19. júní - 19.06.1979, Síða 27
Tinna, Sveinn og Pétur.
raunbezt veganesti er ekki sérher-
bergi í sífellt stærri íbúð eða sólar-
landaferð með örþreyttum foreldr-
um, heldur samvera og samstarf
með foreldrum, sem í raun eru
reiöubúin að bjóða lífsgæðakapp-
hlaupinu byrginn og fórna ein-
hverju af stöðutáknunum fyrir það
sem hlýtur að vera hið mikilvæg-
asta fyrir alla foreldra, — ham-
ingja barnanna.
Þau börn, sem fá að njóta slíks
fordæmis hjá foreldrum sínum
megna kannski að snúa við þeirri
óheillaþróun, sem átt hefur sér stað
hér á landi sem annarsstaðar, þar
sem fjölskylduhamingja verður að
víkja fyrir tilbúnum þörfum, sem
þröngvað er upp á fólk úr öllum
áttum og ruglar það gjörsamlega.
Börnin eru ekki þau einu, sem
líða í þessu lífsgæðakapphlaupi.
Hvað með fyrirvinnu fjölskyld-
unnar, sem i flestum tilfellum er
faöirinn? Hvað með hann, sem svo
oft er stillt upp sem hinum lán-
samari af foreldrunum af því að
hann rækir störf sín oftast utan
veggja heimilisins? Hver spyr
hann, hvort hann kjósi heldur að
vinna heima við gæzlu bús og
barna, eða stinga sér út í hringiðu
lifsgæðakapphlaupsins og missa
þar með að verulegu leyti hið nána
/---------------------:-----
Ljósmæðrafélag Islands
samband, sem ég tel nauðsynlegt
milli foreldra og barna.
Hversu margir útivinnandi
feður verða að láta sér það nægja
að vera einskonar góður frændi,
sem einungis sést á kvöldin og um
helgar og börnin setja hann ekki í
samband við daglegt líf heldur sem
einskonar jólasvein? Hvernig er
hægt að ætlast til að slíkir feður
geti verið virkir í uppeldi afkom-
enda sinna? Uppeldisvandamál
ber ekki alltaf upp á helgar.
Kynslóðabil, unglingavanda-
mál, streita, áfengisböl og fleiri slík
vandamál má að mínu mati rekja
beint til misheppnaðs uppeldis þar
sem foreldrar hafa fjarlægst börn
sín af vangá og brenglun á verð-
mætamati.
Nú er ár barnsins. Samtímis því,
sem við leggjum okkar af mörkum
til hjálpar vannærðunt börnum í
þriðja heiminum, væri ekki úr vegi
að líta í eigin barm og gá hvort við
eigum ekki eitthvað í pokahorninu
handa okkar nánustu.
Sveinn Snæland.
-----------------------------\
Elsta stétt kvenna í opinberu starfi hér á landi, Ijósmæðurnar, stofnuðu með sér félag 2. dag
maímánaðar 1919 og varð Ljósmæðrafélag (slands því 60 ára á þessu vori.
Ljósmóðurstarfið var fyrsta og lengst af það eina, sem konur gátu lært til hér á landi, en
skipulögð fræösla Ijósmæðra hófst með erindisbréfi Bjarna Pálssonar, fyrsta landlæknis á
íslandi, 19. mai 1760.
í tilefni 60 ára afmælis síns mun Ljósmæðrafélagið gefa út ritverkið ,,Ljósmæður á (slandi".
Þar verður stéttartal, sem nær frá 1761 til 1978 og eru æviágripin nú um 1700 að tölu,
ennfremur saga félagsins rituð af Helgu Þórarinsdóttur og ritgerð eftir Önnu Sigurðardóttur,
sem nefnist ,,Úr veröld kvenna", undirtitill Barnsburður. Björg Einarsdóttir annast ritstjórn
verksins og er stefnt að því að það komi út á þessu ári.
Ljósmæðrafélagið hefur afráðiö að veita þeim, er þess óska kost á forkaupi ritsins „Ljós-
mæður á íslandi" á útgáfuverði.
Áskriftalistar liggja frammi í skrifstofu Ljósmæðrafélagsins að Hverfisgötu 68A, Reykjavík,
sími 17399. Vegna hins óstöðuga verðlags hér á landi er ekki unnt að ákveða endanlegt verð
bókanna, en þeir sem það vilja geta greitt upp í kaupverð. Hægt er að tilkynna áskrift í síma og
ef til vill tilgreina innborgunarupphæð, sem síðan verður innheimt með gíróseðli.
Margar myndir verða í bókinni, en nokkur brögð eru að því að Ijósmæður eða aðstandendur
þeirra hafi ekki komið myndum til ritstjóra. Nú eru að verða allra seinustu forvöð að koma
myndum í ritið.
Stjórn KRFÍ og ritnefnd 19. JÚNÍ senda Ljósmæðrafélagi Islands, sem er eitt af aðildarfélög-
um Kvenréttindafélagsins, árnaðaróskir á tímamótunum.
25