19. júní


19. júní - 19.06.1986, Page 10

19. júní - 19.06.1986, Page 10
- ÞiA hafið seni sagt bæði kunnað að lesa? „Já, já. Það hefur komið mér mjög á óvart hvað ég hef haft gaman af að búa til mat. Ég hefði ekki trúað því. Ég hef hinsvegar ekkert gaman af því að borða mat. En það virðist oft vera þannig að þegar karlar fara að taka þátt í matseldinni, verða þeir nokkurs konar montkokkar, búa bara til fínan mat á sunnudögum. Annað er að sjá um að alltaf sé til matur í hádeginu, þetta er líklega spurning um status, munur á matargerðarlist og elda- mennsku. Annars eiga karlmenn ekki völ á að taka fullan þátt í heimilisstörfunum, jafnvel þó þeir vildu. Eins og allir vita er launamisrétti á mörgum sviðum, karlar hafa yfirleitt meiri möguleika á að ná góðum tekjum og eins og efna- hagsaðstæðum fólks er háttað er það nánast lúxus að praktisera algjört jafn- rétti á heimilum. Auk þess kemur oft pressa frá umhverfinu t.d. frá foreldr- um eða aðstandendum, sem finnst ekki eölilegt að karlmaður fórni ein- hverju úr sínum „karrier" til að vinna t.d. heimilisstörf. Þetta er auðvitað mjög misjafnt eftir því hvar og hvenær fólk hefur mótast. Ef maður veltir fyrir sér hvort það færist í vöxt að karlar vinni heimilis- störf og beri ábyrgð á börnum og búk- sorgum, þá veit ég þaðekki, en ég held þó að þaö hnígi frekar í þá áttina, það er t.d. orðið fullkomlega eðlilegt að foreldrar skipti með sér hver kemur með börn á dagheimili og sækir þau. Þetta er þróun sem snýst ekki við. Svo má auðvitað ekki gleyma þeirri staðreynd að um 80% kvenna vinna utan heimilis. Það er þörf fyrir þennan vinnukraft úti í þjóðfélaginu, ég tala nú ekki um þegar hann er hafður jafn ódýr og raun ber vitni. Og þá komum við að því sem mér finnst einna sví- virðilegast við það sem gerst hefur í kjaramálunum á undanförnum ára- tugum, hvernig tekist hefur að nota þessa eðlilegu kröfu kvenna um að komast út á vinnumarkaðinn til að lækka tekjur. Það er nú meira og minna sjálfsagt mál að tvo þurfi til að framfleyta heimili, en fyrir 20 árum IVirðist oft vera þannig að þegar karlar fara að taka þátt í mat- seldinni verða þeir nokkurs konar montkokkar, búa bara til fínan mat á sunnudögum. 10 var gengið út frá því að einn maður gæti unnið fyrir venjulegu heimili, nú er það ekki hægt. Auðvitað hefur ýmislegt bæst við hjá okkur, við viljum stærra húsnæði, vídeó, sjónvarp, græj- ur og fínerí margs konar, en vinnu- framlag hefur einhvern veginn gufað upp, það sem einn vann fyrir áður vinna tveir fyrir í dag. Þetta er auö- vitað dálítið leiðinlegur hlutur, en engin röksemd fyrir því að það hafi verið skaðlegt fyrir konur að fara út á vinnumarkaðinn. Ég held að karlar taki meiri þátt í heimilisstörfum en áður, þó veit maður aldrei hvað gerist inni á heimilunum, maður er ekki með nefið alls staðar.“ - I dagblöðununi fyrir skömniu var haft eftir séra Ólafi Skúlasyni að fjöldi skilnaða hefði aukist á síðustu áruni vegna aukins sjálfstæðis kvenna. Þarna er óhcint gefið í skyn að hjónaband og sjálfstæði konu fari ekki saman. Hvað viltu segja um þetta? „Þetta held ég sé bara þvæla. Ég held varla að fólk flykkist úr hjóna- böndum vegna þess að einhverju slíku sé um að kenna. Ef þetta er hins vegar rétt, þá er hjónaband ekkert annað en nauðung og því auðvitað ágætt að henni sé aflétt. Ég held að ófrelsi kvenna sé varla frumorsök að skiln- aði, líklegra er að þetta sé notað sem útgönguleið úr hjónaböndum sem orðin eru ónýt af einhverjum öðrum ástæðum, en þær geta svo sjálfsagt verið margvíslegar.