19. júní


19. júní - 19.06.1979, Page 18

19. júní - 19.06.1979, Page 18
og síðan geri ég alltaf vefir og sauma dúka. En konurnar fara alltaf fyrst í mat og kaffi. Fá krakkar að ráða einhverju? Það er . . . að krakkar mega bara ráða stundum, það er svo sjáldan. Hverju fá krakkar að ráða? Dáltlu sem þeir eiga ekki og dáltlu sem þeir eiga. Fá krakkarnir að ráða hvað er í matinn? Ég fæ alltaf að ráða stundum hvað við eigum að borða, það eru pulsur. Færðu að ráða hvenær þú ferð að sofa? Nei þau segja aldrei að ég megi ráða því. Hverju finnst þér að krakkar ættu að fá að ráða? Þetta var erfið spurning og Þór- bergur þagði. Finnst þér að krakkarnir ættu að stjórna umferðinni? Nei, ég held þau mundu stjórna umferðinni svona (Þórbergur veifaði báðum höndum). Þau mundu bara segja bílunum að fara fyrst og svo færu krakkarnir yfir þegar bílarnir eru farnir. En ef það kæniu alltaf fleiri og fleiri bílar og ennþá fleiri bílar? Þá mundi maður bara leyfa þeim að komast. Og láta krakkana alltaf bíða? Já- Og kannski bíða heilan dag? Auðvitað ekki. Þá mundi maður stoppa bílana og hleypa krökk- unum yfir og svo leyfa bílunum aftur að keyra. Finnst þér ekkert skrýtið að full- orðna fólkið ráði öllu? Þau ráða ekki yfir öllu. Ég ræð yfir dáltlu sem að ég á ekki. Ég ræð yfir öllu sem ég á ekki og þau ráða yfir öllu sem þau eiga ekki. Hver heldurðu að ráði mestu í heiminum? Mamma mín og pabbi. Ráða þau yfir öllu í heimi? Nei. Hver ræður þá öllu? Konurnar sem eru í kaffistof- unni. 16 En hver ræður yfir heiminum sem er langt langt í burtu? Löggustjórarnir. En hver ræður yfir sjónum? Hvalarnir. En hver heldurðu að ráði uppí himninum? Guð. Hvar býr hann? Uppí himninum. Veistu hvar uppí himninum? Nei. Hvernig litur Guð út? Einsog ósýnilegur kall. Heldurðu að hann sé góður? Já- Hefurðu talað við hann? Nei. Býr hann aleinn þar? Já og líka heims urn ból. Nú vissi ég ekkert hvað ég átti að segja og til að bjarga mér útúr vandræðunum sagði ég: Viltu teikna mynd af þér? Þórbergur fékk blað og túss- penna og byrjaði að teikna. Svona er ég alltaf í ísköldu veðri. Svona er ég stór af því ég er með svo stórar lappir. Svona sjáðu. Svona svona svona. Hér eru geir- vörturnar og hér sérðu, hér er naflinn. Af hverju hefur fólk nafla? l’ilað fá matinn í gegnum naflastrenginn þegar ég var í mag- anum á mömmu minni. Var gott að vera í maganunt á mömmu þinni? Nei. Afhverju ekki? Bara. Voru margir krakkar í mag- anum á mömmu þinni? Nohoj. Leiddist þér ekkert að vera al- einn? Nei. Hvað gerðirðu? Bara svaf. Dreymdi þig eitthvað? Það er ekki hægt í maganum á konum? Af hverju ekki? Af því að . . . út af því, það er svo dimmt. En það er dimmt á næturna j}egar jm sefur, dreymir þig þá ekki? Jú- Hvað dreyntir jtig? Mig dreymir, að það kemur alltaf hákarl undir rúmið mitt og hann loftar j^ví. Talar hann við jtig? Nei. Hann jDorir ekki að tala við mig, af |jví að jjá get ég komið með einhvern hníf og skert hann. En heldurðu að hákarlar geti ekki annars talað? Á ég að segja þér hvernig hákarlar segja? Blebb blebb blebb blabb blebb. Hvað þýðir það? Það er fiskamál. Hann er að tala við fiska og hann segir, hefurðu séð nokkurn í prófunt? Fara hákarlar í próf? Nei hann er bara að leika sér að segja svona. Hvað segja þá hinir hákarlarnir? Blöbb blöbb blöbb, það þýðir nei. Hvað segir þá hinn hákarlinn? Blebb blubb blöbb. Hvað er hann að segja þá? Ó. Af hverju segir hann ó? Af {dví hann hefur aldrei farið í próf. Hvað gerirðu þegar þú ert heima hjá J>ér? Leik mér með dótið mitt. Áttu dúkku? Dúkku? Nei. Áttu enga dúkku? Jú þær eru svo margar að ég get ekki sagt j}ér frá því. Hvað heita þær? Nei ég á bara eina hún heitir Lísa. Guðrún Lisa. Talarðu stundum við hana? Nei hún er ekki lifandi, jjetta er bara dúkka. En blóntin eru j^au lifandi? Já- 'Falarðu stundum við þau? Þau hafa engan munn. Hvernig geta jtau þá borðað? Þau nota vatn. Hvernig geta jiau drukkið vatn

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.