19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 42
hlckkir
Þessar félagskonur hafa látist síðan aðal-
fundur ICRFÍ var haldinn í lok febrúar
1974.
Gubrídur Jónsdóttir var fædd i Reykja-
vik 11. september 1890, dáin í Reykjavík
7. febrúar 1975. Foreldrar hennar voru
hjónin Guðlaug Halidórsdóttir og Jón
Benediktsson sjómaður, bæði af Álfta-
nesi. Hún ólst upp i foreldrahúsum ásamt
8 systkinum. Þegar hún var sex ára göm-
ul fluttist fjölskyldan til Bildudals, þar
sem faðir hennar gerðist útgerðarmað-
ur og formaður. Þegar Guðriður var upp-
komin hugðist hún afla sér framhalds-
menntunar og hóf nám í Kennaraskóla
Islands haustið 1913. Það nám stundaði
hún næstu tvo vetur, en varð að hverfa
frá ])vi vegna veikinda áður en J>vi var
lokið. en alla sina löngu ævi var hún að
auka við menntun sína með lestri góðra
hóka. Árið 1917 giftist Guðríður Jóni
ívarssyni verslunarmanni, ættuðum úr
Borgarfirði. Þau bjuggu fyrstu árin i
Borgarnesi, Jiar sem Jón var skrifstofu-
maður hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Ár-
ið 1922 fluttust Jiau til Hafnar i Homa-
firði, en jiá gerðist Jón kaupfélagsstjóri
jiar. Á IJöfn bjuggu þau til 1943, er J>au
fluttust til Reykjavikur, jiar áttu þau
síðan heima meðan samvistir entust. Þótt
Guðriður væri lengst af ævinnar hús-
móðir á stóru og gestkvæmu heimili, gaf
hún sér tima til að sinna ýmsum félags-
störfum, og sýndi það sig raunar strax
á unglingsárunum vestur á Bildudal, þar
sem hún gerðist félagi i Góðtemplara-
reglunni, og hélst áhugi hennar á bind-
indismálum alla ævi. Guðríður starfaði
einnig i kvenfélögum hæði í Borgarnesi
og á Höfn í Hornafirði. Eftir að hún
fluttist til Reykjavikur var hún mikið
starfandi í samtökum kvenna meðan
heilsa entist og var meðal annars um
nokkurt skeið i stjóm KRFÍ og lengi í
stjórn Félags framsóknarkvenna. Þeim
lijónum Guðríði og Jóni varð eigi auð-
ið eigin bama, en þau ólu upp fjögur
börn, þar af tvö kjörbörn.
Jenný Andrea Jónsdóttir var fædd á
Vopnafirði 12. ágúst 1909, dáin í Reykja-
vik 30. janúar 1975. Hún var dóttir hjón-
anna Helgu Ólafsdóttur og Jóns Jónsson-
ar útvegsbónda. Árið 1918 fluttist hún
með foreldrum og systkinum til Reykja-
víkur, en áður en Jiau yfirgáfu Austur-
land áttu Jiau heima á Seyðisfirði nokkur
ár. Ekki naut Jenný annarrar skólagöngu
en hinnar lögskipuðu barnafræðslu. En
hún var eðlisgreind og fróðleiksfús og
tókst Jivi að afla sér allgóðrar sjálfs-
menntunar. Kornung, aðeins átján ára
gömul, giftist hún Guðmundi Ingvars-
syni fyrrverandi skipstjóra. Þau stofnuðu
heimili að Grandavegi 38 í Reykjavik
og áttu Jiar heima til dauðadags Jenný-
ar. Semma á hjúskaparárum þeirra urðu
þau fyrir Jieirri reynslu að Guðmundur
veiktist af alvarlegum sjúkdómi og var
óvinnufær í 5 ár. Jenný stóðst þessa próf-
raun ineð ágætum, enda henni eðlislægt
að gera fyrst og fremst kröfur til sín
sjálfrar. Á Jiessum erfiðleikaámm vann
hún fyrir heimilinu með smávegis að-
stoð, sem tveir stálpaðir drengir þeirra
g itu veitt. Hún tók þá að vinna verka-
kvennavinnu m. a. hjá Bæjarútgerð
Reykjavikur. Gerðist hún félagi í verka-
kvennafélaginu Framsókn, þar sem hún
siðan starfaði árum saman og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum. Seinustu árin
vann hún við simavörslu á Landsbóka-
safninu. Þau hjónin Jenný og Guðmund-
ur eignuðust 5 böm.