“ - Fegurðarsamkeppnir hafa notiö talsverðra vinsælda að undanförnu, en í byrjun kvennaáratugarins brugðust kvenréttindakonur hart við og töldu samkeppnir af þessu tagi byggöar á aldagömlum fordómum um konur. Hvað viltu segja um þetta? „Kvenfrelsisbaráttukonur ganga út frá því að fegurðarsamkeppnir og þessháttar séu niðurlægjandi fyrir konur og undrast að konur láti fara svona með sig. Það má vel vera að undirstaðan að þessu sé kvenfyrirlitn- ing eða að þetta byggist á gömlum við- horfum til kvenna, en ég hef nú engar sérstakar áhyggjur af þessu, svona hlutir koma alltaf upp annað slagið, eitt árið þykir þetta voðalega sniðugt IÉg held að ófrelsi kvenna sé ekki Jrumorsök að skilnaði, líklegra að þetta sé notað sem útgönguleið úr h jónaböndum sem orðin eru ónýt af einhverjum öðrum ástœðum. og allar stúlkur vilja taka þátt í þessu, en næsta árið er eitthvað annað meira eftirsóknarvert. Það má ekki gleymast að stúlkurnar ákveða þetta sjálfar, mér finnst satt að segja Kvennafram- boðið í Reykjavík vera með leiðin- legar yfirlýsingar þegar þessi stúlka, Hólmfríður, vann keppnina Ungfrú heimur. Mér fannst þær konur sem stóðu að þessum yfirlýsingum niður- lægja kynsystur sína, þær gátu ekki ineð nokkru móti respekterað að hún hefði viljað gera þetta sjálf. Þær töluðu um hana eins og hún væri mella eða eitthvað álíka. Þarna er verið að líta á einhver smáatriði sem í raun og veru skipta sáralitlu máli. Það má finna margt sambærilegt sem karl- menn taka þátt í, það eru t.d. til feg- urðarsamkeppnir fyrir karla. Mér finnst þetta vera allt í lagi ef fólk langar til að gera þetta, hvers vegna ekki? Hitt ersvo aftur annað mál hvort yfirvöld eigi að bakka þetta upp, þau eiga ekki að bakka þetta upp frekar en svo margt annað. Hvort þetta byggist á fordómum? Fordómar eru ljótt orð og ljótt að vera fordómafullur. En í raun og veru byggist allt á fordómum, það væri varla til nokkurt vitsmunalíf ef ekki væru til fordómar. Allur húmor er t.d. meira og minna byggður á fordómum, það er alveg á hreinu. Hitt er svo aftur annað mál að starf sumra listamanna og höfunda byggist á því að staðfesta fordóma, meðan aðrir vinna að því að afhjúpa fordómana. Það er mergurinn málsins. Fordómar eru til, verða til og þurfa alltaf að vera til. Einhver maður sagði að besta ráðið til að staðfesta fordóma sína um tiltekna þjóð eða land væri að fara þangað, því þá fengi maður staðfestingu á öllu sem maður vissi fyrir. Fordómar byggja á alhæf- ingum, á því að reyna að koma veröld- inni í ákveðið kerfi, t.d. allir Frakkar drekka rauðvín og svo framvegis." - Þú átt enga dóttur, Þórarinn, mig langar samt að spyrja þig hvort þú myndir hafa aðrar væntingar til dóttur þinnar, ef hún væri fyrir hendi, en sona þinna? „Já, ég held ég hlyti að hafa aðrar væntingar til dóttur minnar en sonar, IEf ég myndi ala upp stúlkubarn er auðvitað margt sem ég hefði engin tök á að skilja, einfaldlega vegna þess að ég hef aldrei verið stúlka sjálfur.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.