Fréttablaðið - 21.12.2010, Síða 30
21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Fyrir nokkru skrifaði ég grein hér í Fréttablaðið um offram-
leiðslu lambakjöts og greiðslu
íslenskra skattgreiðenda með
útflutningi á þeirri offramleiðslu.
Föstudaginn 17. des. svarar for-
maður Landssamtaka sauðfjár-
bænda, Sindri Sigurgeirsson,
þessari grein minni og þakka ég
honum fyrir það. Hann heldur því
hins vegar fram að gagnrýni mín
eigi ekki lengur við, ég sé að gagn-
rýna stuðningskerfi sem hafi verið
við lýði fyrir 50 árum en nú sé öllu
breytt. Lítum því á nokkrar stað-
reyndir málsins.
Engin þjóð í heiminum styður eins
mikið við sinn landbúnað og Íslend-
ingar. Við erum á toppi OECD-landa
hvað það snertir. Fyrir utan óbeinan
stuðning, s.s. tollvernd, námu bein-
ar greiðslur úr ríkissjóði til land-
búnaðarins á þessu ári rúmum 10
milljörðum króna.
Þar af fékk sauðfjárræktin 3,1
milljarð. Sá styrkur er að mestu
greiddur sem beingreiðslur til
bænda fyrir hvert framleitt kg
af kjöti. Enginn greinarmunur er
gerður á því hvort kjötið fer til inn-
anlandsneyslu eða útflutnings, eða
eins og fram kemur í grein Sindra
„... að ef framleiðslan eykst, þá
dreifast fjármunirnir einfaldlega
meira og stuðningurinn lækkar á
hvert framleitt kíló“.
Heildarframleiðsla á árinu 2009
nam 8.841 tonnum . Ef farið er inn
á heimasíður sauðfjárbænda má
fá þær upplýsingar að
3% aukning hafi orðið
í heildarframleiðslu
frá fyrra ári og að 36%
framleiðslunnar fari til
útflutnings. Það þýðir í
reynd að 36% af beinum
stuðningi íslenskra skatt-
greiðenda fara til „niður-
greiðslu“ á lambakjöti til
erlendra neytenda, sem
er í krónum talið rúmar
1100 milljónir.
Þetta eru ekki 20, hvað
þá 50 ára gamlar tölur
heldur veruleiki dagsins
í dag. Mér er vel kunn-
ugt um þær breytingar
sem gerðar hafa verið á
stuðningskerfi landbún-
aðarins í gegn um árin.
Formlegar útflutnings-
bætur voru að sönnu
lagðar niður 1992 eins
og Sindri bendir á. Beinn stuðn-
ingur úr ríkissjóði við landbúnað
hefur verið hugsaður til að brúa
bilið á milli raunverulegs fram-
leiðslukostnaðar (með teknu tilliti
til sanngjarnra launa til bænda) og
þess verðs sem markaðurinn hverju
sinni gefur. Þetta hefur að hluta
verið réttlætt á þeim grundvelli
að neytendur væru í raun „að taka
peninga úr vinstri vasa og setja
yfir í þann hægri“, ef ekki kæmi
til stuðningurinn þyrftu menn að
greiða fullan framleiðslukostnað
og þar með hærra vöruverð.
Þetta horfir öðru vísi við þegar
farið er að greiða í stór-
um stíl niður útflutn-
ing, ég kalla það útflutn-
ingsbætur. Mér sýnist
á tölum Sindra að þær
nemi nálægt helming af
tekjunum af útflutningn-
um.
Nú skal það tekið fram
að mér er vel til bænda-
stéttarinnar og á þar
góða vini. Þar er mikið
af fjölfróðu fólki, þó þar
sé, sem annars staðar,
misjafn sauður í mörgu
fé. Ég geri mér líka grein
fyrir þeim vanda fyrir
mörg sveitarfélög sem
fylgir þeirri byggðarösk-
un sem fækkun í bænda-
stétt þýðir. Hins vegar
hefur orðið mikil fram-
leiðniaukning í landbún-
aði og mun gera það í
vaxandi mæli. Á sama tíma verð-
um við að gera okkur grein fyrir
þeim miklu breytingum sem orðið
hafa á neysluvenjum þjóðarinnar.
Það þarf því að breyta stuðnings-
kerfinu í græna styrki og draga úr
framleiðslu. Svo óska ég íslenskum
sauðfjárbændum árs og friðar og
vona að þeir hafi átt gleðileg jól.
Engin þjóð
í heiminum
styður eins
mikið við
sinn land-
búnað og
Íslendingar.
Við erum á
toppi OECD-
landa hvað
það snertir.
Í lögum nr. 87 frá 2008 um menntun og ráðningu kennara
og skólastjórnenda við leikskóla,
grunnskóla og framhaldsskóla er
kveðið á um að 2/3 hlutar stöðu-
gilda við kennslu, umönnun og
uppeldi barna í hverjum leikskóla
teljist til stöðugilda leikskóla-
kennara. Því fer fjarri að þessu
markmiði laganna sé náð hjá leik-
skólum Reykjavíkurborgar.
