Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 12
Runólfr Runólfsson í fyrra fór þaðan burt til Sayreville í New Jersey, þar sem hann síSan hefir þjónað dálitlum íslenzkum söfnuði. Séra Runólfr heyrir nú til Ministerium of Pennsyl- vania, elztu deild General Council-félagsins. Missíónar-málinu var eftir nokkrar umrœður vísað til fimm manna nefndar, og voru í þá nefnd kvadair: séra Björn B. Jóns- son, Runólfr Marteinsson, Gísli Egilsson, Guðjón Ingimunds- son og Bjarni Marteinsson. 5. fundr, sama dag, kl. 2.15—6 e. m. Innganga Melanlctonssafnaffar í kirkjufélagið. Nefndin í því máli iagði fram álit sitt, svo hljóðanda : Herra forseti! Nefndin, sem þér settuð til að 'yfirfara safnaðarlög ,,Melanktons- safnaðar" í Ely, N.-Dak., og íliuga umsókn hans um inngöngu í kirkju- félagið, leyfir sér að leggja fram álit sitt um þetta efni þannig : Þrátt fyrir að safnaðariög Melanktonssafnaðar eru ekki í sam- rœmi við safnaðarlög annarra safnaða í kirkjufélagi voru í einu atriði, þá ráðum vér þó til,að heiðni safnaðarins sé veittoghann tekinn inn í kirkjufélagið. Það er vegna hinna sérstöku kringumstœðna safnaðarins.að vér nú ráðum til þess, að hann sé tekinn inn í kirlcjufélagið með safnaðar- lögunum eins og þau eru, því vér erum annars eindregið þeirrar skoð- unar, að ekki sé aðrir teknir inn í söfnuðina en þeir, sem fermdir eru. Eftir nokkrar umrœður var nefndarálitið samþykkt og Melanktonssöfnuðr þannig tekinn inn í kirkjufélagiS.—Skýrt kom það fram við umrœðurnar, að menn vildu, að fermingin væri gjörð að skilyrði fyrir inntöku fullorðinna manna í söfnuð, eins og ákveðið er í safnaðarlagafrumvarpi kirkjufélagsins, og að söfnuðr sá, sem nú er um að rorða, lagaði lög sín eftir því ákvæði. En af því að þetta atriði er látið óákveðið í 13. grein grundvallarlaga kirkjufélagsins, sem hljóðar um inngöngu safnaða í félagið, þá. varð það að samþylckt, að Melanktonssöfn- uðr skyldi skilyrðislaust tekinn inn. Innganga Jcirkjuféiagsins í General Gouncil. ])að mál var allra snöggvast tekiö fyrir. En með tilliti til þess, að von var á kjörnum erindsreka frá General Council til kirkjuþings þessa eftir næstu helgi, þótti réttast, að láta uin- rœður um málið bíða þangað tii liann væri kominn, og var því

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.