19. júní


19. júní - 19.06.1986, Page 76

19. júní - 19.06.1986, Page 76
sýningarskrána. Ég var meö geðillsku því ég hafði nýfrétt að vegna bygginga- framkvæmda við Alþýðubankann myndi hluta af þaki Nýlistasafnsins að líkindum verða svipt burt meðan á ljósmyndasýningunni stæði. Eitt af því sem ég er að vélrita er pistill um Vilborgu Einarsdóttur og kvöldið áður hafði hún sagst ætla að taka myndirnar fyrir ljósmyndasýninguna daginn eftir, undir Reynisfjalli. Til að dreifa huganum kveiki ég á útvarpinu og þá eru að hefjast fréttir. Þær hefjast svona: „í dag varð það slys að maður sem verið var að ljósmynda í fjörunni undir Reynisfjalli, rak til hafs..Þótt niðurstaðan yrði að þakið héldist á sýningunni og myndefni Vilborgar fyndist lifandi, rekið hálfa leið til Vest- mannaeyja, þá var ekki Ijóst að niður- staðan yrði sú í allmörg augnablik. Að horfa og/eða sjá Á ljósmyndasýningunni sýndu 21 kona svart-hvítar myndir og litljós- myndir. Flestar þeirra hafa öðlast persónulega myndsýn. Á sýningunni voru hefðbundnar myndir en einnig talsvert um tilraunir. Það er svo sára- sjaldgæft að konur taki upp á því að halda einkasýningar á ljósmyndum sínum að svona samsýning gefur okkur sem höfum áhuga á þessum miðli, tækifæri til að sjá hvað aðrar cru að gera, vítt og breitt. Það væri mjög spennandi að skoða einkasýningar hjá konum eins og Nönnu Búchert, Jóhönnu Ólafsdóttur eða Dönu Jóns- dóttur, þ.e. eldri kynslóðinni. Allar eru þær að gera athyglisverðar myndir. En það verður ekki síður forvitnilegt að skoða það sem þær yngstu eru að gera. Til dæmis sýnir Anna Svavarsdóttir athyglisverðar myndir á sýningu Ljósmyndarafélags- ins um þessar mundir - myndir sem eru um margt svipaðar myndröð hennar á sýningunni Augnabliki í myndsýn, en gerólíkar í tækni. Það verður líka mjög fróðlegt að fylgjast með þróuninni hjá Öldu Lóu Leifs- dóttur, en hún var einnig með góðar myndir á Augnabliki. Hún er nú í ljós- myndanámi við listaskóla í Berlín eftir að hafa lokið námi í ljósmyndun sent iðngrein hér heima. Einmitt! Það er betra að vita hve mikið Ijósmagn fer í gegnum linsurnar og þannig - en höfuðmáli skiptir hvernig augað sér, sem í gegnum linsuna horfir. Kjarvalsstaðasýningin Ég tók ekki þátt í að velja verk á Hér og nú sýninguna eins og ég gerði á ljósmyndasýninguna þannig að auð- vitað finnst mér sem valið á Hér og nú hefði mátt vera öðruvísi. Þetta var um margt mjög góð sýning og auðfundið að flestar sem þátt tóku í sýningunni höfðu lagt allan sinn metnað í verkin. Verkin voru flest málverk eða skúlp- túrar, í það minnsta voru fá verk sern flokka mátti undir leirlist, textíl, grafík eða glerlist. Svo sem ekki hægt að sýna allt, en sýningin hefði verið sterkari með konum eins og Ásgerði Búadóttur, Ragnheiði Jónsdóttur eða Rögnu Róbertsdóttur. Dómnefndin var bundin af því sem sent var til hennar og ég veit svo sem ekkert um það hverjar sendu sín verk og hverjar ekki. Þau verk sem höfðuðu sterkast til mín voru verk þeirra Huldu Hákonar- dóttur, Ástu Ólafsdóttur, Arngunnar Yrar Gylfadóttur og Bjargar Þor- steinsdóttur. Hulda býr til skúlptúra úr mjóum og löngum spýtum ásamt gifsi, litum ogfleiru og útkoman ersér- lega sjarmerandi heimur sem grund- vallast á persónulegu lífi hennar. Alveg eins og góð myndlist á auðvitað að vera. Ásta Ólafsdóttir var með ein- staklega gott vídíó-verk sem því ntiður fór framhjá flestum sýningargesta því það var sýnt á litlum skermi sem bar við bjartan himinn! Þar fór það. Arn- gunnur Ýr er enn í námi í borg heilags Fransiskusar af Assisi enda voru ntyndir hennar eitthvað svo dýrlings- lcgar. Eins konar nútíma íkon-mál- verk. Sumar myndanna voru fullmikið undir áhrifum l'rá einum hinna ítölsku málara sem nú kveður svo ramt að. En hvað um það - það er ágætt að verða fyrir áhrifum svo framarlega sem myndlistakonan býr yfir kjarna sem allt geri að hennar og slíkan sýnist mér Arngunnur Ýr hafa. Björg Þorsteins- dóttir sýndi þarna pappírsverk sem nutu sín stórkostlega vel í þessu rými. Það verður spennandi að fylgjast nreð því hvernig hún vinnur áfram með svona stórt format. Annars er það kolómögulegt að 76

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.