Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 3
—67— félagsins Jón A. Blöndal var og kominn til þings.—Tala þing- manna þannig alls 38. Eins og á undanförnum þingum rituSu þingmenn allir undir þessa yfirlýsing: „Vér undirritaðir, prestar og kirkjuþingsmenn, endrtökum hérmeð liina lútersku játning safnaða vorra, er vér sem með- limir hinnar lútersku kirkju höfum áðr gjört, og skuldbindum oss hátíðlega til þess að starfa á þessu kirkjuþingi og heima í söfnuðum vorum að þeim málum, sem hér verða samþykkt, sam- lcvæmt grundvallarlögum kirkjufélagsins og tilgangi þeirra.“ Arsslcýrsla forseta var þar næst lesin upp og lögð fyrir þingið þannig hljóðandi: Hin ytri ummerki kirkjufélagsins liafa ekki neitt breytzt frá því í fyrra. Söfnuðirnir, sem þá töldust því tilbeyrandi, voru 24 og prest- arnir 7; og þetta hvorttveggja er nii eins; sömu söfnuðir og sömu prestar. Eftir því, sem grundvallarlögum félagsins var breytt á þing- inu í fyrra, getr nú ekki lieldr neinn nýr söfnuðr gengið inn á milli þinga. En tveir nýir söfnuðir hafa þö myndazt á árinu með þeirri hugsan, að tengjast oss félagslega. Annar þeirra er Melanktonssöfnuðr, er svo nefnist, í Islendingabyggðinni við Mouse Itiver í Norðr- Dakota, en hinn er Jóhannessöfnuðr í Pipestone-byggð í Manitoba. Hinn fyrr nefndi þeirra sœkir um inngöngu í kirkjufélagið á þessu þingi. Hinn hefir samþykkt safn.laga-frumvarp kirkjufélagsins, en hefir þö ekki látið verða af því að sœkja um inngöngu. Að því, er til prestanna lcemr, þá hefir séra N. Steingrímr Þorláksson því miðr ekld enn nema að litlu leyti átt þess kost, að verja kröftum sínum í kirkjuféiagsins þjónustu, með því aðalverk hans er eins og áðr meðal norsk-lúterskra safnaða í Park River, N.-D., og þar í nágrenninu. Hinir prestarnir hafa þjönað sömu Söfnuðum eins og í fyrra. En einn þeirra, séra Jönas A. Sigurðsson, skrifari félagsins, er þö nú fjarver- andi, því í lok Maímánaðar lagði hann á stað í ferð til Islands og er ekki væntanlegr til vor aftr úr þeirri ferð fyrr en seint í haust. Eins og yðr öllum mun kunnugt hefir séra Jönas unnið verk sitt með mjög miklu kappi og dugnaði, en heilsa hans ekki vel sterk. Og er það ösk mín ogvon, að hann styrkist á heilsunni við ferð þessa og- að vér þannig grœðum á burtveru hans bæði að þessu leyti og öðru. Af tölu safnaðanna og prestanna í kirkjufélaginu verðr naumast ráðið, að vér höfum neitt til muna fœrt oss út síðan í fyrra. Og það höfum vér þó vafalaust gjört. Til þess fœri eg það einkum, að kirkjufélagið hefir á þessu ári liaft meiri missiönar-starfsemi en nokkru sinni áðr. Enda liggja aðalframkvæmdir félagsins á árinu í þeirri átt. Séra Jónas A. Sigurðsson hefir farið tvær slíkar ferðir til Mouse River-byggðarinnar, sem áðr er nefnd, aðra í Júlímánuði

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.