19. júní


19. júní - 19.06.1979, Side 58

19. júní - 19.06.1979, Side 58
BÆKUR BÆKUR BÆKUR BÆKUR BÆKUR Ursdir pilsinu og peysunni Magnea Matthíasdóttir: HÆGARA PÆLT EN KÝLT. Skáldsaga Hókaútgáfa: Almenna bókafélagið 1978. 150 bls. „Hvaö er undir pilsinu og peys- unni?“ spurðu ungir menn þegar Þórbergur var ungur. Kvenþjóðin gekk þá dúðuð í sjöl og leyndar- dóma frá hvirfli til ilja. Hálfri öld síðar skrifaði Guðbergur: „Karl- manninum hefur tekizt gegnum aldirnar að gera sig að algerlega þekktri stærð. Konan er hins vegar enn á stigi hinnar óþekktu stærð- ar.“ Eitthvað stórkostlega spennandi hlaut að vera undir silkinu, farð- anum og ilmvatninu. Skáldkonur juku enn á leyndardóminn, út- skýrðu ekkert, bara dylgjuðu og gerðu hið eilífa kvenlega enn tor- ráðnara fyrir hugskotssjónum hins óþreyjufulla karlkyns. Þar til nú nýverið að ungar skáldkonur eru teknar að varpa af sér pilsinu og peysunni og sýna hvað undir býr. Stendur það í þjóðfélagslegu samhengi við þá fyrirætlun kvenna að fara nú að vinna fyrir sér í stað þess að töfra karlmanninn til að sjá fyrir sér eins og hingað til hefur tíðkast. Magnea J. Matthíasdóttir er ein þessara ungu, atorkusömu skáld- kvenna. Fyrir fáeinum áratugum hefði orðbragð hennar þótt óhæft nema úti á rúmsjó eða i vega- vinnutjöldum á heiðum uppi. Og síst af öllu kvenlegt! Þó er skáld- saga hennar, llœgara pœlt en kýlt, alls ekki „djörf“ í nútímaskilningi. Miklu fremur hlutlæg og raunsæ — svona mestan part að minnsta kosti. Það þrönga og takmarkaða 56 samfélag stráka og stelpna, sem Magnea lýsir, er að mörgu leyti dæmigert fyrir heildina; fyrir þjóðfélagið; fyrir mannlífið. En Magnea er ekki aðeins raun- sæ. Hún er einnig dálítið róman- tísk. Ein söguhetja hennar kveðst hafa „of sterkt ímyndunarafl". Þau orð má ef til vill heimfæra upp á höfundinn sjálfan. Ævintýrainn- skotin í sögunni eiga vafalaust að þjóna einhverjum tilgangi, hugs- anlega að sýna fram á hvílík skyn- villa undirheimalífið, sem Magnea segir frá, sé í raun og veru. En þessi innskot rjúfa samhengið í sögunni, leysa textann upp í smáparta og drepa á dreif inntaki meginefnis- ins. Að öðru leyti er kunnátta Magneu á stíl og mál beinlínis lofsverð. Og yfir heildina litið er mannsbragur að sögunni. Magnea sækir sjálfstraust sitt til eigin kunnáttu og verðleika, en gerir lítið til að bregða yfir verk sitt þeirri óhlutkenndu dul sem fyrrum tald- ist fremsta einkenni kvenlegs ynd- isþokka. Þetta er saga gerð af holdi og blóði og sýnir vel hvað leynist undir pilsinu og peysunni. Erlendur Jónsson. „Víst lifi ég í þröngum heimi“ Asa Sólveig: EINKAMÁL STEFANÍU. Skáldsaga. Bókaútgáfan Örn og Örlygur. Reykjavík 1978. 176 bls. Margir hafa verið þeirrar skoðunar að samfélaginu sé skipt í tvo aðskilda heima, einkalif og opinbert líf. Samkvæmt þeirri skilgreiningu snerta Einkamál Stefaníu ekki hinn síðarnefnda. Enda segir Stefanía: ,,. . . víst lifi ég í þröngum heimi, þar sem min eigin fjölskylda fyllir veröldina“. Á síðari árum hafa ýmsir hópar unnið markvisst að því að opinbera hið ósýnilega ,,einkalif“. Segja má að fjölskyldan og lífshættir hennar endurspegli þjóðfélagið hverju sinni. Kvenfrelsishreyfingin nýja hefur orðið mörgum konum hvatning til að láta að sér kveða á ýmsum sviðum, ekki síst i listum. Bækur eftir konur, einkum þær sem lýsa einkalífi kvenna, hafa orðiö vinsælar, jafnvel metsölu- bækur, og má þar nefna bók Ericu Jong, „Fear of Flying“ og „Vinter- born“ Deu Trier Morch. Þessi fyrsta skáldsaga Ásu Sólveigar, Einkamál Slefaníu, er grein á þessum meiði. Ása Sólveig er Reykvíkingur, fædd árið 1945. Hún var því hálf- þrítug þegar kvenfrelsishreyfingin nýja barst hingað til lands. Áhrifa hennar gætir í sögunni og með augljósustum hætti í sjálfu efnis- valinu. Meðgöngu og fæðingu er hér nákvæmlega lýst, i fyrsta sinn í íslenzkum bókmenntum að ég hygg. Hér er jrví lýst reynslu sem flestar konur upplifa, hver sem staða jreirra i {Djóðfélaginu er. „Ég á erindi í bæinn“. Þannig hefst sagan formálalaust. Stefanía er aöalpersónan og hún segir sög- una. Allir aðrir eru aukapersónur og auðséð að höfundi lætur mun betur að lýsa konum en körlum. Einkamál Stefaníu er samtímasaga úr Reykjavik á tímum veröbólgu og óróa á vinnumarkaði. Sögutími markast af meðgöngu og fæðingu sem fyrr var nefnt, en einnig af flutningi fjölskyldunnar lil Svi- jrjóðar jrar sem lífið á að vera auðveldara og betra. Nýfædda barninu er valiö nafn sem hvorki

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.