félagið
um áratugi fengið á hverju ári einhvern góðan fyrirlesara til
að fjalla um margvisleg efni á sviði skóla og uppeldismála. Ég
nefni liér aðeins fáeina.
1 april 1961 flutti Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri erindi
um skólamál. Hún hafði þá nýlega sótt kennaramót i Sviþjóð
og gerði hún ýtarlegan samanburð á skipan og ástandi skóla-
mála hér og á hinum Norðurlöndunum. Áberandi var hve böm
byrjuðu fyir á tungumálanámi þar heldur en hér. Núna hefur
þetta breytzt mikið hérlendis, því tungumálanám hefst nú hér
við 11 ára aldur og jafnvel við 10 ára aldur.
J maí 1963 flutti Magnús Gíslason, námsstjóri erindi um
fræðslulögin og framkvæmd þeirra. Urðu svo miklar umræður
um málið, að ákveðið var, að taka málið fyrir aftur á haust-
fundi.
Þegar Grunnskólafrumvarpið var í deiglunni, flutti Kristján
J. Gunnarsson þáverandi skólastjóri, erindi um það og tveim
árum síðar var aftur talað um það á fundi, þá af Birgi Thorlaci-
us ráðuneytisstjóra.
Anna Sigurðardóttir talaði um Alþjóðamenntaárið 1970. Þá
átti að leggja sérstaka áherzlu á menntun kvenna, til jafns við
karla. UNESCO leitaði upplýsinga um skólagöngu islenzkra
kvenna. Engar skýrslur voru til um það og leitað var til KRFl.
Anna Sigurðardóttir tók sig þá til, safnaði upplýsingum og
samdi skýrslu um menntun kvenna á Islandi. Skýrslan er
geymd í skjalasafni KRFl og var auk þess send UNESCO í
París.
Þá kem ég að ýmsum tillögum og samþykktum, sem félagið
hefur gert varðandi skóla- og uppeldismál.
Strax árið 1911 fékk KRFl ásamt fleirum því til leiðar komið,
að á Alþingi var borin fram tillaga um að veita konum jafnt
sem körlum sama rétt að öllum skólum, sem og sama rétt til
allra emhætta með sömu launum og þeir. Tillagan var sam-
þykkt.
38
19. JÚNÍ