Jóna Benónísdóttir var fædd í Laxár-
dal í Hrútafirði 28. desember 1913, dáin
i Reykjavik 26. mars 1974. Foreldrar
hennar voru hjónin Sigríður Guðmunds-
dóttir og Benóni Jónasson bóndi og odd-
viti. Jóna ólst upp í foreldrahúsum ásamt
fimm systkinum. Þegar hún var um tví-
tugt fór hún að heiman til Reykjavíkur
og stundaði fyrst ýmis störf, var í vist
við heimilisstörf og vann einnig við
saumaskap. Siðan vann hún nokkur ár
við dagblaðið Þjóðviljann. Aðal ævistarf
Jónu var skrifstofustörf hjá Alþýðusam-
bandi íslands, en þar vann hún um það
hil aldarfjórðung, eða þar til hún varð
að láta af störfum vegna Jieirra veikinda,
sem urðu hennar banamein. Hún hafði
mikinn áhuga á verkalýðsmálum, og
naut verðugs trausts fyrir dugnað og
samviskusemi í starfi. Jóna giftist ekki.
Sigrtjn Sigur.iónsdóttir var fædd að
Kringlu i Grímsnesi 7. nóvember 1896,
dáin i Borgarspitalanum í Reykjavík 9.
desember 1974. Foreldrar hennar voru
lijónin Jódis Sigmundsdóttir og Sigurjón
Gíslason. Sigrún er fædd haustið eftir
sumarið eftirminnilega, er jarðskjálftam-
ir miklu gengu yfir Suðurland. Hún var
Jiriðja barnið af 10 systkinum og ólst
þvi upp í stórum systkinahópi, enda
vandist hún þvi snemma að taka til hendi
við Jiau störf er til féllu á heimilinu.
Árið 1926 giftist Sigrún Jónasi Bjaraa-
syni trésmið, úr Miðneshreppi á Suður-
nesjum. Þar setast Jiau að og reisa nýbýl-
ið Hólabrekku. Þá tvo áratugi, sem þau
bjuggu þar, stunduðu þau útgerð og bú-
skap, auk þess sem húsbóndinn vann jafn-
framt við trésmíði. Á þessum árum var
heimilið oft mannmargt og J>vi ærið að
starfa fyrir húsfreyjua, og einnig átti
hún við nokkur veikindi að striða. En Sig-
rún hafði til að bera þrek og bjartsýni,
sem entist alla hennar lögu ævi og hjálp-
aði henni að yfirvinna þessa erfiðleika.
Árið 1946 flytjast Jiau til Reykjavíkur
og 12 árum siðar að Þinghólsbraut 9 í
kópavogi. Þau Sigrún og Jónas eignuðust
3 böm.
Allar þessar mætu konur, sem hér hef-
ur verið getið, voru árum saman félagar
i KRFÍ. Guð blessi minningu þeirra.
G. H.
Gunnar Einarsson bókaútgefandi og
prentsmiðjustjóri í Leiftri lést í febrúar
á s. 1. vetri. Við sem störfuðum í Kven-
réttindafélagi íslands, höfum vissulega
ástæðu til að minnast hans með hlýjum
huga fyrir ágætt samstarf við hann og
starfsfólk hans í prentsmiðjunni Leiftri,
en ársrit félagsins „19. júni“ hefur lengst
af verið prentað þar. Minnistæð mun
okkur verða einstök lipurð hans og oft
mikið langlundargeð í sambandi við þessa
útgáfustarfsemi okkar. Oft hugleiddi ég,
Jiegar ég hitti hann á vinnustað hans eða
förnum vegi, hressilegan og léttan í spori,
hversu óvenjulega vel hann bar aldurinn,
en hann varð rúmlega áttræður. Einnig
Jiótti mér sem nafnið á fyrirtæki hans
ætti einstaklega vel við hann sjálfan, sem
bókstaflega leiftraði af lífsorku og starfs-
gleði. Blessuð sé minning Gunnars Ein-
arssonar.
GuSný Helgadóttir.
40
19. JÚNÍ