19. júní


19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 28
Hjónin Ragnheiður Ragnarsdóttir og Svanur Jóhannesson. Foreldra- Á síðastliðnum vetri voru haldin í Reykjavík foreldranámskeið á vegum Geðverndarfélags fslands. Var þeim einkum ætlað að veita fyrirbyggjandi fræðslu um uppeldi unglinga og hin ýmsu vandamál, sem tengjast þvi aldursskeiði. Frumkvæði að þessu starfi áttu tveir félagsráðgjafar, þær Sigrún Júlíusdóttir og Ingibjörg Pála Jónsdóttir. Skipulögðu þær nám- skeiðin og önnuðust jafnframt fræðsluna, en Sigrún hafði kynnst sams konar starfsemi, er hún vann við geðheilsuverndarstöð í Banda- rikjunum veturinn 1977—1978. Lék henni hugur á að gera tilraun með slík námskeið, er heim kom. Þar sem hér er um að ræða at- hyglisverða nýlundu í málum, er lúta að vernd fjölskyldunnar, þótti 19.júní forvitnilegt að fregna nánar af þessu starfi. Var leitað til tveggja þátttakenda, hjónanna Ragnheiðar Ragnarsdóttur og Svans Jóhannessonar, og svöruðu þau góðfúslega spurningum blaðamanns. Hvers vegna tókuð þið þátt í þessu námskeiði? Ragnheiður verður fyrst fyrir svörum: „Ég sá þetta auglýst í blöðunum og mér þótti þetta strax forvitnilegt, hér var eitthvað nýtt á ferðinni, sem vakti áhuga minn. Ég sagði manninum mínum frá þessu og spurði hann, hvort hann væri ekki til í að koma með mér.“ Svanur sagðist strax hafa fengið áhuga, enda ættu þau þrjá syni á unglingsaldri og teldu vera þörf á fræðslu fyrir foreldra, einkum þar sem tengsl heimila við skólana væru nánast engin hjá þessum aldurshópi. Annars hefðu þátttak- endur alls ekki allir verið með unglinga á sínum snærum, „sumir voru búnir að ljúka uppalenda- hlutverki sínu og aðrir voru ein- göngu með yngri börn.“ Hvernig fór námskeiðið fram? „Það var kennt eitt kvöld í viku í tíu vikur. Venjulega fór einn klukkutími af tveimur í fyrirlestra, sem stjórnendur skiptust á um að halda. Síðari tíminn fór svo í um- ræður meðal þátttakenda og stjórnenda. I byrjun var hópnum, sem taldi tuttugu manns, skipt í tvennt og niðurstöður hvors hóps um sig kynntar í tuttugu manna hópnum. En samhugur innan hópsins náðist mjög fljótt, þannig að meirihluta námskeiðsins fóru umræður fram í einum hópi í nokkurs konar hringborðsstíl, nema hvað borðið vantaði. Þá var útbýtt bæklingum og heimaverk- efnum, sem voru svo rædd í hópn- um, og eitt kvöldið voru sýndar skyggnur.“ Um hvað var einkanlega fjallað á námskeiðinu? Ragnheiður og Svanur rifja upp hin margvíslegu efni fyrirlestr- anna. „Einn var til dæmis um fjölskylduna í sögulegu samhengi, hvernig hún hefur breyst með breyttum þjóðfélagsháttum, þá var fjallað um þroskaferil barnsins og unglingsáranna. Foreldravald var tekið fyrir sérstaklega, einnig kynfræðsla, áfengismál, fíkniefni og reykingar, sem sé flest það, sem varöar sérstök vandamál unglings- áranna.“ „En meginviðfangsefni nám- skeiðsins11 sagði Svanur, „var tjá- skipti fjölskyldu og virk hlustun. Þetta var einkum kennt með æf- ingum þátttakenda og var einstak- lega vcl að þessum þætti staöiö af hálfu stjórnenda og skemmtilegt að glíma við verkefnin.“ Ragnheiður bætti við: „Aðal- atriðið er að reyna að átta sig á því, hvernig við sem foreldrar förum að því að tjá okkur við börnin og ckki síður að læra að hlusta á þau þannig, að við nemum ekki aðcins orðin heldur og það, sem að baki jjeirra býr. í jæssu sambandi er líka mikilsvert atriöi að gera sér grein fyrir hvernig foreldragerð við er- um. Þar var greint á milli fjögurra megingerða, sem flestir falla í að meira eða minna leyti; það er yfir- boðaraformið, hringlandaformið og ofverndunarformiö, en j)að ku vcra sú foreldragerð, sem að flestra dómi veitir „gott“ uppeldi, enda 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.