19. júní


19. júní - 19.06.1979, Side 24

19. júní - 19.06.1979, Side 24
Stefán var reiður út í pabba sinn fyrir að taka sjónvarpið frá þeim. Lilja skammaði hann og sagði að pabbi yrði nú einn og þá væri gott fyrir hann að hafa félagsskap af sjónvarpinu. Það yrði ekki eins tómlegt í íbúðinni hans. Þau hefðu hvert annað. Annars tók pabbi fátt af húsgögnum, hillur, gamlan dívan og sjónvarpið. Það átti að selja hjónarúmið en enginn vildi kaupa það. Þau þrjú fluttu i aðra blokk i sama hverfi, en pabbi flutti i annar bæjarhluta. Stefán vor- kenndi pabba sínum mikið þegar hann fór síðustu ferðina og kvaddi þau. Lilja fór að hágráta og sagðist flytja til hans fljótlega. Það tók nokkra daga að koma sér fyrir í nýju íbúðinni, enda var hún miklu minni en sú gamla. I þessari ibúð voru aðeins tvö her- bergi og eldhús. Þau sváfu öll i hjónarúminu fyrst í stað og það fannst Stefáni gott. Honum leið vel á milli mömmu og Lilju. Þau hjúfruðu sig saman í rúminu og héldu utan um hvert annað. Stundum hlógu þau en oft grétu þau. Það var eins og gráturinn brytist alltaf í gegn. Þetta lagaðist samt eftir þvi sem frá leið. Lilja fékk sitt eigið rúm og flutti i hitt herbergið. Þau voru því ein eftir í hjónarúminu Stefán og mamma. Það hafði sínar góðu hliðar, því nú var nóg pláss og enginn sem stal sænginni. En það var eins og lánið léki ekki við þessa sundruðu fjölskyldu. Mömmu var sagt upp vinnunni. Hún hafði þurft að taka sér frí vegna skilnaðarins og flutning- anna, og í ofanálag fengið slæmt gigtarkast í bakið og verið töluvert frá vinnu þess vegna. Daginn sem hún missti vinnuna hafði hún komið heim niðurbrotin á sál og líkama. Stefán reyndi að tala við hana, en hún virti hann ekki svars. Það var eins og hún væri víðsfjarri, þó hún sæti á hjóna- rúminu heima hjá sér. Lilja hafði eldað matinn og þau reyndu bæði 22 TVÆR SÖGUR AF STEFÁNI Til hvers eru börn? Setjið x í reitinn framan við rétt svar □ Þau eru leikföng. □ Þau eru lifandi eftirmyndir okkar. □ Þau eru auðsuppsprettur. □ Þau eru vopnabirgðir. □ Þau eru ellitryggingar. □ Þau eru sönnunargögn. □ Þau viðhalda kynstofninum. □ Þau skapa fátækt. □ Þau eru lífið. □ Þau eru hlekkir. □ Þau eru þrælar. □ Þau eru dásamleg. að fá mömmu til að borða en allt kom fyrir ekki. Hún grét, hristi höfuðið og skalf þess á milli. Þau þorðu ekki annað en að hringja i pabba, hann svaraði ekki, var trú- lega ekki heima. Að lokum afréðu þau að hringja í lækni. Þau náðu sambandi við heimilislækninn. Hann kom og gaf mömmu töflur sem hann sagði að myndu róa hana og Jná gæti hún sofnaö. Það væri henni fyrir bestu. Þetta GUÐRÚN HELGA SEDERHOLM TVÆR SÖGUR AF STEFÁNI reyndist rétt, Jjví brátt lognaðist hún útaf. Stefán hafði ráfað eirðarlaus um íbúðina meðan á þessu stóð, en Lilja hafði grátið og kastað upp. Nú J^egar mamma var sofnuð tók Lilja Stefán i fang sér og settist við eldhúsboröiö. Þau sátu þegjandi eins og allur máttur væri úr Jjeim. Þau störðu út í myrkrið og depluðu aðeins augum þegar hurðum í húsinu var skellt. Þannig sátu þau lengi, svo lengi að Lilja gat ekki staðið upp óstudd vegna dofa i fótunum undan J^unga Stefáns. Loks röltu þau inn i svefnherberg- ið, stóðu nokkra stund þegjandi og horfðu á mömmu. Lilja fullvissaði sig um að lífsmark væri með henni áður en þau skreiddust bæði undir sömu sængina og hlustuðu á hæg- an andardrátt hennar. Þegar þau vöknuðu morguninn eftir svaf mamma enn. Hún andaöi reglulega en hafði ekki hreyft sig í rúminu. Lilja ýtti við henni og Jaá bærði hún örlítiö á sér, en ekki nóg til að komast til fullrar meðvit- undar. Lilja ýtti nú aftur við henni af meiri ákveðni en áður og mamma opnaöi augun. Hún var sljó til augnanna eins og foröum eftir helgarnar. Hún bað unt vatnsglas og hresstist til muna við að drekka. Þau klæddu sig og fengu sér morgunmat. Mamma átti erfitt með að sitja kyrr og hafði enga matarlyst. Lilja vildi hringja í pabba en mamma [jvertók fyrir [tað. Hún fullvissaði þau um að þetta myndi lagast. Hún gæti fengiö aðra vinnu, blöðin væru full af atvinnuboðum. Lífið hafði komist i næstum eðlilegt horf innan viku og þá fór mamma að athuga atvinnuboðin, en fann ekkert sem henni líkaði. Að endingu varð hún að sætta sig við starf sem hún hafði áður hafnaö. Það gerði hún einungis á meðan hún biði eftir einhverju betra, eins og hún orðaöi það. Stefán fór til nýrrar dagmömmu Framh. á bls. 19.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.