Sólskin - 01.07.1953, Page 58
vélarnar smám saman að ryðja sér til rúms
og var það til þess, að mjög dró úr allri hand-
iðn. Skömmu eftir aldamótin kom gufuvélin til
sögunnar, og nokkru síðar rafmagnið, spuna-
vélin, málmbrœðsluofnar, o. m. fl., og þar
með hefst saga stóriðjunnar í heiminum. Um
sama leyti verður gjörbreyting á samgöngu-
tœkjum, er gufuskipið og járnbrautin voru tekin
í notkun. Síðan hefur hver uppfinningin og
uppgötvunin rekið aðra, svo að erfitt er að
koma tölu á þœr allar.
Hér á eftir eru taldar upp nokkrar merkustu
uppfinningar og uppgötvanir, sem menn
þekkja:
Almanaksárift’ (þ. e. a. s. árið = 365
dagar, Egyptaland) ................ 4241 f. Kr.
Vefstóll ............................ 3500 - -
Merkjaletur í stað myndleturs (Kína) 3000 - -
Vagnar (Egyptaland og Assyria) .... 2000 - —
Glergerð (Egyptaland) ............... 1800 -
Bókstafaskrift (Fönikía) ............ 1200 - —
Áttavitinn (Kína) ................... 1160 - —
Landakort (Egyptaland) .............. 1100 - —
Silkiormurinn (Kína) ................. 350 - —
Bómull (Indland) ..................... 200 - —
Sápa (Kína)........................... 200 - -
56