19. júní


19. júní - 19.06.1979, Side 17

19. júní - 19.06.1979, Side 17
Valdís Óskarsdóttir. Hann heitir Þórbergur og er ný- orðinn fimm ára. Ég þekki hann ekki mikið, bara svolítið en það er allt í lagi, maður getur alveg talað saman þó maður þekkist lítið eða jafnvel ekki neitt. Þórbergur var að búa til flug- dreka þegar ég kom á dagheimilið, úti var rok og upplagt veður fyrir flugdreka. Þetta er flottur flugdreki hjá þér, sagði ég og Þórbergur kinkaði kolli. Og þegar Þórbergur gerði sig ekki Hklegan til að halda áfram með flugdrekann sagði ég: Þú getur haldið áfram með flugdrekann meðan við tölum saman. En mig langar það ekki, svaraði Þórbergur. Af hverju ekki? Utaf því að ég ætla bara að tala við þig á meðan, annars get ég ekki horft á þig. Svo kom dálítil þögn og ég velti því fyrir mér á hverju ég ætti að byrja og Þórbergur sat og horfði á mig og velti því sjálfsagt fyrir sér ltvenær ég yrði búin að tala við liann svo hann gæti lokið við flug- drckann og farið út að fljúga honum. Eg ræskti mig. Finnst þér gaman að vera strákur? Já, þá er maður sterkari en stelpur. Af hverju? Af því að þeir, þeir geta loftað svo miklu. Geta þeir loftað meiru en stelp- ur? Já, af þvi þeir eru svo sterkir. Getur mamma þín loftað minna en pabbi þinn? Þessu svaraði Þórbergur engu svo ég spurði aftur. Hverju getur pabbi þinn lyft? Stólum og svoleiðis. En mamma þín? Það er svo lítið, ég get ekki sagt þér frá því. Af hverju ekki? Af Javí |tað er svo lítið lia, og ef ég segi þér frá því þá get ég ekki búið til Jíetta, sagði Þórbergur og benti á flugdrekann. Nújæja. En segðu mér eitt, hvort heldurðu að sé skemmtilegra að vcra krakki eða fullorðinn? Skemmtilegra að vera krakki, af því |)á getur maður lcikt sér svo mikið. Til dæmis að leika mér að gera sumarmyndir og veturmyndir Spjallað við Þórberg Mynd og texti: Valdís Öskarsdóttir 15

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.