19. júní


19. júní - 19.06.1986, Side 54

19. júní - 19.06.1986, Side 54
Tímamót í jafnréttisbaráttu á Islandi. Frá útifundinum á Lækjartorgi 24. október 1975 þar sem 25 þúsund manns söfnuðust saman. (Ljósm. Sigurjón Jóhannsson). Það var svolítið hráslaga- legt í Reykjavík, fimmtu- daginn 24. október síðast- liðinn, venjulegt haust- veður og svolítil úrkoma öðru hverju. Mér leist ekki alltof vel á útlitið og var hálfuggandi um það hvernig dagurinn yrði. í hugum margra íslend- inga hefur 24. október nefnilega orðið að nokkurs konar hátíðisdegi jafnrétt- ismála allt frá kvennafríinu árið 1975. Þetta var því ekki neinn venjulegur fimmtu- dagur, heldur 10 ára afmæli kvennafrísins og hápunktur lokaárs kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna. Mér varð hugsað til þessa dags fyrir 10 árum og undir- búningi hans. Arið 1975 var jafnréttisumræða síður en svo sjálfsögð. Flestar konur og margir karlar virtust að vísu orðin þeirrar skoðunar að stefna bæri að jöfnum rétti og tækifærum beggja kynja, en nokkuð oft var Tveir KYENNA- FRIDAGAR þó hnýtt aftan við að „það mætti bara ekki ganga of langt“. Andstæðingar jafn- réttis voru enn keikir og kokhraustir og sögðu mein- ingu sína upphátt. Það var því ef til vill nokkur dirfska að kveða upp úr með þá hugmynd að hvetja allar konur til að leggja niður vinnu hcilan dag og það var ekki laust við svolítinn beyg í sumurn okkar til að byrja með (að hugsa sér ef þetta mistækist nú). Reynt var að vanda vel til undirbúningsins. Hafa markvissa upplýsingagjöf um hvað stæði til og mynda net kvenna um alll land sem hefðu samband sín á ntilli og við konur í nágrenninu. Smám saman kom það í ljós að allur uggur var ástæðulaus. íslenskar konur áttuðu sig á styrk sínum og samstöðu og minntu á ógleymanlegan hátt á mikil- vægi sitt í atvinnulífi, skóla- haldi og heimilisstörfum. 54

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.