19. júní - 19.06.1986, Page 15
1
kíló, cn liún þarf að fá stærri brjóst og
kvenlegri vöxt, því aukin áhersla er
lögð á kvenleikann og einnig segir
tískan okkur í dag að karlmenn eigi að
vera eins karlmannlegir í útliti og
mögulegt er. Petta er allt í rökréttu
sanrhengi. Fegurðarímyndin fer eftir
tísku, tískan byggist á pólítík og þá
ekki síst stöðu efnahagsmála. Pegar
lítið er til af peningum í heiminum, þá
er tískan íburðarmikil og glæsileg,
hælarnir háir og konan spengileg, en
þegar nóg er til af peningum í veröld-
inni, eins og var um 1970, þá fleygðu
konurnar brjóstahöldurunum og fóru
í mussur og flatbotna skó. Slagorð
Rauðsokkanna Manneskja - Ekki
markaðsvara komst í tísku hér á landi
og auðvitað var það viss vakning
kvenna að vilja ekki láta stílfæra sig
sem veikara kynið.“
- Nú hefur fegurðarsamkeppni verið
vinsœlt skemmtiatriði hér á landi um
árabil og mér hefur sýnst að útspekúl-
eraðir braskarar standi fyrir þessari
keppni og grœði á öllu saman. Er ekki
heldur niðurlœgjandi fyrir stúlkur að
taka þáitt í þessu og af hverju gera þœr
það?
„Auðvitað er tíska, fegurðarsam-
keppni og annað þess háttar kaup-
skapur. Pað er sköpuð viss ímynd í
kringum þetta til þess að láta okkur
hin, sem jafnvel andmælum að mörgu
leyti, eyða meiri peningum í það sem
er í tísku. En öll viðskipti eru af hinu
góða ef þau gefa báðum aðilum eitt-
hvað. Það er mikil lífsreynsla fyrir
stúlkurnar sem vinna. Pær fá mögu-
leika á módelstörfum og koma sér á
famfæri. En það nær engin neinum
árangri á útlitinu einu saman, það þarf
meira til. Elsku Hólmfríður, sem er
ein af þessum fullkomlega vamm-
lausu, vönduðu konum, sagði að það
hefði verið mikil hamingjustund fyrir
sig að fá tækifæri til að kynna ísland út
um allan heim, eftir að hún var kjörin
alheimsfegurðardrottning. Ég veit að
hún stendur sig vel og er stórkostleg
landkynning. Ég held það verði dálítið
erfitt fyrir marga að mótmæla fegurð-
arsamkeppni eftir þetta ár.“
- En ég lief líka oft undrast uppstill-
inguna á þessari keppni hér heirna.
Stúlkurnar eru til dœmis í svo litlum
pínubolum að nœstum ekkert er hulið
augum áhorfandans.
„Pínubolirnir eru baðfatatískan í
dag og stúlkurnar koma fram í baðföt-
um eins og tískan segir til um. Blygð-
unarkennd fólks hefur breyst. Þegar
sundbolirnir voru miklu stærri, tóku
margar stúlkur ekki þátt í fegurðar-
samkeppni af því að þær þurftu að
koma fram í baðfötum. í dag segja
stúlkurnar aftur á móti að það sé miklu
þægilegra að koma fram í sundbol. En
þær eru ekkert ógurlega hressar með
hvað sundbolirnir eru flegnir á vissum
stöðum, ekki vegna þess hvað sést
inikið, heldur vegna þess hvað þær
þurfa að fara í stóran kantskurð. Pær
þurfa að eyða mörgum sársaukafullum
klukkutímum á snyrtistofu."
