19. júní


19. júní - 19.06.1986, Síða 29

19. júní - 19.06.1986, Síða 29
VmjNDARVAKNING KARLA VERDUR AD KOMA FRÁ ÞEIM SJÁLFUM Bókin íslenskir elskhugar varð mér fyrst og fremst tilefni lil hugleiðingar um samskipti kynjanna og þess sam- spils sem ég hef svo oft saknað úr jafn- réttisumræðunni. Umræðan um kyn- hlutverk hefur fyrst og fremst farið fram í tengslum við jafnréttisbaráttu kvenna. Aðallega hafa það verið konur sem hafa rætt þessi mál en minna hefurheyrst frá karlmönnunum um svipaða hluti. Ennþá ræða karl- menn ekki opið um tilfinningar sínar hvor við annan og viðurkenna þar með ekki sameiginlega reynslu, þarfir og erfiðleika í hinu hefðbundna karl- mannshlutverki. Um aldamótin lét sænska kvenréttindakonan Klara Johanson frá sér fara eftirfarandi hug- leiöingar: „Nýr kalli rennur upp í mannkynssögunni þann dag, sem karl- maðurinn þorir að líta á sjálfan sig sem umræðuefni." Á hinum Norðurlönd- unum virðist untræða í hópi karlmanna sjálfra vera orðin algengari en hér á landi. I máli manna þar er jafnvel komið inn nýtt hugtak, „den nye mand“ eða nýi karlmaðurinn. Ennþá er þetta nýja hlutverk ómótað að mestu leyti en þegar rætt er um nýja karlmanninn felur það í sér einhvers- konar breytingar frá hinu hefðbundna karlmannshlutverki. Það var margt við lestur bókarinnar sem truflaði mig. Fyrir utan málfarog orðalag var það fyrst og fremst gildis- matið og sú siðfræði sem skein svo skýrt í gegn í mörgum frásagnanna. Það þarf minna til að örva hjartslátt jafnréttisþenkjandi konu. Engu að síður held ég að nota mætti bókina til að vekja umræður um ákveðna þætti í hinni svokölluöu karlamenningu. Það er reyndar yfirlýst markmið bókarinn- ar að hún sé skrifuð til að vekja hisp- urslausar og einlægar umræður um til- finningar karla. Meiri áhugi hjá kotmm en körlum Óformleg könnun á mínum vinnu- stað og í kunningjahópnum Ieiddi í Ijós að mjög fáir höfðu lesið bókina. Margir höfðu gefist upp og í hópnum leyndist aðeins einn karlmaður. Nú ber að var- ast að draga of skarpar eða hvatvísar ályktanir af svo takmörkuðu úrvali en í fljótu bragði virðist sem konur sýni bókinni og þar með umræðunni um til- finningalíf karlmanna meiri áhuga en þeir sjálfir. Varla gétur það stafað af fáfræði eða forvitni, því „íslenskir elskhugar" láta þess getið að svona samræður geti þeir einungis átt við konur en ekki aðra karlmenn. Þekk- ingin hlýtur því að vera fyrir hendi í reynsluheimi kvenna. Mér er ekki grunlaust um að sumar konur gangist jafnvel upp í því að vera oft eini trún- aðarvinur viðkomandi karlmanns. Þarna gæti verið ein skýring á því hvers vegna karlmenn ræða ekki til- finningamál sín innbyrðis. Þeir hafa svo ntargar góðar konur sem deila „leyndarmálinu" með þeim að þeir hreinlega þurfá þess ekki með. En til þess að bók vekji umræður, ekki síst í þeim þjóðfélagshópi sem hún er skrifuð fyrir, þarf boðskapur bókar- innar að höfða til hópsins. Þar þarf að vera eitthvað sem viðkomandi hópur þekkir og getur samsamað sig. Kannski hefði bókin þurft að vera almennari, fleiri viðtöl við þá sem Grein: Nanna K. Sigurðardóttir félagsráðgjafi kalla mætti „venjulega" eða „hefð- bundna" karlmenn til þess að fleiri karlar gætu samsamað sig boðskap bókarinnar og hún vakið þær umræður í þeirra hópi sem nauðsynlegt er. Þegar ég las hluta úr þessari bók fyrst minnti hún mig á bækur sem vin- sælar voru í Skandinavíu fyrir u. þ. b. 5 til 10 árum síðan. Má þar nefna meðal annars bókina ... men hvad sá mænd- ene? interviewer med mænd om sex og kvinder, skrifaða af tveimur sænskum blaðamönnum, Áge Ramsby og And- ers Leopold Elmquist, gefin út í danskri þýðingu 1978. Eftir því seni ég best veit náði sú bók ekki neinum sér- stökum vinsældum, var þó eitthvað notuð í leshringjum og umræðuhópum í karlahreyfingunni í Danmörku. lslenskir elskhugar minnti mig mjög á þessa bók. Báðar þessar bækur fannst mér með sama marki brenndar, eins og reyndar margar aðrar viðtalsbækur, að kaflarnir verða hver öðrum líkir, sömu spurninganna er spurt aftur og aftur og bókin þar af leiðandi ekki nógu skemmtileg aflestrar. Það eru takmörk fyrir því hvað lesandi endist til þess að lesa af lýsingum um tilfinn- ingabælda karlmenn, uppáferðir þeirra og þjáningar í hinu hefðbundna karlmannshlutverki. I formála bókarinnar segir höfundur að bókin sé hrein og klár blaða- mennska. Ég er henni hjartanlega sammála. Bókin er það. Ég hefði viljað sjá Jóhönnu Sveinsdóttur sækja meira til þeirra rithöfunda og bók- menntaumræðu sem hún nefnir í ágæt- um formála, en minna af hliðstæðum frá hinu sænska ritverki sem ég nefndi hér að framan. 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.