19. júní - 19.06.1979, Síða 23
væri búið að gefast upp á getn-
aðarvörnum. Og sumar konur
grunar líka, að nú sé áróður um
afturhvarf kvenna inn á heimilin
farinn að bera árangur. Hver sem
astæðan fyrir skyndilegri fólks-
fjölgun kann að vera, er það þó ósk
allra, að foreldrarnir og samfélagið
hafi vilja og getu til að axla þá
abyrgð sem hinir nýju þegnar færa
þeim og hafi aflögu fyrir þá rými,
ekki bara utan og innan dyra,
heldur einnig í hjarta sínu.
þs
Oft hefur ellin
æskunnar not
Stefán spurði margs þegar þau
oku framhjá elliheimilinu. Honum
fannst undarlegt að öllu gömlu
fólki væri safnað á einn stað. Hann
vorkenndi því og fannst það
ömurleg tilhugsun að eiga enga
fjölskyldu.
Til dæmis var ckkert gamalt fólk
1 nýja hverfinu sem hann bjó í.
kngir kallar nteð staf og engar
gamlar konur sem hægt væri að
leiða yfir götur. Hann hafði heyrt
að það væri mikið góðverk að gera
slíkt.
Allt fullorðna fólkið í nýja
hverfinu var á svipuðum aldri og
foreldrar hans. Hann lagði margar
spurningar fyrir þau um þetta mál.
Þau bentu honum meðal annars á
að litlum börnum væri oft safnað
svona saman og þau höfð í hópum
a tilteknum stöðum. Þetta væri
hagræðingaratriði í nútímaþjóð-
félagi, og kostaði minna. En
auðvitað hefði þetta marga galla.
1 il dæmis þekktu börnin í nýju
nverfunum ekki gamalt fólk og
hynntust því ekki lífi þess og þörf-
um. Einnig saknaði gamla fólkið
barnanna. Það vildi hafa líf í
kringum sig en ekki eintónt gömul
°g þreytt andlit. Mamma og pabbi
sögöu að þessu yrði trúlega ekki
hreytt á næstunni, því slík breyting
kallaði á ööruvísi þjóðfélag. Þjóð-
félag þar sem öllum liði sennilega
miklu betur. Það væri þó svo
furðulegt með mannfólkið að það
talaði mikið um hvað allt hefði
verið betra í „gamla daga“, allir
hefðu haft nógan tíma og stressið
varla þekkst. Þá hefðu verið stórar
fjölskyldur þar sem gamla fólkið
gætti barnanna og nteira jafnvægi
verið á flestum hlutum. Samt
stefndi það óðfluga frá slíku lífi og
gæti ekki stöðvað sig. Fólkið hefði
hætt að trúa á sjálft sig og farið að
trúa á peninga. Samt vildi fólkið
ekki viðurkenna að peningarnir
stjórnuöu því og kölluðu peninga
pólitík, og sögðu að hún eyðilegði
allt gott.
Margur er
langt leiddur
en lifir þó!
Eftir þvi sem hlutverk eldhús-
borðsins ntinnkaði í huga Stefáns
varð hlutverk hans sjálfs í lífinu
öllu flóknara. Það sóttu á hann
ýmsar erfiðar spurningar. Hann
óttaðist dauðann þessa stundina.
Þetta hafði átt upptök sín í kirkju-
garðinum um jólin. Þangað liafði
hann farið með ömmu og pabba.
Þau fóru þessa ferð hver jól, en um
þessi jól hafði hann í fyrsta skipti
spurst fyrir um heimsóknina.
Honum var sagt að þarna hvildu
afi hans og aðrir fjarskyldari ætt-
ingjar. Heimsóknin væri farin til
aö sýna minningu hinna látnu til-
hlýðilega virðingu. Sýna að þeir
væru geymdir en ekki gleymdir.
Stefáni fannst þetta fallega gert, en
samt svolitiö ógeðfellt að hugsa til
þess að hinir dauðu gætu gert sér
grein fyrir því hvort hugsað væri til
þeirra. Þeir væru þá bara hálf-
dauöir? Amma sagðist vera viss um
að hinir framliðnu fylgdust með
því sem |x;ir kærðu sig unt að ofan.
Stefán vildi fá að vita, hvort þeir
dauðu dingluðu til og frá i lausu
lofti. Nei, ekki var málið svo ein-
falt. Það væru aðeins sálirnar sem
færu á flakk. „Hvað var sál“? Nú
varð fátt um svör. Jú, maður
kæmist einna næst því að sjá sálina
fyrir sér ef maður blandaði hjart-
anu og heilanum saman og horfði
svo á þetta úr mikilli þoku. Að
nokkrar pylsur sigldu um loftin blá
var ekki svo voðaleg tilhugsun, hitt
var verra að vita af líkömum
manna djúpt ofani moldinni, þar
sem maðkar og mýs áttu sér ból-
festu og ferðuðust hindrunarlaust
um. Stefán vissi að mýs gátu nagað
sundur tré, likkisturnar yrðu þeim
því enginn farartálmi. Eftir miklar
og siendurteknar útskýringar lét
hann huggast. Meðal annars
sannfærðist hann unt að líkant-
arnir væru alveg tilfinningalausir
og leystust upp, þannig að ekki
væri hægt að tala um manneskjur
lengur. Hins vegar yfirgæfu sálirn-
ar líkamann tiltölulega fljótt og ef
eitthvað skipti máli hjá dauðri
manneskju þá væri það sálin.
Honum var sagt að ekki væru allir
sammála þessu með sálnaflakkið,
en það yrðu menn að ákveða hver
fyrir sig alveg eins og hvort þeir
tryðu á guð eða ekki.
Stefáni leið yfirleitt vel, hann
var elskaður af öllurn í fjölskyld-
unni og fékk þá athygli og um-
hyggju sem hann bað um, stund-
um meira. Enda sagði amma oft að
hann væri eins mikið kysstur og
fóturinn á Sankti Pétri.
Eitt er él það
er aldrei birtir
Ibúðin var seld og einn daginn
fluttu þau sitt í hvora áttina
mamma og pabbi. Lilja varð eftir
hjá mömmu og Stefáni og sagðist
ætla að hugsa málið betur, hún
gæti ekki tekið ákvörðun um hvar
hún vildi búa.
21