19. júní


19. júní - 19.06.1979, Page 25

19. júní - 19.06.1979, Page 25
Hvernig viltu ala barnið þitt upp? Forsendan að foreldrar gefi sér tíma Ofangreind spurning er þó nokkuö erfið og kemur margt til. I d. eru tengslin á rnilli þess, sem niaður vill og þess, sem maður gerir, á stundum ekki alltof ljós. Að vísu eru til einstaklingar, sem telja sig lifa í fullu samræmi við eigin vilja. En slíkt lífsviðhorf er mér fjarri. Við höfum öll okkar hug- rnyndir varðandi uppeldi barna okkar. Siðan kemur að fram- kvæmdinni . . . Ef til vill veldur vitundin um ofangreind vandkvæði því, að ég hef ekki á takteinum skilgreinda viljayfirlýsingu um það, hvernigég vil ala barn mitt upp. Sennilega segir það eitthvað um eigin vilja, að ég fæ samviskubit, þegar ég tel mig ekki hafa tima til að sinna börnum mínum. Eins verð ég var við það hjá sjálfum mér, að nokkurs ósamræmis gætir í eigin hegðun gagnvart þeim. Þessu hvoru tveggja kunna þau illa sem vonlegt er. Eg held ekki að til sé einhver ein kenning, sem geti auðveldað for- eldrum uppeldi barna þeirra. En forsendan fyrir öllu tali um upp- eldi er að þeir gefi sér tíma. Kannski ekki svo langan tirna, en að meðan jjau eru með börnunum, þá séu þau raunverulega á staðn- urn; með hugann við þau. Kannski eru erfiðleikarnir þeir, að foreldrar þurfa að tileinka sér meiri hugarró °g ögun á eigin hegðun gagnvart Ernir og Þorvaldur. börnum sínum. Ef vel tekst til eru allar skammir og umvandanir óþarfar. Það er greinilega óraunhæft að ala barn upp eftir leiðum, sem maður siöan fer ekki sjálfur. Maðurinn lifir i tíma og rúmi. Erfiðast gengur honum að skynja sig í tímanum. Þannig að hann telur sér oft trú um jrað, að hann geti veriö stikkfrí öðru hverju. En barnið hefur heildræna skynjun á for^ldri sínu og tileinkar sér ekki síst veikleika þess. Sennilega er farsælast að hvert og eitt okkar rækti sinn eigin garð. Vaxi síðan einhver gróður í honum nýtur barnið ef til vill góðs af. En stærsta vandamál barnauppeldis verða ætíð foreldrarnir. Rvík, 29. maí 1979. Errtir Snorrason, rithöf. Að þær meti andleg verðmæti... Skapandi starf er mjög mikil- vægur jráttur í uppeldi dætra okk- ar, sem eru 5 og 7 ára. Við foreldrarnir störfum bæði sem myndlistarkennarar hjá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, bæði í hlutastarfi. Einnig höfum við vinnustofur heima þannig að starf heima og heinran er í nánum tengslum. Þegar bæði hafa verið að kenna á sama tíma höfum við haft jrá góðu aðstöðu að geta haft þær hjá okkur á barna- námskeiöum skólans, jrar senr ann- að okkar kennir, og sloppið við áhyggjur af pössun, einnig hafa jrær verið í leikskóla. Þar sem myndlistin er snar jaáttur í lífi for- eldranna, hefur hin myndræna sköpun kornið ofur eðlilega og sem sjálfsagður hlutur inn í uppeldi þeirra. Nanna Huld, Jón, Jóhanna og Hadda Fjóla. Með uppeldi dætra okkar viljurn við stuðla að því að þær verði sjálfstæðir, virkir einstaklingar, sem láta ekki aðra einvörðungu um að mata sig. — Að þær fái aðra afstöðu til hlutverka kynjanna en 23

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.