19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1979, Qupperneq 6

19. júní - 19.06.1979, Qupperneq 6
Langafi og langamma. Erlcndir útvegs- og athafnamenn voru þar langdvölum, lifnaðar- hættir þeirra voru með bæjarsniði og á staðnum var menningarbrag- ur. Þröngt var í búi foreldra minna, ég byrjaði snemma að sækja fisk á bryggjurnar og aka i hjólbörum heim til móður minnar, hún komst ekki frá vegna barnanna. Alltaf var hægt að fá fisk ókeypis, nú þarf að borga allt. Móðir mín verkaði kinnar og seldi fyrir mjöl eða skó- skólun, þaö var erfitt fyrir hana með okkur börnin 6. I barnaskólanum á Seyðisfirði lærði ég dönsku og ég átti aö fara í unglingaskóla, en þá bættist við barn hjá móður minni og ekkert varð úr því. Um fermingju réðst ég í vist til Friðriks Wathne, útgerð- armanns og var þar til tvítugs, það var eins og að vera í skóla að starfa á sliku heimili. Ég gifti mig á 20 ára afmæli mínu og hafði þá verið trúlofuð í hálft þriðja ár, við drógum bæði í búið þann tíma. Eiginmaður minn, Jón Arnason, sem var 12 ár- um eldri en ég, var skipstjóri á fiskiskipum, fiskmatsmaður og kenndi seglasaum. Hann er látinn fyrir 6 árum — við áttum saman langa ævi og góða. Foreldrar hans voru á Bíldudal og þau sá ég aldrei, maður hafði ekki tök á að fara neitt, en ég er hlynnt því að fólk hafi það betra og geti hreyft sig. Gott ef fjölskyldur búa saman Fyrstu 5 börnin fæddust á 10 árum og svo er eitt örverpi, sem nú er 37 ára. Guð almáttugur var lát- inn um barnafjöldann, engar verj- ur voru, en auðvitað var maður stundum að hugsa um að ekki mætti nú verða barn, þau mættu ekki verða of mörg. Oft var at- vinnuleysi og þegar maðurinn minn hafði ekki vinnu fór ég að vinna, hann var þá heima og leit eftir börnunum. Stundum hafði ég verkabýtti við frænku mína, hún leit eftir mínum börnum og ég vann fyrir hana, einnig gat ég komið börnunum i sveit og verið í vinnu allan daginn. A smástöðum er hægara að fara frá heimili, vegalengdir litlar og auð- veldara að fylgjast með börnunum. Ég var í fiskvinnu, vökukona á sjúkrahúsinu, þvoði þvotta og ræsti — þaö var minnkun að þiggja af sveit ef heilsan var góð. Við höfum alltaf látið okkur duga það sem við gátum aflað sjálf, stundum þurfti þó að fá lánað hjá kaupmanninum, þegar maðurinn var lengi að heiman. Við fluttum til Reykjavíkur 1947 vegna atvinnuleysis fyrir austan, en skömmu síðar kom síld- arævintýrið aftur þangað. Jón fór að vinna í Slippnum og síðar í Áburðarverksmiðjunni. Fyrst í stað leigðum við hjá austfirskum skólapiltum, er höfðu Guðbjörg með móður sinni og systkinum 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.