Sólskin - 01.07.1953, Side 10

Sólskin - 01.07.1953, Side 10
ana og renndu sér yfir píanóið. Svarta kisa þeyftist á eftir þeim. En þegar allir hnyklarnir renndu sér hver á fœtur öðrum yfir nóturnar á píanóinu, vaknaði litli guli kanarífuglinn líka. „Hvað er hér á seyði?“ tísti litli guli kanan- fuglinn. „Við erum í síðasta leik,“ svaraði stóri guli hnykillinn, litli rauði hnykillinn, blái hnykillinn og grœni hnykillinn, og svo þeyttust þeir áfram á harða spretti um allt gólfið, undir borð og milli stólfóta, og svarta kisa þaut á efir þeim. Eftir dálitla stund voru stóri guli hnykillinn, litli rauði hnykillinn og grœni hnykillinn orðnir þreyttir á leiknum. Þeir sögðu svörtu kisu, að þeir œtluðu að fara aftur að sofa. Og svo þreyttir voru þeir, að þeir höfðu ekki þrek til þess að komast aftur upp í saumakörfuna hennar mömmu. Þeir sofnuðu því þar, sem þeir voru niður komnir: Stóri guli hnykillinn í horninu hjá ofninum, litli rauði hnykillinn lengst undir píanóinu, blái hnykillinn undir borði og grœni hnykillinn á miðju gólfi við hliðina á svörtu kisu. Þegar mamma kom inn í stofuna morgun- inn eftir og sá stóra gula hnykilinn við ofninn, 8

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.