íslenskar konur eru fallegustu
konur í heimi
Heiðar hefur unnið víða og hefur af
margvíslegri reynslu að miðla. Hann
vann í Danmörku, Svíþjóð, Noregi,
Finnlandi, Englandi og Frakklandi og
var margar vikur á ári erlendis við að
sýna og kynna snyrtivörur, en þótt það
væri sæmilega borgað, þá segir hann
að ekki hafi verið auðvelt að fram-
fleyta fimm manna fjölskyldu með
svona flakkvinnu svo núna vinnur
hann eingöngu á íslandi við ntargs
konar störf sem snerta fegurð, tísku og
snyrtingu. Hann vinnur sem lausa-
maður eða „free lance“, eins og það er
kallað á vondu máli. En hefur Heiðar
fundið einhvern mun á íslenskum
konum og konum í þeim löndum þar
sem hann hefur unnið?
„íslenskar konur eru djarflegri í
framgöngu, þær eru öruggar með sig
og láta ekki plata sig. Maður segir ekki
við íslenska konu: „Þú verður að nota
þetta krem því þú ert orðin skorpin í
framan. Kremið kostar þetta mikið,en
ég bara skil ekki hvers vegna maðurinn
þinn er ennþá hjá þér.“ Þessa aðferð
getur maður notað í öllum ná-
grannalöndunum,“ segir Heiðar og
brosir skelmislega. „I Skandinavíu
vann ég fyrir Yves Saint Laurent,
þannig að ég komst mest í snertingu
við yfirstéttarkonur, því þetta eru
dýrar vörur. Finnskar konur eru lang
líkastar þeim íslensku. Þær eru sterkar
og hafa góða grunnmenntun, vita hvað
þær vilja og hafa sjálfstæðar skoðanir.
Sænskar konur koma næst á eftir, en
þær koma meira fram sem veika kynið
og vilja alltaf vera fallegar og girnileg-
ar. Norðmenn voru þó nokkuð á eftir
öðrum Norðurlöndum í sambandi við
tísku og framkomu, - ég vona að 19.
júní sé ekki mikið lesinn í Noregi,“
Viðtal: Rannveig Jónsdóttir
flýtir hann sér að bæta við og heldur
svo áfram „en í Bergen var l'ólk þó
meira í snertingu við meginlandið og
fylgdist betur með tískunni en í Osló.
Danir eru töluvert ameríkaniseraðir og
hafa áberandi tvöfalt siðgæði. í Eng-
landi kynntist ég aðallega konum úr
lægri stéttunum. Þær virtust afskap-
lega kúgaðar en fylgdust vel með tísk-
unni, máluðu sig mikið og gerðu meira
í því en Norðurlandakonurnar að
reyna að sýnast unglegar.
Franskar konur eru aftur á móti allt
öðruvísi. Þær eru stórkostlegar eins og
þær íslensku, en íslenskar konur eru
fallegustu konur í heimi. Ég hef kom-
ist að þeirri niðurstöðu á þessum
ferðalögum mínum. Franskar konur
eru kynverur og þær eru sexí, en þær
eru ekkert að reyna að sýnast ungar og
þær reyna heldur ekki endilega að
fylgjast með tískunni. Þær eru mjög
sjálfstæðar í framkomu og klæðaburði
og margar franskar konur lifa afskap-
lega sjálfstæðu lífi. Franskar konur
kunna fram eftir öllum aldri að vekja
á heilbrigðan, eðlilegan máta, áhuga
hins kynsins á sér sem konu og það er
gaman að sitja á kaffihúsi og horfa á
glæsilega franska konu ganga framhjá,
því maður sér hvað hún nýtur þess.
Besta hrukkukremið
Á íslandi aftur á móti erum við ekki
nógu meðvituð um líkama okkar og
margar íslenskar konur verða fljótt
gamlar af því að þær hætta að hugsa
nógu vel um líkama sinn og bera ekki
nógu mikla virðingu fyrir honum, því
þær fá ekki þá örvun sem þær þurfa
eftir að þær eru komnar á fast. Þeim
finnst syndsamlegt að hugsa til ann-
arra karlmanna þannig að það gæti
verið gaman að fá skemmtilegt augna-
tillit, þó ekki væri meira. Það er auð-
15