Sólskin - 01.07.1953, Page 48
hœli, kvaddi og var horfinn, óður en Ragnar
hafði áttað sig fyllilega.
Hann stóð kyrr og horfði á eftir henni. Svo
hraðaði hann sér niður götuna að húsi Álfs og
barði að dyrum.
Álfur kom til dyra. Angandi steikarlyktin
kom á móti Ragnari.
„Nei, ert það þú“, sagði Álfur um leið og
hann skotraði augunum feimnislega í kringum
sig. Það mátti lesa afsökun úr augunum.
„Gerðu svo vel og komdu inn. Ég verð ekki
lengi. Pabbi kemur bráðum heim. Ég verð að
hafa matinn til. Það tekur ekki langan tíma“.
Ragnar gekk inn. Steikin snarkaði á pönn-
unni. Lyktin angaði um allt húsið.
„Álfur", sagði Ragnar. „Ég þarf nú að fara
aftur. Ég kom bara til þess að spyrja þig, hvort
þú vildir vera í marki hjá okkur, þegar við
keppum við Vesturbœjarskólann í nœstu viku.
Þú veizt, að Kjartan er veikur11.
Álfur var allur með hugann við að velta
fiskstykkjunum við á pönnunni. Hann svaraði
því ekki alveg strax. En svo sneri hann sér að
Ragnari og sagði brosandi:
„Ætli maður reyni það ekki“.
46