19. júní - 19.06.1986, Síða 83
BÆKUR • BÆKUR • BÆKUR • BÆKUR • BÆKUR
og saumaskap. í lokin eru tekin fyrir
kaup og kjör. Innan livers kafla ræður
tímaröð og umfjöllunin minnir stund-
um á litskyggnusýningu: dæmi og um-
sögn, annað dæmi og umsögn. Mið-
öldum eru gerð gagnmerk skil, sem og
lokum síðustu aldar og fyrstu ára-
tugum þessarar. Aldirnar á milli verða
dálítið útundan, ogerþað vísast vegna
heimilda sent mikið lil eru óprentaðar.
Anna gerir það vísvitandi að skrifa
ekki um árin eftir seinna stríð, það
yrði of mikið efni, segir hún, en stenst
þó ekki freistinguna að varpa fram
ýmsu sem byggja má á.
Skemmtileg aflestrar
Bókin er skemmtileg aflestrar og til-
gerðarlaus. Erfitt er aö láta sér leiðast
yfir henni, alltaf kemur eitthvað nýtt
og stööugt hlutir sem koma á óvart.
Auk efnis sem búast má við, eins og
dæmum um lægri laun kvenna en karla
og slæma vinnuaðstöðu kvenna, er að
finna dásamlegar svipmyndir um
kulda undir pilsum, um hárþvott og
um konur og kýr, að ógleymdri góðlát-
legri fyndni um leti og frekju karla og
skondnum athugasemdum um nútím-
ann. Nokkrar endurtekningar hér og
þar spilla engu. Það eina sem ég get
hugsað mér að finna að skipan efnis er
að samhengið í sögu kvenna kemur
ekki alveg nógu skýrt í ljós, einkum
umturnanin frá lokum síðustu aldar.
Á víð og dreif um bókina eru upplýs-
ingar um vélvæðingu, vatnslagnir og
hitaveitu, tæki og tól sem kornu til
sögunnar, en ég sakna þess dálítið að
breytingarnar eru hvergi teknar fyrir
á einum stað, í einu lagi.
Vinna kvenna er nálægt 500 blað-
síður að lengd, samt leynir það sér
ekki að Anna hefur ekki komið
nándar nærri öllu að sem henni lá á
hjarta og það er greinilegt að hún
hefur verið í stökustu vandræðum með
að stugga frá atriðum sem munaði í að
vera með. En úr þeim má gera aðrar
bækur og auðséð er að Anna ætlar
ekki að liggja á liði sínu. Hún hefur á
orði í formála að hún voni að henni
endist aldur til að koma fleiri á prent
um það sem hún nefnir svo fallega
„veröld kvenna“. Það vona ég líka og
er áreiðanlega ekki einn um það.
AF LÍFI0G SÁL
Lífssaga haráttukonu, ævisaga
Aðalhviðar lijarnfrvðsdóttiir.
Inga Huld Hákonardóttir skráði.
Útgvfandi: Vaka, 1985.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir varð
landsþekkt á einúm degi þegar hún
hélt eftirminnilega ræðu yfir tuttugu
og fimm þúsund konum á kvennafrí-
daginn 1975. Nokkrum mánuðum
síðar var hún kjörin formaður Sóknar
og allar götur síðan hefur hún komið
fram í fjölmiðlum í sambandi við störf
sín fyrir verkakvennafélagið og vegna
ýmissa þjóðþrifamála sem hún hefur
Ijáð lið. Af málflutningi hennar síð-
ustu ellefu árin mátti ráða að ævisaga
hennar yrði ckki neitt tilgerðarlegt
yfirklór. Og metsala bókarinnar Lífs-
saga baráttukonu um síðustu jól var
svo sannarlega að verðleikum.
Inga Huld Hákonardóttir skráir
sögu Aðalheiðar en hcldur sjálfri sér
algerlega utan hennar; Aðalheiður
segir söguna í fyrstu persónu. Þær
stöllur byrja á byrjuninni, uppvexti
Aðalheiðar í Meðallandinu. Það er
ekki ofmælt þegar Aðalheiður segir að
þegar hún fæddist 1921 hafi lífið f
íslenskum sveitum lítiö breyst frá því
á landnámsöld. Að auki höfðu bændur
orðið fyrir þungurn búsifjum af
völdum Kötlugoss 1918 og fátæktin á
Grein: Solveig K. Jónsdóttir
bernskuheimili Aðalheiðar var átakan-
leg. Samt er hlýlegur blær yfir frásögn
Aðalheiðar eins og sést á lýsingu á
jólahaldinu: „Fljótlega tók ég að mér
að þvo yngstu systkinunum upp úr
bala. Allir urðu að vera hreinir. Eng-
inn ntöglaði. En tvennt er mér minnis-
stætt í sambandi við þetta. Hvað þau
voru eitthvað rýr og umkomulaus í
baðinu, og hvað mér fannst þau falleg,
þegar þau voru komin í hreint og sátu
kyrrlát og eftirvæntingarfull og biðu
jólanna" (35).
/ sálarháska
Þannig finnst mér Aðalheiður að
nokkru afsanna þá kenningu sína að
„Sá sem lengi þarf að búa við kröpp
kjör bíður alltaf tjón á sálu sinni,“ (46)
að minnsta kosti hefur henni tekist
betur en flestum að varðveita gott
hjartalag og rækta með sér réttsýni.
En vissulega mátti Aðalheiður ýmis-
legt þola fyrir fátæktina, fleira en
tóman maga og klæðleysi þegar bjarg-
arleysið var mest. Að þiggja af sveit
var ólýsanleg niðurlæging og það
fengu Bjarnfreðskrakkarnir að heyra.
83