19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 85

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 85
 BÆKUR• 1 BÆKUR * BÆKUR * BÆKUR. BÆKUR B OKAFRETTIR Bókaforlagið Bríet Bríet heitir kvennabókaforlag sem stofnaö var á síðastliðnu ári af Guðrúnu Jónsdóttur og Sigurbjörgu Aðalsteinsdóttur. Forlagið hyggst gefa út rit sem fjalla um líf og sögu kvenna bæöi frumsamin og jrýdd, en þósérstaklega þau sem beina sjónum að lífi, stööu og lífsviðhorfum íslenskra kvenna, hvort heldur eru fræðirit eða skáldverk. Það er Ijóst að slík útgáfa hefur átt erl'itt uppdráttar á undanförnum árum og er það von þeirra sem að forlaginu standa að stofnun kvennaforlaga muni bæta þar nokkuð úr. Fyrir jólin komu út fyrstu bækurnar frá forlaginu. Reyndu það bara er viðtalsbók skráð af Kristínu Bjarna- dóttur. Kristín ræðir þar við sjö konur á mismunandi aldri. Allar eiga þær það sameiginlegt að vinna störf sem hingað til hafa talist karlastörf. Bókin er 102 blaðsíður að lengd. Hin bókin heitir Dídí og Púspa. Hér er um að ræða barna- og unglingabók eftir danska rithöfundinn Marie Thöger, í þýðingu Ólafs Thorlacius. Dídí og Púspa fjallar um tvær stúlkur sem búa í Himalajafjöllum, líf þeirra og vinnu, og er spennandi cn þó einlæg og trúverðug lýsing á lífi barna og kvenna í þessum hluta þriðja heimsins. Þessi bók er kilja, 91 blaðsíða að lengd. Úr ævi og starfi íslenskra kvenna í mars sl. kom út annað bindi í safnritinu Úr œvi og starfi íslenskra kvenna eftir Björgu Einarsdóttur. Eins og fyrsta bindið, sem konr út 1984, er bókin byggð á samnefndum útvarpserindum Bjargar er flutt voru í útvarpi tvo síðast- liöna vetur og nutu hylli áheyrenda. í þessu bindi eru 17 frásöguþættir þar sem sagt er frá 24 konum; sú elsta er fædd 1812, en hin yngsta fædd 1896 og lifði til ársins 1981. Hér segir einkum frá konum er gerðust brautryðjendur á einhverjum sviðum, t. d. í blaðamennsku og ritstörfum, höfðu forgöngu í tónlistarkennslu eða nýjum iðngreinum, beittu sér á sviði umhverfis- og náttúruvernd- ar, á alþingi eða á sviði jafnréttismála, svo að dæmi séu nefnd. Bókin er rúmar 400 bls. að lengd og gefin út hjá bókafor- laginu Bókrúnu hf., sem stofnað var síðla árs 1984 af fimm framtakssömum konum. Þær gáfu einnig út almanaksbók fyrir síðustu jól, sem heitir Minnisbók Bókrúnar. Þeirri bók ritstýrði Valgeröur Kristjánsdóttir og hefur hún tínt saman stutta fróðleiksmola um konur og sögu þeirra við hvern dag ársins, og er bókin því skemmtilega ólík öðrum dagbókum á íslenskum bókamarkaði. Grein: Sigríður Erlendsdóttir Konur, hvað itú? Staða íslenskra kvenna í kjölfar kvennaárs og kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna 1975-1985. Rit- stjóri Jónína Margrct Guðnadóttir. Útg. '85-ncfndin, sanistarfsncfnd í lok kvenna- áratugar S.l>. og Jafnrcttisráó. Kcykjavík 1985. 303 bls. Myndir og töflur. Rit það, seni hér er til umfjöllunar, Kon- ur hvað nú? er úttekt á stöðu kvenna á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Jafnframt er reynt að svara því, hvort kvennaárið og kvennaáratugurinn í heild hafi skilað árangri í að jafna stöðu kvenna og karla. ’85-nefndin og Jafnréttisráð eru útgef- endur ritsins, en ritstjóri er Jónína Margrét Gagnmerkt HEIMILDARIT Guðnadóttir cand.mag. Útgáfan cr styrkt af Vísindasjóði, en hún er fyrst og fremst kostuð af áskrifendum. Veröi hagnaður af bókinni rennur hann óskiptur til kaupa á færanlegu leitartæki fyrir brjóstkrabba- mein á vegum Krabbameinsfélags íslands. Auk formála, sem ritstjóri skrifar, eru í bókinni fjórtán greinar eftir jafnmargar konur, sem allar eru sérfræðingar á sínu sviði og margar vel þekktar af störlum sínum. Þrjár höfunda eru fæddar á fjórða áratug, hinar á fimmta og sjötta áratug og sú yngsta er fædd 1960. Að baki margra greinanna liggja umfangsmiklar rann- sóknir og enginn vegur aö fjalla um þær að nokkru marki í stuttri umfjöllun. Þær cru misjafnar að lengd, frá fimm upp í fjörutíu blaðsíður. Bókin gerir kröfur til lesandans, sem sést best á því að um 100 töflur er þar að finna scm hafa að geyma mikinn fróð- leik og ættu að vera gagnlegar og nýtast vel öllum sem með einum eða öðrum hætti láta sig málefni kvenna einhverju varða. Eftir formála er æviágrip höfunda og aftan við meginmál er samantekt á ensku eftir rit- stjórann. Myndir af listaverkum eftir íslenskar listakonur prýða bókina og gefa henni sérstakt gildi. Ritstjórinn Jónína Margrét Guðnadóttir cand.mag. skrifar fyrstu greinina: Kvennaár og kvennaáratugur 1975-1985. Sögulegt yfirlit. Þar gerir höfundur grein fyrir tildrögum þess að áratugur var tileink- aður konum og baráttunni fyrir bættri stöðu þeirra, helstu viðburðum sem tengj- ast kvennaári og áratugi innan lands og utan. Höfundur greinir frá þætti kvenna- hreyfinga hér á landi á tímabilinu og metur 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.