Sólskin - 01.07.1953, Síða 28
„Við skulum láta sem svo sé“, sagði Kan-
inka, „og vita, hvað verður úr því‘‘.
„Ég hef skilaboð til þín“.
„Ég skal skila því til Kaninku“.
„Við eigum öll að fara í rannsókkaveiðangur
með Jakob“.
„Hvernig er farið í hann?“
„Ég held, að það sé einhvers konar bátur“,
sagði Bangsímon.
„Einmitt“.
„Við eigum að finna Norðurpólinn og eitt-
hvað svoleiðis, og við eigum að taka með
okkur eitthvað til að borða. Nú fer ég til
Grislingsins. Vilt þú ekki koma skilaboðunum
til Kengúru?11
Svo hljóp hann allt hvað af tók heim til
Grislingsins.
Grislingurinn sat fyrir utan húsið sitt og var
að blása af fífukollum og velti því fyrir sér,
hvers hann œtti að óska sér, ef hann gœti
blásið allan hvíta dúninn af í einu. Og þá sá
hann, hvar Bangsímon kom á harðaspretti.
„Grislingur, nú skal ég segja þér nokkuð“,
sagði Bangsímon. „Við eigum öll að fara í
rannsókkaveiðangur, og við eigum að taka
26