Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 21.12.2010, Qupperneq 18
 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Öflugur sími frá Nokia sem hefur allt. Farsíminn er með 12 megapixla mynda- vél þar sem þú getur t.d. tekið upp HD myndskeið og tengt við HDMI tengi í sjónvarpinu. Einn besti myndavéla- síminn á markaðnum í dag. Einkar öflugur netsími og leikjatölva ásamt því að bjóða upp á fullkomið Ovi Maps GPS leiðsögukerfi. Nokia N8 0 kr. útborgun og 7.499 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 89.990 kr. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast Við afborgunarverð á farsímum bætist 250 kr. greiðslugjald á mánuði. Síðasti einræðisherra Evrópu tryggði sér völdin í Hvíta-Rússlandi fjórða kjörtímabilið í röð með kosningasigri, sem fáir telja þó marktækan. Sjö mótframbjóðendur forset- ans voru handteknir ásamt hundruðum mótmælenda. „Lögleysa, einræði – hvað annað er hægt að kalla þetta,“ segir Natalia Pohodnja, móðir í Hvíta- Rússlandi, sem beið fyrir utan fangelsið í Minsk, þar sem sonur hennar var í haldi. „Það er verið að berja börnin okkar.“ Sonurinn hafði verið viðstadd- ur mótmæli sem stjórnarandstað- an efndi til að kvöldi kjördags í Minsk, þegar Alexander Lúka- sjenkó forseti hafði tryggt sér völdin fjórða kjörtímabilið í röð. Tugir þúsunda tóku þátt í mót- mælunum gegn kosningasvindli og voru hundruð þeirra handtek- in, þar á meðal sjö þeirra sem buðu sig fram til forsetaembættis- ins gegn Lúkasjenkó. Anatólí Kúl- esjov, talsmaður innanríkisráðu- neytis landsins, segir að þeir sem skipulögðu þessar „fjöldatruflan- ir“ geti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Flytja þurfti einn mótframbjóð- endanna, Vladimír Nekljajev, á sjúkrahús, en aðstoðar maður hans segir að stuttu síðar hafi sjö borgaralega klæddir menn komið á sjúkrahúsið, vafið utan um hann teppi og flutt burt meðan eigin- kona hans mótmælti hástöfum þessari meðferð. Opinber niðurstaða bráðabirgða- talningar atkvæða var sú að Lúka- sjenkó hefði hlotið nær 80 prósent atkvæða. Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu, ÖSE, sagði hins vegar talningu atkvæða verulega ábótavant í helmingi kjördæma, þannig að kosningaúrslitin teldust vart marktæk. Stofnunin fylgdist með framkvæmd kosninganna. ÖSE fordæmdi sömuleiðis ofbeldi lögreglunnar þegar hún dreifði mannfjöldanum sem tók þátt í mótmælafundinum á sunnu- dagskvöld. Leiðtogar Bandaríkjanna og margra Evrópuríkja fordæmdu Lúkasjenkó einnig fyrir það ofbeldi sem mótframbjóðendur hans og stuðningsmenn þeirra urðu fyrir að kvöldi kjördags. Alexander Lúkasjenkó er 56 ára og hefur verið forseti Hvíta- Rússlands í sextán ár. Þetta er í þriðja sinn sem Lúkasjenkó efnir til forsetakosninga eftir að hann tók við völdum fyrir sextán árum. Í bæði fyrri skiptin hlaut hann vel yfir 80 prósent atkvæða og í bæði skiptin, rétt eins og nú, var hann harðlega gagnrýndur fyrir að hagræða úrslitunum sér í hag. „Með þessum kosningum tókst ekki að færa Hvíta-Rússlandi það nýja upphaf, sem þurft hefði,“ hafði fréttastofan AP eftir Tony Loyd, einum yfirmanna kosn- ingaeftirlits ÖSE í Hvíta-Rúss- landi. „Talningin var ógegnsæ. Íbúar Hvíta-Rússlands eiga betra skilið og ég reikna með því að nú geri stjórnin grein fyrir handtök- um forsetaframbjóðenda, frétta- manna og baráttufólks fyrir mannréttindum.“ FRÉTTASKÝRING: Kosningar í Hvíta-Rússlandi Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Lúkasjenkó sakaður um kosningasvindl ALEXANDER LÚKASJENKÓ Forseti Hvíta- Rússland heldur fast um stjórnartaumana. NORDICPHOTOS/AFP VIÐ FANGELSISMÚRANA Ættingjar og vinir reyndu að fá fréttir af hinum handteknu í gær. NORDICPHOTOS/AFP Hvíta-Rússland er landlukt ríki milli Rússlands, Úkraínu, Póllands, Litháens og Lettlands. Íbúar landsins eru nærri tíu milljónir, en að flatarmáli er það tvisvar sinnum stærra en Ísland, um 207 þúsund ferkílómetrar. Hvíta-Rússland tilheyrði fyrr á öldum meðal annars furstadæmi Litháens og síðar rússneska keisaraveldinu, en varð sjálfstætt ríki um stutt skeið fyrstu árin eftir fyrri heimsstyrjöldina. Milli stríða tilheyrði vesturhlutinn Póllandi en austur hlutinn Sovétríkjunum. Með samningi Stalíns og Hitlers sumarið 1939 náðu Sovétmenn vesturhlutanum einnig undir sig og höfðu þar með allt Hvíta-Rússland á sínu valdi þar til Sovétríkin hrundu árið 1991. Síðan þá hefur Hvíta-Rússland verið sjálfstætt ríki, en fyrstu forseta- kosningarnar voru þó ekki haldnar fyrr en 1994. Fram að því var Stanislau Sjúskevitsj forseti landsins og vann að róttækum markaðsumbætum að hætti Boris Jeltsín, forseta Rússlands. Eftir að Lúkasjenkó tók við hægði á markaðsumbótum og hafa stuðningsmenn forsetans talið honum til tekna að hafa komið í veg fyrir að Hvít-Rússar yrðu fórnarlömb þess sama umróts í efnahagsmálum og Rússar þurftu að ganga í gegnum. Lúkasjenkó átti engu að síður gott samstarf við Jeltsín, en eftir að Vladimír Pútín varð forseti Rússlands árið 2000 versnuðu samskipti ríkjanna nokkuð. Hvít-Rússar eru háðir Rússum um hráefnisinnflutning og orku og fengu þessar nauðsynjar lengi vel á sérkjörum, en Pútín hefur reynt að fá þá til að greiða sama verð fyrir þær og aðrar þjóðir greiða. Lúkasjenkó hefur þess í stað reynt að komast í náðina hjá Vesturlöndum, en með takmörkuðum árangri. Þær tilraunir gaf hann þó upp á bátinn í bili nú fyrir fáum vikum þegar Rússar samþykktu að fella niður tolla á olíu sem Hvít-Rússar kaupa. PÓ LL AN D ÚKRAÍNA LITHÁEN LETTLAND RÚSSLAND H V Í TA - R Ú SS L A N D 50 km Minsk Polatsk Vitebsk Orsha Mahiljov Bobruisk Gomel Matsíj PinskBrest Baranavitsí Hrodna © GRAPHIC NEWS Hvíta-Rússland
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.