19. júní


19. júní - 19.06.1986, Page 42

19. júní - 19.06.1986, Page 42
Nýr FORMAÐUR JAFNRÉTHSRÁÐS Rætt við Ólöfu Pétursdóttur um starfsemi ráðsins Viðtal: Sigríður Hjartar Jafnréttisráð var stofnað með lögum nr. 78, 31. maí 1976 og er því 10 ára. Fyrsti formaður ráðsins var Guðrún Erlendsdóttir lögfræðingur, þá tók við Guðríður Þorsteinsdóttir lögfræðing- ur, en nú hefur Ólöf Pétursdóttirtekið við formannsstörfum. Af því tilefni var hún tekin tali. - Hvenœr tókst þú við formanns- starfinu, Ólöf? Ég tók við því í nóvember 1985. - Við hvað hefurþú starfað? Ég lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1975. Þá réðist ég sem fulltrúi hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og var skipuð deildarstjóri nokkrum árum síðar. Þar starfaði ég uns ég var skipuð héraðsdómari við bæjarfógeta- embættið í Kópavogi í september 1984. - Nú gegnir þú fullu starfi auk for- mennsku í Jafnréttisráði? Já, héraðsdómarastarfið er vissu- lega fullt starf. Formannsstarfiö hefur alltaf verið aukastarf þeirra, sem því hafa gegnt. En þetta er í reynd mjög krefjandi starf og þyrfti að gefa því meiri tíma en unnt er með þessu móti. - Ert þú auk þess með heimili? Heimiliö þykir kannski ekki stórt, þar sem við hjónin erum barniaus. En á s.l. 8 árum hafa búið hjá okkur 2-3 unglingar að norðan sem eru í skóla í bænum að vetrarlagi. - Eg tek eftir að allir formennirnir hafa verið lögfrœðingar, er kveðið svo á í lögum? Það var skilyrði þar til í fyrra. Þess í stað er nú skilyrði að starfsmaður á skrifstofu ráðsins hafi lögfræði- menntun. Engu að síður tel ég mjög æskilegt að formaðurinn sé lögfræð- ingur. Ráðið fjallar oft um lögfræðileg efni og tel ég því æskilegt að formaður- inn hafi lögfræðilega þekkingu sjálfur. Framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, Elín Pálsdóttir Flygenring, er lög- fræðingur og hún er okkur ómetan- legur styrkur. Reyndar vill svo til að fulltrúar ASÍ og VSÍ eru báðir lög- fræðingar, en auðvitað er nauðsynlegt að fulltrúar ráðsins hafi fjölbreyttan bakgrunn til að auðvelda starf þess. - Hvernig er Jafnréttisráð skipað? Upphaflega var ráðið skipað 5 mönnum til þriggja ára, en með laga- breytingum í fyrra eru 7 fulltrúar skipaðir til tveggja ára. Hæstiréttur skipar formann, félagsmálaráðherra varaformann, en ASÍ, BSRB, VSÍ, Kvenréttindafélag Islands og Kvenfé- lagasamband íslands sinn fulltrúann hvert, en tveir þeirra síðasttöldu eru nýir. - Hver er helsti tilgangur jafnréttis- laganna? Tilgangur laganna er aö koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðunt og tryggja þeim jafna möguleika til menntunar og atvinnu. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt störf og laus störf skulu opin báðum kynjum jafnt. - Hefur ráðið ákveðna starfsáœtl- un? Ráðið á að vinna framkvæmdaáætl- 42

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.