Sólskin - 01.07.1953, Page 7

Sólskin - 01.07.1953, Page 7
>,Heyrðu, eigum við að koma í síðasta leik? Við erum aleinir í stofunni. Allir hinir sofa.“ ltJá, það skulum við gera,“ sagði litli rauði hnykillinn, „en eigum við ekki að fó blóa hnykilinn með okkur líka.“ Litli rauði hnykillinn hnippti í bláa hnykilinn og spurði, hvort hann vildi koma í síðasta leik með þeim. Blái hnykillinn vildi það gjarna. „En eigum við þá ekki að fá grœna hnykil- inn með okkur líka?“ sagði blái hnykillinn. En grœni hnykillinn sást hvergi. Þó var hann vanur að sofa á hverri nóttu í miðri sauma- körfunni hjá stóra gula hnyklinum, litla rauða hnyklinum og bláa hnyklinum. En nú var grœni hnykillinn horfinn úr körfunni. „Grœni hnykill, grœni hnykill, hvar ertu?“ hrópaði stóri guli hnykillinn. „Hérna“, svaraði grœni hnykillinn neðan frá gólfi. Heldurðu ekki, að grœni hnykillinn hafi þá oltið út úr körfunni hennar mömmu og dottið á gólfið, á meðan hann svaf! „Viltu koma í síðasta leik með okkur?“ spurði blái hnykillinn. 5

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.