19. júní - 19.06.1979, Qupperneq 29
þótt börnin séu oft haldin sektar-
kennd, sem háir þeim síðar meir.
Fjórða gerðin, og hin æskilegasta,
að mati stjórnenda, er svo lýð-
ræðislega formið, en það ein-
kennist fyrst og fremst af hlýju og
festu og alls ekki agaleysi, eins og
margir virðast halda. I slíku upp-
eldi hlusta foreldrarnir og ungl-
ingurinn hvert á annað — reyna að
finna sameiginlega lausn vanda-
mála, sem allir geta sætt sig við, og
forðast að ásaka hvorir aðra eða
ráðast á með fyrirfram mótaða
skoðun. Ef þetta tekst eins og til er
ætlast lærir barnið eða unglingur-
inn að tjá sig, hugsa sjálfstætt og
treysta eigin dómgreind. Mér
fannst mjög lærdómsríkt að þurfa
að finna þá gerð, sem maður sjálfur
tilheyrir.“
Hvaða gagn finnst ykkur þið
hafa haft af þessu námskeiði?
Svanur: „Heima við var það til-
efni til að ræða ýmis mál, sem
niaður gefur sér yfirleitt ekki tíma
til að ræða sérstaklega með öllum
meðlimum fjölskyldunnar.“
Ragnheiður: ,Já, því að börnin
voru að vissu leyti þátttakendur í
námskeiðinu lika. Þannig var eitt
heimaverkefnið, að allir í fjöl-
skyldunni áttu að svara sömu
spurningunum og síðan var álit
allra borið saman heima. Með
þessu fá börn og foreldrar tækifæri
til að átta sig betur hvert á öðru og
hvernig samskipti þeirra eru í
raun. Annað slíkt verkefni tók á
áfengismálum og gaf þannig tilefni
til umræðu og fræðslu fyrir alla í
fjölskyldunni.“
Að lokum sagði Svanur:
„Annars var gagnið af þessu nám-
skeiði margþætt. Þó að þar væri
fyrst og fremst fjallað um ungl-
ingsárin og þau vandamál, sent þá
geta komið upp í mörgurn fjöl-
skyldum, þá fannst mér þessi
fræðsla eiga alveg eins við um
samskipti við fólk almennt, hvar
scm er. Þálttaka í svona námskeiði
er að því leyti góð, að fólk fer að
hugleiða betur, hvar það stendur.
Sigrún
Júlíusdóttir.
Hvaða foreldragerð
ert þú?
Til að svala forvitni þeirra les-
enda, sem áhuga hafa á nánari
útlistun hinna fjögurra foreldra-
gerða, sem Ragnheiður nefnir, var
Sigrún Júlíusdóttir, annar stjórn-
enda námskeiðsins, beðin að skýra
í stuttu máli frá helstu einkennum
hverrar gerðar:
Y f irboðaraf ormið
Hér er markmið foreldris skil-
yrðislaus hlýðni barnsins og það er
notað ,,svart-hvitt“ orðalag svo
sem „annað hvort eða“, „farðu
eftir reglunum á mínu heimili eða
farðu burt“. Tjáskiptin eru gjarn-
an einhliða, þar sem foreldrið sýnir
tilfinningum eða hugmyndum
barnsins lítinn áhuga. Foreldrið
tekur ákvörðun, setur fram sínar
kröfur og leyfir engar mótbárur;
„Þú gerir þetta, af því að ég segi
það, og það er ég, sem ræð.“ Það er
ekki spurt um álit barnsins, og ef
það lætur skoðun í ljós, er henni
enginn gaumur gefinn.
Afleiðingar uppeldis af þessu
tagi geta verið þær, að barnið lærir
hvorki að taka ákvörðun né axla
ábyrgð, vegna þess að það fær ekki
tækifæri til þess. Það veldur einnig
skorti á hlýju og gagnkvæmum
stuðningi milli foreldris og barns.
Ef barnið hlýðir, gerir það það
fremur af ótta en af eigin hvötum,
og sennilegt er, að það noti álíka
hörkulegar aðferðir við aðra, sem
aftur gerir því erfitt um vik að
mynda mikilvæg tengsl við annað
fólk. Sjálfsvirðing og öryggi þróast
síður og barnið getur alla tíð orðið
háð leiðsögn annarra.
Hringlandaformið
I þess háttar uppeldi er markmið
foreldrisins að forðast árekstra og
halda friðinn fyrir alla muni. For-
eldrið gefur í skyn með orðum eða
látæði, að því sé ofgert, að það sé
ráðvillt, hafi áhyggjur og sé ekki
almennilega í tengslum við barnið.
Ákvarðanataka einkennist mest af
hringlandahætti. Refsingu er
kannski hótað, en síðar dregur for-
eldrið í land til að forðast árekstra.
Barnið á ekki kost á nokkurri al-
mennilegri línu eða vísbendingu.
Það fær oftast sínu framgengt með
því að halda vel á málum.
Afleiðingar þessarar aðferðar
geta orðið, að unglingurinn lærir
að hafa töglin og hagldirnar og fá
sínu framgengt við aðra og er þá
eins líklegt, að hann verði lítt
næmur á tilfinningar annarra.
Hann verður einnig illa fær um að
þola reglur og hætt við, að hann
verði stöðugt upp á móti yfirboð-
urum sínum. Hann lærir heldur
ekki hvernig á að taka ákvarðanir
með því að nota raunhæfa dóm-
greind og samvinnu, en þess í stað
fullnægir hann óskum sínum á
stundinni.
Ofverndunarformið
I því er markmið foreldris fyrst
og fremst að vernda barnið frá að
eiga á hættu að öðrum geðjist ekki
að því og aðaláherslan er á mikil-
vægi þess, að falla öðru fólki í geð.
Tjáskipti eru meira á báða bóga,
foreldrið sýnir áhuga og hlustar á
barnið/unglinginn, hefur áhyggj-
ur af honum og er annt um hann.
Ákvarðanir byggjast að nokkru
leyti á samkomulagi, en þó bendir
foreldrið á, að unglingurinn þurfi
að fara eftir því, sem aðrir segja og
vera ábyrgur gagnvart öðrum.
Sektarkennd er notuð sem stjórn-
unartæki, þ.e. „þú veist, hvað það
særir okkur,“ eða „við erum svo
áhyggjufull, þegar þú kemur of
seint“.
Hugsanlegar afleiðingar of-
verndunar eru, að hegðun ungl-
ingsins byggist á sektarkennd og
hræðslu fremur en ástæðum, sem
eru honum sjálfum mikilvægar.
27