Ef gluggað er í skýrslu Hag-
stofu Íslands um starfsfólk í leik-
skólum 2009 kemur í ljós að hlut-
fallslega flestir leikskólakennarar
af starfsmönnum við uppeldi og
menntun starfa á Norðurlandi
eystra eða 49%. Næst hæst er
þetta hlutfall á Vesturlandi eða
40%. Í Reykjavík er þetta hlut-
fall 31% en 35% í hinum sveitar-
félögum höfuðborgar svæðisins.
Reykjavík er því á botninum hvað
varðar hlutfall leikskólakennara
við uppeldi og menntun yngstu
borgaranna.
Borgarráð setti fyrir nokkru
á laggirnar starfshóp sem heitir
því mjög svo lýsandi nafni „starfs-
hópur um greiningu tækifæra
til samrekstrar og/eða samein-
ingar leikskóla, grunnskóla og
frístundaheimila“. Þessi ágæti
starfshópur hefur að leiðarljósi
þá hugmynd að með sameiningu
skóla megi ná fram umtalsverðri
hagræðingu. Á mannamáli þýðir
þetta sparnað með því að lækka
laun hjá hópi kvenna enda lík-
lega óverjandi að það séu starf-
andi konur hjá Reykjavíkurborg
sem nái meðallaunum. Starfs-
hópurinn gerir því einnig skóna
að fag legur ávinningur fylgi sam-
einingu. Þetta þýðir að gert sé ráð
fyrir að færri leikskólakennarar
tákni betra starf í leikskólunum.
Reykjavíkurborg rekur 80 leik-
skóla sem stjórnað er af 80 leik-
skólastjórum sem allt eru konur.
Aðstoðarleikskólastjórar eru jafn-
margir en í þeirra hópi eru tveir
karlar. Stjórnendur leikskólanna
eru allir með leikskólakennara-
menntun og afar margir með
framhaldsmenntun. Þessir stjórn-
endur, 158 konur og 2 karlar, mega
gera ráð fyrir að fá uppsagnarbréf
í hendur innan tíðar.
Þrátt fyrir viðvarandi skort á
leikskólakennurum í Reykjavík
þykir stjórnendum leikskóla-
mála Borgarinnar það vel koma
til greina að fækka í hópnum. Það
kann að vera að einhverjir þeirra
sem fá uppsagnarbréf kjósi að
sækja um starf hjá Reykjavíkur-
borg en höfuðborgarsvæðið er
eitt atvinnusvæði og víðast er
skortur á leikskólakennurum eins
og skýrsla Hagstofunnar vitnar
um. Færa má fyrir því rök að lág
laun leikskólakennara séu helsti
þröskuldur þess að mögulegt sé
að uppfylla lagalega skyldu varð-
andi hlutfall leikskólakennara við
uppeldi og menntun í leikskólum.
Pólitískt kjörnir fulltrúar eru
í lykilhlutverki við að ná mark-
miði laganna.
Títt nefndur starfshópur
er ekki eini starfshópurinn á
vegum borgarinnar. Annar slík-
ur nefnist „starfshópur til að
útrýma kynbundnum launamun
hjá Reykjavíkurborg“ og hygg-
ur sá á landvinninga í jafnréttis-
málum. Markmið hópsins er að
útrýma kynbundnum launamun
hjá Reykjavíkurborg sem er,
samkvæmt upplýsingum starfs-
hópsins, umtalsverður. Hjá
Reykjavíkurborg eru konur að
meðaltali með 98% af dagvinnu-
launum karla þegar miðað er við
starfsmenn í fullu starfi. Hins
vegar eru konurnar að meðal-
tali með 87% af heildarlaunum
karla miðað við sömu forsendur.
Munurinn á dagvinnuhlutfalli
og heildarlaunahlutfalli felst í
yfirvinnugreiðslum og aksturs-
greiðslum enda hafa konur aðeins
53% af yfirvinnu karla og 37% af
akstursgreiðslu þeirra. Hér rekst
því hvað á annars horn. Annar
hópurinn hefur það markmið
að útrýma kynbundnum launa-
mun en hinn vill losa sig við hóp
kvenna sem nær meðallaunum og
auka þannig á kynbundinn launa-
mun.
Baráttu leikskólakennara mun
víst seint ljúka á meðan ráða-
menn telja það vænlegan kost
að fækka í þeirra röðum í trássi
við landslög. Leikskólakennar-
ar mennta sig til að starfa með
ungum börnum og í þeirra þágu.
Þeir sækja sér þessa menntun
því þeir hafa áhuga fyrir ein-
mitt þessu starfi ella hefðu þeir
lært landafræði, guðfræði eða
hárgreiðslu. Þegar Fósturskóli
Íslands sameinaðist Kennara-
háskólanum og námið formlega
komið á háskólastig sagði við mig
gamall bóndi: „Hvaða þörf er nú
á þessu, það eru svo margir sem
eiga erfitt með að læra en eiga
gott með að umgangast börn.“ Er
það ef til vill þetta sjónarmið sem
við erum að kljást við í dag?
Er það faglegur ávinningur að
fækka leikskólakennurum?
Leikskólar
Ragnheiður
Halldórsdóttir
leikskólastjóri
Enn um offramleiðslu lambakjöts
Landbúnaður
Kristján E.
Guðmundsson
félagsfræðingur og
framhaldsskólakennari
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari
leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn
er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.
Reykjavík er því á botninum hvað varðar
hlutfall leikskólakennara við uppeldi og
menntun yngstu borgaranna.