19. júní


19. júní - 19.06.1979, Page 40

19. júní - 19.06.1979, Page 40
DAGUR r- I LÍFl MARÍU 19. JÚNÍ íékk leyfi til að birta myndaröð af venjuleguni vinnudegi Maríu Sigurðardóttur. Hún er um fertugt, fráskilin og heldur heimili með fjórum börnum sínum. Guðrúnu Steinunni 16 ára, Reyni 15 ára, Hannesi 14 ára og Guðmundu Grétu 13 ára. Tvöelstu börnin liafa verið í vinnu frá áramótum en hin eru í skóla. Fjölskyldan býr að Suðurlandsbraut 57 í Reykjavík. Húsalciga er 25 þús. krónur á mánuði og hitakostnaður um 40 þús. Þrisvar á ári er greiddur olíustyrkur og er hann 13 þús. í hvert sinn. Fjölskyldan hefur ekki síma. Fyrir þremur árum flutti María til Reykjavíkur með börnum sínum. Úti á landi var erfiðara um húsnæði og minni möguleikar fyrir börnin. María vinnur við flökun hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur á Grandagarði. Leið 2, Grandi-Vogar, fer á 10 mínútna fresti um Suðurlandsbraut vestur að Granda, vagninn er fljótur í förum og hagræði að þurfa ekki að skipta um vagn. únnið er eftir „bonus“kerfi við flökunina og þegar venjulegum vinnutíma lýkur, oftast um kl. 19:00, vinnur María rúman klukkutíma í aukavinnu við að þrífa vélarnar. Hún er komin heim að kveldi um klukkan hálfníu til níu. l.aun Maríu á viku geta numið um 100 þús. krónum, en auk þess fær hún greitt úr tryggingunum með börnunum. Ljósmyndun: Gestur Ólafsson. Myndatextar: Stuðst við erindi Bergþóru Sigmundsdóttur „Dagur í lífi verkakonu", er hún flutti á ráðstefnu í Uppsölum 22.—23. apríl 1979 og sýndi myndröðina. Björg Einarsdóttir ræddi við Maríu Sigurðardóttur f. 19. JÚNl. Suðurlandsbraut 57, kl. 6:29 að morgni kl. 6:30 börnin vakin 'vt i m kl. 6:40 morgunverðurinn tilbúinn 38

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.