Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 5
—69— séra Jón J. Clemens Pipestone-byggð íslendinga, vestast i Manitoba- fylki sunnanverðu. Og þá var þar byrjan gjörð til myndunar Jð- bannessafn., en formlega var sá söfnuðr myndaðr 15. Febrúar í vetr. Nú í Júní hefir séra Jön aftr heimsótt þá byggð.—Um kirkjuþings- leyti í fyrra ferðaðist séra Oddr V. Gíslason til íslendinga í bœnum Keewatin í Ontario og prédikaði þar. Eins nú rótt á undan kirkju- þingi. Og undir lok Nóvembermánaðar ferðaðist hann eins og' nokkrum sinnum áðr til Þingvallanýlendu í Assiniboia í sömu erind- um. Þar er eins og yðr öllum er kunnugt söfnuðr, sem allt af frá því hann myndaðist fyrir 11 árum hefir staðið í kirkjufélaginu, en aldrei getað fengið fasta prestsþjónustu. Og loks er að geta missíónar-verks þess, sem hr. Runölfr Marteins- son, stud. theol., hefir nú upp á síðkaStið unnið fyrir kirkjufélagið. Eftir samráði varaforseta og skrifara og fleiri kirkjulegra starfsinanna vorra og sömuleiðis eftir ráðlegging dr. Weidners, forstöðumans Chicago-prestaskölans, þar sem Runólfr hefir stundað guðfrœðisnám í tvö ár, hefi eg- ráðið hann fyrir missíónera kirkjufélagsins um sum- armánuðina meðan þar syðra er skólahlé. Upp á þá ráðning kom hann hingað noiðr til Winnipeg í byrjan Maímánaðar, og hefir ná- lega allt af síðan verið á missíönarferðum. Hann fór fyrst til byggð- arinnar vestan Manitoba-vatns, þá til byggðarinnar við Narrows, norð- austan við vatnið,þá til Alftavatns-nýlendu og Grunnavatns-nýlendu. Til þessa gekk nálega allr Maímánuðr. Síðan hefir hann gjört sér ferð suðr til hinnar íslenzku nýlendu við Roseau River í Minnesota- ríki norðvestanverðu, og hefir enginn Islendingr áðr komið þangað í þeim erindum. Úr þeirri ferð er hann aftr kominn að eins fyrir fám dögum og verðr hér með oss á kirkjuþinginu.—Hvað mikið liefir verið borgað úr sjóði kirkjufélagsins t.il launa fyrir missíónarverk sést á skýrslu féliirðis. En hvorki séra Birni, né séra Oddi, né séra Jóni Clemens hefir neitt verið borgað. Þó að ekki hafi orðið meira af safnaðamyndan en þegar er um getið, þá má þó telja alveg víst, að fjöldi fólks víðsvegar um byggðir Islendinga, sem að undanförnu hafa verið prestsþjónustulausar eða því sem næst, hafi fyrir þessa missíónar-starfsemi störum fœrzt kirkjuiélaginu nær. Og ef vér getum haldið starfsemi þessari áfram, þá líðr naumast langr tími þangað til nýir söfnuðir eigi all-fáir rísa upp víðsvegar og ganga í lög með oss, til þess undir sameiginlegu lútersku kirkjumerki að vinna að útbreiðslu kristindómsins, sem framtíðarheill fólks vors er öll komin undir. Akrarnir hafa á þessu ári svo að segja í öllum áttum íslenzku byggðanna birzt hvítir til uppskeru. Og þá er það auðvitað vort að styðja að því, ekki að eins með bœnum vorum til drottins, heldr líka í verkinu, að hinn andlegi kornskurðr fái fljótan og farsælan framgang. A komanda ári þarf frá kirkjufélagsins hálfu meira að verða unnið af missíónar- starfi, en ekki minna, en gjört hefir verið síðan í fyrra. I vor fékk eg fyrirspurn um það úr Þingvallanýlendu, hvort söfn- uðrinn þar hefði gjört rétt í því, er hann með meira hluta atkyæða

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.