19. júní


19. júní - 19.06.1986, Síða 40

19. júní - 19.06.1986, Síða 40
eigin þörfum og óskum, gera þær kröfu til að aörir uppfylli tilfinninga- legar þarfir þeirra. Það er þeim mjög mikilvægt að djúpum tilfinningalegum þörfum þeirra sé fullnægt, en þó eiga þær erfitt með að gefa skýr skilaboð um í hverju þær þarfir felast. Vitundarlíf og viðbrögð karla eru hinsvegar oft frábrugðin þessu. Karl- inenn hafa oft mun sterkari sjálfs- kennd en konur, og þeir skilgreina sig oftar sem sjálfstæða einstaklinga, aðgreinda frá öðrum. Þeir eiga því auðveldara með að tjá þarfir sínar og óskir nema á tilfinningalega sviðinu. Sterk sjálfskennd þeirra veldur því að sterkur innri varnarmúr ver þá gegn djúpum tilfinningalegum upplifununt og kenndum. Þessi mismunur kemur oft fram í sambúðarvanda. Eins og áður sagði gera konur kröfur til dýpra og nánara tilfinninga- lífs í sambúð en karlar, en þær eiga iðulega erfitt með að tjá hverjarþessar þarfir eru, og hvernig eigi að uppfylla þær. Léleg sjálfskennd samfara ákveðnu ósjálfstæði veldur því að tjá- skipti og viðbragðamynstur verður óskýrt fyrir þann sem á að skilja það - karlmanninn. Hann er hinsvegar í þeirri stöðu að vita oftar hvað hann vill og vill ekki. Sterk sjálfskennd hjálpar honum í því. Það er á hinn bóginn sterk innri andstaða hjá karlmönnum gegn því að skynja tilfinningar í ein- hverri dýpt. Þessi ofangreindi munur á milli kynja veldur oft miklum árekstrum á tilfinningalegu sviði. Konur krefjast tilfinningalegrar dýptar - karlmenn eiga erfitt með að uppfylla þessar þarfir og skynja málið öðruvísi. Ekki svo að skilja að þeir séu ekki jafnmiklar tilfinningaverur og konur. Það vita allir sem hafa alið upp bæði kynin, að blíðuþörf og þörf fyrir tilfinningalega nálægð er ekki kyn- bundin, heldur persónubundin. Áhrif kvennabaráttu Kvennabaráttan hefur sennilega haft áhrif á skilnaði á þann veg að konur sætta sig ekki við ýmsa hluti sem þær sættu sig við áður - og voru oft neyddar til að sætta sig við. Margar konur sætta sig því ekki við að fá t. d. ekki tilfinningalegum þörfum full- nægt. Þetta segir ekkert til um að konur eigi auðveldara með að skilja nú en áður, eða að þær standi skilnað- inn betur af sér. Full ástæða er til að ætla að konur fari oft mjög illa út úr skilnaði tilfinningalega, kannski ekki síst vegna þess hvað þær hafa lítið inn- sæi í eigið tilfinningalíf. í vinnu með skilnaðarmál kemur oft upp að eftir að búið er að greina samskiptamynstur eiga þær erfitt með að vinna áfram með málið. Þær festast oft í ásökunum og eiga erfitt með að fara út úr því mynstri. Oft kemur því upp tregða, þegar á að fara að hafast að í eigin málum. í þessu sambandi væri hægt að fara út í flóknar fræðilegar vangavelt- ur, en það er utan ramma þessarar greinar. Ef karlmenn eru tilbúnir til að hleypa tilfinningum sínum í gegnum varnarmúrinn og taka tilfinningaleg atriði meir inn í myndina, eru þeir oft tilbúnir til að vinna að málinu - hafást að í því. Að skilja ekki eigin tilfinningar Sameiginlegt konum og körlum í skilnaðarmálum er að bæði kynin eiga einatt erfitt með að átta sig á hvað togstreitan og deilurnar snúast í reynd um. Þetta á þó sérstaklega við þegar tilfinningamál eru rædd. Hvaða þarfir einstaklingurinn hefur á því sviði, og hvernig hann óskar eftir að önnur manneskja uppfylli þessar þarfir, er honum sjálfum óljóst. Einstaklingur- inn vill að hinn „skilji" sig og veiti sér ást og hlýju, en hvernig á að miðla því til mótleikarans er erfðara mál. Lítið innsæi í eigin tilfinningar kemur gjarnan fram í ásökunum á hinn aðil- ann, að það sé ekki hægt að tala við hann þegar manni líður illa, og þar fram eftir götunum. í framhaldi af ásökunum kemur oft krafa um að sá sem ásakanirnar beinast að eigi að breyta sér, þá lagist sambandið ef til vill. Því miður gerist það sjaldnast. Maður getur yfirleitt ekki breytt ann- arri manneskju en maður getur breytt sjálfum sér. í kjölfarið á því getur sam- band breyst, stundum til hins betra, stundum til þess að gera einstaklinginn færari um að taka ákvörðun um hvort hann vill vera í sambúð áfram. Að kunna að tjá sig Það einkennir oft fólk í sambúðar- vanda að lítið er um innsæi í eigin deilur og því gengur illa að orða eigin tilfinningar, óskir ög þarfir. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki upp af því að fólk er að fara að skilja, heldur hefur það verið fyrir hendi áður en viðkom- andi hófu sambúð. í skilnaði reynir á tjáningarhæfni. Það reynir sérstaklega á að geta orðað og skilið hvað menn vilja og hugsa. Eins og fyrr var vikið að gera konur oftar en karlmenn kröfu til þess að til- finningalegum þörfum sé fullnægt. Þær sjá betur að þessum þörfum þarf að fullnægja. Skýrt kemur fram í mörgum skilnaðarmálum að það stendur konur fyrir þrifum hvað þær eiga erfitt með að skilgreina þarfir sínar nema út frá öðrum. Konur eiga yfirleitt frumkvæðið að því að ræða að tilfinningamálum sé ekki fullnægt í sambúðinni. Á því sviði eru karlmenn langoftast minnimáttar. Þegar konur finna það, hefst ol't víta- hringur ásökunarinnar. Þær ásaka karlmenn fyrir að vilja ekki ræða til- finningamál. Þar eð karlmenn eiga oft erfiðan aðgang að eigin tilfinningum, bregðast þeir við með að lokast. Þá fá þeir gjarnan á sig meiri ásakanir. Víta- hringurinn hefur lokast, og það getur endað með sambúðarslitum. Sársaukinn, vonbrigðin, angistin, reiðin, biturðin og örvæntingin sem grípur báða einstaklinganna kemur því oft til af eftirfarandi: Konur hafa falska sjálfskennd um að þær séu betur í stakk búnar en karlmenn á tilfinn- ingasviðinu. Fölsk sjálfskennd kemur oft í veg fyrir að þær takist á við sjálfa sig áður en þær gera kröfu um að karl- menn skilji hvaða þarfir á að uppfylla. Karlmenn skilja hinsvegar oft ekki til- finningar í dýpt og eiga ekki auð- veldan aðgang að tilfinningum sínum. Þeir þurfa því að kljást við ákveðna vakningu um sitt vitundarlíf til að geta verið fullnægjandi í sambúð. Þetta er oft mergurinn málsins, og í þeim til- vikum þar sem er raunverulegur grundvöllur fyrir sambúð, myndi það hjálpa þeim að bæði kynin tækjust á við sjálf sig - í alvöru. Viltu vinna stundum? Afleysinga- og rádningaþjónusta /Kj^. Liðsauki hf. ®wi Skólavörðustig 1a-101 Reykjavík- Simi 621355______________I 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.