19. júní - 19.06.1986, Page 23
Að mega loksins hafa
tilfinningar
Þetta orðalag „að fá“ og „að mega
loksins" sýna tilfinningar kom aftur og
aftur fyrir í viðtölunum, og það kom
greinarhöfundi nokkuð á óvart hversu
mikla áherslu viðmælendurnir lögðu
á þetta atriði. Sveinn Haraldsson, sem
er 23 ára gamall samkynhneigður
háskólanemi, hafði þessa skoðun á
málinu:
„Hér áður fyrr voru allar rauð-
sokkur grunaðar um að vera lesbískar
en nú er dæmið að snúast við, mjúkir
karlmenn voru og eru oft grunaðir um
að vera hommar! Þó fá þeir að sýna til-
finningar í auknum mæli og þeir hafa
jafnvel náð svo langt að geta talað um
þær sín á milli. Mér finnst þó að heteró-
sexúal karlmenn eigi erfiðara nteð það
en hommar, enda eru hommar ekki
bundnir af því að þurfa að halda uppi
harðri karlmennskuímynd.“ Og hann
heldur áfram eftir nánari umhugsun:
„Það er enginn grundvallarmunur á
tilfinningalífi kynjanna, nenta þá að
heterósexúal karlar eru mun róman-
tískari en heterósexúal konur.“
Staða karlmannsins inn á heimilinu,
hver er hún í dag eða hvernig ætti hún
að vera var næsta spurning sem lögð
var fyrir ungu mennina sex. Svipuð
svör komu fram hjá flestum þeirra og
þau snerust að mestu um barnaum-
önnun og húsverk. „Það er orðin
skylda að feöur séu viðstaddir fæðingu
barna sinna,“ sagði útivinnandi l'aðir
og bætti við: „Það finnst mér ekkert
betra en áður þegar þeim var bannað
það. Þetta eru öfgar í sín hvora áttina.
Mér fannst það ganga of langt þegarég
átti að fara að gera öndunaræfingar
með konunni á námskeiöi fyrir verð-
andi mæður!“ Varðandi heimilisstörf
þá má segja að Sveinn Haraldsson
mæli fyrir munn þeirra allra í eftir-
farandi svari:
„Megin breytingin inni á heimilinu
er sú að ungir menn sem ætla út í sant-
búð í dag verða að gera ráð fyrir því að
þurfa að taka fullan þátt í heimilis-
störfunum. Því erunt við sem erum
núna 20-25 ára gamlir ekki vanir við
úr uppeldinu, feður okkar komu lítið
sem ekkert nálægt eldhúsinu.“
Karlar eru í biðstöðu
Jú, þarna hefur vissulega orðið
breyting á, en þegar piltarnir voru
spurðir um afstöðu sína gagnvart jafn-
réttisumræðu kvennaáratugarins og
breyttri konu þá voru svör þeirra
fremur ólík. 25 ára eiginmaður og
faðir sem kvaðst vera róttækur jafn-
réttissinni hafði þetta að segja: „Jafn-
réttisumræða kvennaáratugarins hef-
ur helst haft þau áhrif að þeir sem hafa
alltaf verið karlrembusvín þora ekki
lengur að láta skoðanir sínar í ljós
og sumir eru jafnvel farnir að skamm-
ast sín fyrir þær, þótt margir eigi mjög
erfitt með að breyta viðhorfunt sínum
og þá sérstaklega þeir eldri. Annars
eru þeir karlmenn sem ég umgengst
allt frá því að vera á svipaðri línu og ég
og allt upp í stokkfreðna þorskhausa.
Það er þó afdráttarlaus meirihluti
kunningja minna fylgjandi jafnrétti,
það er á hreinu.“
Annar svaraði þessu til við sömu
spurningu: „Karlar eru í biðstöðu á
meðan konur eru að ná áttum. Þær eru
að leita að sjálfi og geta ekki gert upp
á milli þess að vera heinta eða vinna
úti. Margar þeirra vilja vera heinta en
geta það ekki vegna þjóðfélgsástæðna.
Ég held þó að til lengdar líði þeim illa
að vera fjarri börnunum meira og
minna allan daginn. Það er verið að
búa til vandamál á heimilunum sem
hefðu ekki skapast ef konur hefðu
farið beint út á vinnumarkaðinn. Rétt-
lát verkaskipting innan heimilisins
skapast þá af sjálfu sér þegar báðir
aðilar vinna úti, því hef ég reynslu af
sjálfur." Svo mörg voru þau orð. En
Jens Kristjánsson talaði um launakjör
kvenna: „Áhrif jafnréttisumræðunnar
undanfarin ár felast númer eitt í því að
fólk er meira meðvitað en áður um
launamismun milli kynja í sömu
störfum."
Sveini fannst hins vegar mikilvægast
„að það eru kornnir brestir í karl-
mannsímyndina sem hlutverkaskipt-
ing kynjanna hefur byggst á. Karlar
eru orðnir óöruggir um stöðu sína og
Jens Kristjánsson: „Nú er loksins viðurkennt að karlar inegi hafa tilfinningar, án þess að
þeir séu álitnir hrein taugaflök.“ (Ljósm. AFG.)
23