19. júní - 19.06.1986, Page 51
Vítahringur
- Af hverju treysla konur sér ekki til
að rjúfa þennan vítahring?
Það er ekki til neitt einhlítt svar við
þessu, fólk reynir að halda í hjóna-
bandið í lengstu lög. Svo eru þetta
niðurbrotnar manneskjur oft á tíðum
og eiga stundum ekki í neitt hús að
venda. Skilnaðarmál geta dregist á
langinn, leiguhúsnæði er dýrt og allt of
lítið framboð á því. Við höfum þurft
að horfa á eftir konum heim aftur
beinlínis vegna þess að þær réðu ekki
við þær okurgreiðslur sem tíðkast á
leigumarkaðinum.
- Hvernig eru horfur í atvinnumál-
um þessara kvenna?
Konur sem búa við barsmíðar eða
annað ofbeldi eiga erfitt með að
stunda vinnu reglulega. Starfsfélagar
og atvinnurekendur vita sjaldnast
hvað gengur á eða loka augunum
beinlínis fyrir því. Það þarf að verða
hugarfarsbreytring hjá stjórnendum
fyrirtækja, svipað því sem hefur orðið
í sambandi við áfengismál. Þeir þurfa
að styðja við bakið á konunum (sumir
gera það) og styðja karlana til að fara
í meðferð eins og mörg fyrirtæki hafa
gert við drykkjumenn.
A móti kemur að 35% þessara
kvenna eru heimavinnandi. Ástæðan
er að hluta til sú að konurnar eru
margar með ung börn og komast ekki
út til vinnu.
- Viltu gefa dcemi um hvernig and-
legt ofbeldi lýsir sér?
Oftast eru það stöðugar yfirheyrsl-
ur, konan verður að gera nákvæma
grein fyrir öllum sínum hræringum og
dæmi eru um að öfgarnar nái svo langt,
að símtöl eru rakin með því að taka
þau upp á segulband, þannig að öll
símtöl eru rakin til og frá viðkomandi
heimili.
Það er líka einkennandi fyrir þessar
konur hvað þær eru einangraðar, líka
efnahagslega. Þær hafa yfirleitt mjög
naum fjárráð, jafnvel þótt fjölskyldan
sé vel efnuð. Eiga oft á tíðum ekki
einu sinni fyrir leigubíl til að komast í
athvarfið og aðeins um helmingur
getur borgað daggjöldin sem þó eru
mjög lág, 250 kr. á dag.
Fjárhagur og skipulag
- Hvernig styrkja ríki og borg
athvarfið?
Farið var fram á að ríkið sæi um
70% rekstrarkostnaðar (var 60%
áður) en borgin greiddi 30%. Ríkið
hefur ekki staðið sig svo illa, á fjár-
lögum fyrir 1986 fengum við 2.035 þús.
Farið var franr á 978 þús. kr. framlag
frá Reykjavíkurborg, en veitt var
sama krónutala og ífyrra, 625 þús. kr.,
sem eru rétt rúmar tvær fegurðar-
drottningar. Einnig var farið fram á
styrk við nágrannasveitarfélög. Flest
þeirra hafa tekið því vel, en þó nokkur
hafa neitað, jafnvel þótt við höfum
hýst konur frá þeim og þeir viti það.
- Fullnœgir núverandi húsnœði
athvarfsins þörfinni?
Nei, við þyrftum að fá heila blokk.
Sveitarfélögin þyrftu að hafa íbúðir til
ráðstöfunar, a.m.k. þannig að kon-
urnar gætu leigt á vegum sveitarfélag-
anna til að byrja með, en enginn vill
horfast í augu við að slíkur fjöldi
kvenna og barna sé á flótta í íslensku
þjóðfélagi.
- Hvernig er skiptingin eftir lands-
hlutum? Eru flestar kvennanna ekki
héðanfrá Reykjavík og nágrenni?
Jú, 87% koma frá höfuðborgar-
svæðinu.
- Hvernig er skipulag samtakanna?
Skipulag samtakanna miðar að því
að félagsmenn séu virkir þátttakendur
i starfseminni. Allar þýðingarmiklar
ákvarðanir eru teknar á almennum
félagsfundum. Starfið fer frarn í vinnu-
hópum - þetta er arfleifð frá 8. ára-
tugnum - og núna eru starfandi sjö
hópar. Hver hópur á fulltrúa í fram-
kvæmdanefnd sem stýrirsamtökunum
milli funda.
Konur gegn nauðgun
- Eru einhverjar nýjungar á döfinni
lijá ykkur?
Já, það er ýmislegt að gerast, við
erum að fikra okkur áfram til að bæta
starfsemi athvarfsins og auka hana.
Frá upphafi hefur það verið markmið
hjá okkur að aðstoða þær konur sem
hefur verið nauðgað en hingað til
höfum við ekki sinnt þessu sem skyldi.
En núna starfar innan sanrtakanna
hópur sem kallar sig „Konur gegn
nauðgun", þær hafa kynnt sér þessi
mál sérstaklega og eru tilbúnar til að
aðstoða konur. Það má hringja í
athvarfið á hvaða tíma sem er og þá er
einhver úr hópnum kölluð út. Þær eru
líka í sambandi við lögregluna og fá að
vera viðstaddar yfirheyrslur og fylgja
konunni í læknisskoðun.
Svo höfunr við líka verið með sjálfs-
varnarnámskeið fyrir konur og ætlum
að halda því áfram. Þær sem hafa tekið
þátt í þessum námskeiðum hafa látið
vel af þeim og segja að þetta auki ekki
bara á færni þeirra til að verjast árás
heldur ekki síður á sjálfsöryggið.
Og loks eru það sjálfstyrkingarhóp-
arnir sem við erum að fara af stað með
núna. Þeir eru ætlaðir þeim konum
sem dvalið hafa í athvarfinu. Þetta
verða litlir hópar, 6-8 konur og leið-
beinandi. Við ætlum að fá fagmann-
eskjur til að koma þessum hópum af
stað. Síðar verða svo e.t. v. sameigin-
legir fræðslufundir fyrir hópana.
Purfwn að ná til karlanna
- Eitthvað að lokum?
Nú veit ég ekki hvort það er algengt
að karlmenn lesi þetta blað, en við
þurfum að ná til þeirra. Við þurfum að
ræða alvarlega við þá um þessi mál.
Það ofbeldi sem karlar beita á heim-
ilum er svo algengt hér á landi að það
er ekki hægt að líta á það sem
einkamál þessara fjölskyldna, þetta er
þjóðfélagslegt vandamál. Karlmenn
þurfa að sinna þessum málum, þeir
mega ekki horfa upp á vinnufélaga
sína og vini misþyrma konu og
börnum. Þeir þurfa líka að takast á við
þá ábyrgð sem felst í því að vet a félagi
og vinur og hjálpa þessum kyn-
bræðrum sínum út úr þeim ógöngum
sem þeir eru komnir í.
Karlmenn hafa unnið gott starf í
santbandi við áfengismál. Gætu ekki
þeir menn sem beita ofbeldi heima
hjá sér stofnað AO á sama grundvelli
og AA-samtökin og hjálpað hver
öðrum til að forðast að beita ofbeldi!
Konur mættu benda körlum á þetta
verkefni og hjálpa þeim við það.
Viðtal: Ásta Benediktsdóttir
51