19. júní


19. júní - 19.06.1979, Page 15

19. júní - 19.06.1979, Page 15
Maður þarf á fjölskyldu að halda Edda Andrésdóttir. sinm „Hvernig við myndum hugsa okkur góða fjölskyldu? Aðalatriðið er að fjölskyldumeðlimirnir geti treyst hver öðrum og rætt málin. Geti verið saman án illinda og þótt vænt hverju um annað.“ Þær voru fljótar að svara þessari spurningu, þær Embla Guð- mundsdóttir og Salóme Eggerts- dóttir. Báðar eru fimmtán ára, en að verða sextán. „Við erum líklega það sem sumir myndu kalla „vandræðaunglingar“ sögðu þær, en báðar hafa síðustu mánuði verið á Unglingaheimilinu í Kópavogi. I framhaldi af svari sínu um „góða“ fjölskyldu, sögðu þær: „Það er mikið til af svoleiðis fjöl- skyldum, og flestar sem við þekkj- um eru þannig. En þó er til fullt af undantekningum.“ Embla: „Fólk þarf að geta losað sig við stress og gefa hvert öðru meiri tíma. Það þarf hver og einn innan fjölskyldunnar að geta gefið öðrum eitthvað af sjálfum sér. Það er ógurlega slæmt fyrir fólk að slitna frá fjölskyldu sinni, eins og við vorum báðar á góðri leið með Salóme og Embla. 13

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.