19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 11

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 11
I/ rauit og veru byggisl allt á for- dómum, það vœri varla til nokkurt vitsmunalíf ef ekki vœrufordómar. en þó ekki hvað varðar afstöðu til náms eða væntanlegra framtíðar- horfna. Eg held þeir menn séu orðnir fáséðir sem myndu gera athugasemdir við það að dóttir þeirra ætlaði t. d. að fara í 20 ára framhaldsnám í læknis- fræði eðaeitthvað þessháttar. Uppeld- islegar kröfur held ég að verði alltaf mismunandi til stráka og stelpna, ein- faldlega vegna þess að strákar eru öðruvísi en stelpur. Svo skiptir auð- vitað máli fyrir mig sem uppalanda að ég er karlmaður og ef ég myndi ala upp stúlkubarn er auðvitað margt sem ég hefði engin tök á að skilja, einfaldlega vegna þess að ég hef aldrei verið stúlka sjálfur og það leiðir bara af sjálfu sér að þetta hlýtur að vera eitthvað öðru vísi. En að viðurkenna slíkt er engin röksemd gegn jafnréttisbaráttu eins og margir gera ráð fyrir. Iíflestum tilfellum eru það konur sem vilja ekki gefa heimilis- störfin frá sér. Ég held það sé rangt að það sé eng- inn munur á strákum og stelpum, það eru svo mörg dæmi um það að strax í frumbernsku hneigjast börn að ein- hverjum áhugamálum, strákar fara að leika sér að bílum og einhverju þess- háttar og stelpur að dúkkum, svona almennt, hvort sem það stafar af upp- eldisáhrifum sem þau byrja að tína í sig svona snemma, eða á rætur að rekja til meðfædds munar á einstak- lingum. Það sem barnauppeldi hefur m.a. kennt nrér, er að ég lít öðrum augum á umhverfisáhrif en áður. Hér áður fyrr er ég var róttækur og franr- sækinn maður, stóð ég á því fastari fót- unum að umhverfið skipti öllu máli í sambandi við barnauppeldi, það var allt að því nasismi að halda því fram að erfðir og upplag gætu haft einhver áhrif. Þegar ég fór svo að ala upp börn, IKonttrfara aldrei inn á heimilin aftur til að verða húsfreyjur. komst ég ekki hjá því að taka eftir að skapgerð barnanna er mjög ólík frá fyrstu tíð, þó þau séu alin upp við nákvæmlega sömu skilyrði, þau eru eins og svart og hvítt frá fyrstu tíð, jafnvel frá því í móðurkviði. Þá varð ég að viðurkenna að hver einasti ein- staklingur er sérstakur hvort sem um strák eða stelpu er að ræða. Og mér finnst jafn fáránlegt að klæða litla stelpu í bleikan kjól og setja í hana slaufur og þessháttar, og að ota að henni bílum og krefjast þess af henni að hún fari að leika sér að þeim. Ég held það sé réttast að láta börnin ráða Með ritstörfuniiin hefur Þórarinn tekið jöfnuin hönduni þátt í uppeldi sona sinna. Hér er hann á heiniili sínu ásaint tveimur fjögurra sona sinna, þeim Ara og IJIfi. (Ljósm. AFG.) 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.