19. júní


19. júní - 19.06.1979, Síða 55

19. júní - 19.06.1979, Síða 55
barna sinna áhuga og styddu við bakið á þeim þegar þess væri þörf og gæfu sér tíma til þess að hlusta á börn sín og virða skoðanir þeirra og langanir á lýðræðislegan hátt. Að lokum lagði Pulkkinen áherslu á þýðingu fjölskyldunnar við mótun þjóðfélagsþegna. Hún sagði að fjölskyldan hefði mikil áhrif á félagslegan þroska barn- anna, og það kæmi einnig í hlut fjölskyldunnar að viðhalda hefðum og siðum þjóðfélagsins. Hún sagði að siðir og hefðir væru meðal þess sem gæfi börnum lífs- fyllingu og öryggi. Það væri því mikilvægt að foreldrar, þrátt fyrir mikla vinnu, áhyggjur og tima- skort gæfu sér samt tíma til þess að leggja rækt við þessa þætti og gefa börnum sínum innsýn í þær hefðir sem foreldrarnir sjálfir kynntust í foreldrahúsum og veittu þeim gleði og legðu grundvöll að endurminn- ingum sem oft standa upp úr þegar Htið er til baka. Danskur sálfræðingur Jakob Vedel-Petersen var meðal þeirra, sem gerði fjölskylduna að um- meðuefni á ráðstefnunni Börn 1979. Hann sagði að það væri ahyggjuefni hve stór hópur barna einangruðust vegna þess að for- eldrar þeirra ynnu of mikið og væru Jjjakaðir af streitu, og vegna þess að spennan í Jojóðfélaginu lamaði fjölskyldulífið. Hann sagði að [:>að væri einnig áhyggjuefni að möguleikar barna til að taka þátt í menningarlífinu utan heimilisins yrðu sífellt minni og minni og þá um leið minnkuðu möguleikar þess til að þroska eigin persónuleika. Jakob Vedel-Petersen sagði að það væri staðreynd að í mörgum barnafjölskyldum væri Jjað þannig að báðir foreldrar ynnu úti og í fullu starfi. Benti ekkert til þess að þessum fjölskyldum færi fækkandi, frekar hið gagnstæða. Nú væri það svo að barnaheimilum væri um of mtlað að annast börn þessara for- eldra, en J:>ær stofnanir gætu aldrei gengið barni í foreldrastað. Barna- heimili væri kjörinn staður fyrir barn til þess að hvetja það og [jroska félagslega, en foreldri barns gæti það ekki orðið. Orsökina fyrir því að sumir for- eldrar ætla barnaheimilunum uppeldi barna sinna, er í mörg- um tilfellum að finna í tímaleysi og því hve umhyggja er orðin ,,dýr“, ef þannig má taka til orða, á sama tíma og flest önnur þjónusta er orðin ódýrari en áður með hjálp hagræðingar og vélvæðingar. Þetta kemur ekki aðeins niður á uppeldi barna, heldur einnig niður á umönnun á gömlu fólki, og fólki með ýmsar sérþarfir, t.d. þeim fötluðu. Vedel-Petersen er upptekinn af félagslegum tengslum barna við umhverfi sitt, eins og Lea Pulk- kinen, sem vitnað var í hér að framan. Hann segir að í fjölskyldu þar sem börnin eru 1—2 séu fá verkefni, sem hægt sé að leysa sameiginlega. Þetta hafi það í för með sér að börnunum gefist til- tölulega fá tækifæri til þess að vinna að |:>ýðingarmiklum og þroskandi verkefnum, jafnframt því að þau öðlast ekki skilning á mikilvægi þeirra. Mörg íbúða- hverfi eru, að dómi Danans, menningarsnauð og skortir að miklu leyti allt atvinnulíf og börn- in þekkja lítið eða ekkert til vinnu foreldranna. Allt þetta leiðir til þess að börnin hafa ekki tækifæri til þess að „komast áfram“ vegna eigin starfa, fá eða engin tækifæri til þess að geta sér gott orð fyrir unnin verk og kynnast ekki sam- félaginu sem Jiau lifa í. Það sem við bjóðum þeim er nokkurs konar „Þykjustu-tilvera". Vedel-Petersen spyr síðan hvernig foreldrarnir árið 2010 verði, ef haldið verði áfram á sömu braut, og í framhaldi af [dví bendir hann á nokkrar leiðir sem gætu gert líf barna innan fjölskyldunnar meira gefandi fyrir þau en nú er. Hann segir að ein leið sé sú að reyna að vekja aftur til lífsins gömlu hefðbundnu fjölskylduna með því að nota þá peninga sem varið er í dag til uppbyggingar barnaheimila og reksturs þeirra í staðinn til eflingar fjölskyldunnar. Með því móti fengi barnið aftur öryggi, aukin tengsl við fullorðið fólk innan fjölskyldunnar og möguleika á þeirri tilfinningu að |:>að sé hluti af heild. Hins vegar yrðu fjölskyldurnar áfram lítið hvetjandi fyrir barnið og félagsleg tengsl út á við lítil. Þetta mætti bæta með hálfsdags dvöl á leik- skóla, segir Petersen, en með óbreyttum fjárveitingum til barna væri ekki hægt að gera J:>au þannig úr garði samhliða fjármagnsveit- ingum til fjölskyldnanna sjálfra, að hægt væri að mæla með þeim nema ef foreldrarnir sjálfir greiddu meira til þeirra. Það myndi þýða að vel stæðir foreldrar gætu sent börn sin þangað en hinir ekki og myndi það hafa í för með sér félagslega slagsíðu og ji>ví ekki heppileg lausn. Önnur lausn til að bæta líf barna er að veita peningum í endurbætur á umhverfi barna, draga úr hættum vegna bílaum- ferðar, skapa börnunum mögu- leika á að taka þátt í menningar og félagslífi innan eigin íbúðarhverfis. Petersen bendir á að líklega yrði þetta til þess að tengja fólk innan íbúðarhverfa nánari böndum og opna fjölskyldurnar út á við. En hins vegar leysir þetta ekki tíma- leysi foreldranna né læknar þá streitu, sem fylgir því að hafa of fáar stundir til yfirráða, sem hægt er að verja með börnunum. Þriðja lausnin gæti verið að byggja dag- heimilin þannig upp að þau yfir- tækju að hluta núverandi hlutverk fjölskyldunnar, en gallinn við þessa lausn sé sá að ekki sé vitað hvort barnaheimilin gætu nokkurn tíman leyst þetta verkefni á viðun- andi hátt og tekið á sig að móta persónuleika barna. Hitt sé heldur ekki víst að foreldrar séu fúsir til þess að veita dagheimilunum það Framh. á bls. 61. 53

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.