19. júní - 19.06.1986, Side 50
Á fjórða ár er liðið frá því Samtök um
Kvennaathvarf hófu starfrækslu neyð-
arathvarfs, en Kvennaathvarfið í
Reykjavík var opnað 6. desember
1982. Margar konur hafa leitað
þangað með börn sín og hafa sumar
þeirra verið virkar í starfsemi athvarfs-
ins eftir að dvöl þeirra lauk. Sífcllt
eykst að konur sæki til athvarfsins.
Oþarft er að rökstyðja að eitt hús til
að anna þessu starfi dugar engan veg-
inn til að fullnægja þeirri gífurlegu
þörf sem skapast af því að í athvarfinu
dvelja konur úr nálægum sveitarfé-
lögum og reyndar af landinu öllu. Um
tíma var reyndar rekið annað kvenna-
athvarf á Akureyri en það er búið að
loka því.
Til þess að kynna lesendum 19.júní
starfsemi athvarfsins, helstu vandamál
og skipulag samtaka um kvennaat-
hvarf, fór undirrituð þess á leit við
Elísabetu Gunnarsdóttur að hún svar-
aði spurningum er lúta að neyðarat-
hvarfi, og tók hún því vel. Elísabet
hefur starfað á vegum samtakanna frá
stofnun þcirra.
- Er vandinn jafn dulinn og var?
Já, hann er það, en ofbeldi á heimil-
um hefur verið dregið fram í dags-
50
Elísabet Gunnarsdóttir
ljósið og tilvist athvarfsins getur
stundum virkað sem hemill á menn.
— Er það ekki rétt að meirihluti sam-
býlis- og eiginmanna eru ódrukknir
þegar þeir beita ofbeldi?
Jú, ofbeldi gegn konum á sjaldnast
rætur að rekja til áfengisneyslu, þar
ber okkar tölum saman við skýrslur
kvennathvarfa í nágrannalöndunum.
I meira en helmingi lilfella hefur ekki
verið um áfengi eða aðra vímugjafa að
ræða. Á síðastliðnu ári kvörtuðu þær
konur sem til okkar komu meira
undan því að um áfengisvandamál
væri að ræða, hver sem skýringin á því
kann að vera.
Konur á öllum aldri
- A hvaða aldri eru þœr konur sem
leita til athvarfsins?
Þær eru á öllum aldri, frá því um og
innan við tvítugt og þær elstu yfir
sjötugt. Meðalaldurinn hefur lækkað
nokkuð, fyrst var meira um að rosknar
konur kæmu til okkar og höfðu þá
beðið eftir kvennaathvarfi jafnvel ára-
tugum saman. Núna eru um 33% á
aldrinum 26-35 ára og 36% 36-50 ára.
Hvernig erskiptingin milli líkamlegs
og andlegs ofbeldis?
Líkamsmeiðingar eru varla án and-
legs ofbeldis. Rúmlega 40% kvenn-
anna sem koma í athvarfið eru með
áverka en átta af hverjum tíu gefa upp
bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi sem
ástæðu fyrir komu sinni.