19. júní


19. júní - 19.06.1979, Page 10

19. júní - 19.06.1979, Page 10
Auður Eir Haraldur Vilhjálmsdóttir. Ólafsson. Ýmislegt fór ég að hugleiða þegar mér hafði verið falið það ágæta verkefni að ganga á fund Haralds Ólafssonar dósents og spyrja hann dálítið út úr um sögu fjölskyldunnar. Eg fór að velta því fyrir mér hvort þeir tímar hefðu einhverju sinni verið að fjölskyld- an var ekki til. Ég spurði Harald, sezt í stofu fjölskyldu hans í Skerjafirði við kaffi og dýrindis smákökur dóttur hans. Við þurfum þá fyrst að reyna að athuga fjölskylduna meðal þjóða heimsins, svarar Haraldur, helzt utan Evrópu, í Afríku, Asíu ogekki sízt hjá Indíánum í Ameríku. Við verðum að reyna að draga álykt- anir um frumform fjölskyldunnar en raunar verður það aldrei annað en ágizkanir. Undirstaðan er þó sjálf ættaskipanin. Hjá okkur táknar fjölskyldan þröngan hóp, foreldra, börn þeirra og svo þeirra börn. Sá hópur getur verið nokkuð stór, sex til átta börn, sem stækkar ntikið með jafnmörgum hjóna- böndum. Liklega er þetta grunn- mynd fjölskyldunnar. En við finnum samt hvergi nokkuð það, sem við getum með vissu sagt að sé frummynd fjölskyldunnar og það er mismunandi hvað er álitið fjöl- skylda á hverjum stað og tíma. Hver er staða hjúskapar í þess- um samfélögum? Hjúskapur er alls staðar fyrir hendi. Hvergi er hægt að finna samfélag án hjúskapar. Hvað er þessi hjúskapur? Afkvæmi konu er talið liennar afkvæmi og einhvers manns. Afstaða þeirra lil barnsins 8 Foreldrarnir - börnin um Sögulegt yfirlit og barnsins til þessarra foreldra er ákveðin. Maðurinn þarf alls ekki að vera raunverulegur faðir barns- ins. En börnum er alltaf gefinn faðir. Nútímasamfélag okkar er líklega eina samfélagið, þar sem faðir er ekki nauðsynlegur. Hvaða orsakir liggja til þess að börnum var alltaf gefinn faðir? Krafan um föður og móður er komin af því að skyldleiki þess við alla í hópnum verður að vera ákveðinn. Barnið verður að hafa ákveðna afstöðu gagnvart öllum í hópnum. Sú staðaákveður réttindi og skyldur, t.d. erfðir og hverjum það má giftast. Það var raunar aðal atriðið hverjum það mátti giftast. Sifjaspell voru óttaleg og strangar reglur giltu um hjúskap. Var siðferði þá á hærra stigi en síðar? Hjúskapurinn var ekki frekar en nú trygging fyrir siðgæði. Þessar ströngu reglur voru lagalega hlið- in, það, sem raunverulega gerðist var ekki alltaf samkvæmt lög- unum. Stundum var ekki hægt að finna barni löglegan föður. Þá gat jtað skritna gerzt að einhver eldri kona var skipuð sem faðir barnsins. Það átti að vernda barnið gegn þvi að giftast ættingja sínum, sem var cins og ég sagði, talið viðbjóðslegt. En óskilgetiö barn, sem aðeins á ættingja gegnum móður, getur alltaf átt á hættu að giftast fööur, bróður, systur eða öðrum nánum ættingjum. Það stenzt þá ekki að börn hafi verið talin eign hópsins? Þvi hefur veriö haldið fram en jtað er ekki rétt. Ekkert dæmi um jtaö hefur fundizt. Alls staðar eru einhverjar rcglur. Þær eru marg- víslegar cn alltaf fyrir hendi. Grundvallarreglan er sú að for- eldrarnir sjá um börnin og börnin um foreldrana. í Indlandi hcfur fundizt undarlegt form á hópi karla og kvenna. Þar voru ákaflega frjáls mök milli kynja og karlar og konur bjuggu sjaldnast saman. En við nánari athugun áttu allir maka. Þeir gátu búið saman en líka gat verið að jDeir hefðu aldrci sézt.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.