19. júní


19. júní - 19.06.1979, Page 49

19. júní - 19.06.1979, Page 49
heldur sem sambýlisform fólks, sem óaði við kjarnafjölskyldulifinu og þeirri félagslegu einangrun og hefðbundinni verkaskiptingu kynjanna, sem svo erfitt er að yfir- vinna innan vébanda þess. Staðreyndin er nefnilega sú, að kommúnusambýli er miklu við- kvæmara fyrir allri óreglu heim- ilismanna en kjarnafjölskyldan. Hinn félagslegi þrýstingur sam- býlisins agar menn og óhæfilegur drykkjuskapur líðst ekki, leti við hússtörf er illa séð og hvers konar eigingirni. I þess konar sambýli lemur enginn konuna sína og eng- inn flengir börnin sín. Alla þessa lesti geta menn auðveldlega rækt- að með sér innan kjarnafjölskyld- unnar. Skólastræti Svo menn haldi ekki að þetta séu tómar huglægar vangaveltur hjá mér, ætla ég að segja ögn frá eigin i'eynslu af kommúnubúskap. Kommúnan í Skólastræti var stofnuð 1975 og blífur enn, þótt mannaskipti hafi orðið innan hennar. Fyrsta vandamálið, sem menn i'áku sig á þegar stofna átti komm- únuna var það, hvað erfitt er að fá hentugt húsnæði. Allt íbúðarhús- næði, sem teiknað er og reist nú til dags er miðað við þarfir kjarna- fjölskyldunnár. Að lokum fékkst þó húsið í Skólastræti, að vísu reist um sl. aldamót, en herbergjaskipan var nokkuð góð. Húsnæði hefur þó alla tíð verið einn veikasti hlekkur þessa sambýlis. Kommúnuhús- næði verður að vera þannig að fyrir utan rúmgóðar, sameiginlegar vistarverur, svo sem eldhús, stofur, bvottahús og snyrtingar þarf hver einstaklingur eða par að hafa stórt herbergi fyrir sig, þar sem bæði er svefn og vinnuaðstaða, svo sem til lesturs, skrifta og hannyrða, þannig að hver maður geti verið út uf fyrir sig, þegar honum sýnist svo. Fyrsta árið okkar í Skólastræti bjuggu þar 12 manns, þegar flest var, 5 pör og 2 börn. Þetta var þó meiri fjöldi en húsið bar með góðu móti, enda hefur þar orðið færra síðan. Verkaskipting Húsreglum og starfsskipulagn- ingu við húsverk var til að byrja með reynt að halda í lágmarki, t.d. voru eldhússtörfin einu störfin, sem fastákveðin voru, þannig að tveir og tveir voru þar viku í senn. Hreingerningum og þvottum skyldi svo hver og einn sinna eftir þörfum og getu. Fljótlega kom þó í ljós, að slíkt skipulagsleysi dugði ekki. Húsverkin hlóðust þá óhóf- lega á þá samviskusömustu og dugmestu. Aðrir sluppu ódýrt. Þetta olli óánægju, sem þurfti að eyða. Næsta ár var því tekin upp ákveðin verkaskipting, þar sem hver maður fékk ákveðið verk að vinna, sem staðið skyldi skil á í vikulok. Þetta jók bæði þrifnað og starfsgleði í húsinu. íbúarnir voru allir útivinnandi, þannig að á virkum dögum var aðeins ein sameiginleg máltið, kvöldmáltíð. Sameiginleg mál kommúnunnar voru því jafnan rædd yfir kvöldmatnum og þar voru allar ákvarðanir teknar. Fjármálin voru þannig að tveir sameiginlegir sjóðir voru stofnaðir, matarsjóður og framkvæmdasjóð- ur. Eins og nöfnin gefa til kynna stóð annar sjóðurinn straum af öll- um matarinnkaupum og nauðsyn- legustu hreinlætisvörum. Hinn sjóöurinn kostaði framkvæmdir, sem stofnað var til og auk þess var húsaleiga og orka greidd úr hon- um. Þetta reyndist hin heppileg- asta skipting og aldrei reis nein óeining út af fjármálum né neins konar eignarhaldi. Þó er það sá þröskuldur, sem flestir virðast halda að erfiðast sé að yfirstíga í samvinnubúskap. Sambúðar- vandamál risu lang helst út af því, ef einhver stóð sig ekki í stykkinu með húsverkin eða út af pólitisku ósamlyndi. Allt það fólk, sem í kommúnunni hefur búið, er vinstrisinnað, enda eðlilegt, að svo sé. Sameignarfélag Kommúnur eru sameignar og samvinnufélög í eðli sínu og and- stæðar hugmyndum einstaklings- hyggjunnar. Félagsleg virkni fólks í Skólastræti hefur verið mikil. Sambýlisformið gefur mönnum, sérstaklega þó fjölsky ldufólki, miklu meira frjálsræði til þátttöku í félagslífi en kjarnafjölskyldan getur gert. Barnapíuhallæri er t.d. sjaldgæft. Ekki er vafi á því, að ýmis vandamál í sambandi við jafn- réttisbaráttu kynjanna eru mun auðleystari i kommúnum en innan veggja kjarnafjölskyldunnar, t.d. á að vera tiltölulega auðvelt að ná jafnræði við heimilishaldið eða svo reyndist okkur í Skólastræti. En þetta jafnræði næst ekki í eitt skipti fyrir öll. Ég hef orðið þess var hjá sjálfum mér og öðrum, að eftir að fólk er flutt úr kommúnunni og hefur hafið venjulegan fjölskyldu- búskap hefur hin gamla hlut- verkaskipting kynjanna stungið upp kollinum á ný. Það er líka hægara sagt en gert að sporna við því, launamisrétti og annar ójöfn- uður á vinnumarkaðinum, al- menningsálitið, uppeldið og allt skipulag kjarnafjölskyldunnar þröngva þessari hlutverkaskipt- ingu upp á fólk. 47

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.