Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 15
—79— 7, fundr, mánudag 27. Júní, kl. 9.15 f. m.—12.30 e. m. Orundvallarlagabreyting. Nefndin, sem sett hafði verið í því máli á 5. fundi, lagði fram álit sitt svo hljóðanda: Herra forseti! Nefndin, sem þér settuð til að yfirskoða grundvallarlög kirkjufé- lagsins, leyfir sér að ráða til eftirfylgjandi breytinga: a) Að úr 1. lið 8. gr. falli burt ákvæðið um almennar umrœður i þeim söfnuðum, sem kirkjuþingið er haldið í, og enn fremr ákvæðið tun fyrirlestra á kirkjuþinginu. b) Að úr 2. lið sömu gr. sé einnig fellt ákvæðið um upplestr gjörðabökar, en að sá liðr endi með orðunum ,,á kirkjuþingi hverju“. c) Að síðari liðr 9. gr. um fjarveru þingmanna frá þingfundum sé allr felldr úr grundvallarlögunUm. Innganga lárkjufélagsins í General Gouncil. það mál var næst tekið fyrir og rœtt allt til fundarloka. Málið var á þessum fundi rœtt á víð og dreif, enda var engin tillaga enn komin fram frá hinni standandi nefnd, sem sett var í málinu í fyrra á kirkjuþingi. 8. fundr, sama dag, kl. 2.15—6 e. m, Búizt var við, að Alfred Ramsey, prestr í Minneapolis, hinn kjörni erindsreki frá General Council, væri þegar kominn til Winnipeg og myndi þá og þegar koma á þingið. Og meðan eftir honum var beðið var ályktað, að fresta áframhaldi um- rœðnanna um inngönguna í General Council, en í þess stað taka fyrir málið um hina kristilegu Uknarslcyldu og hvernig vér fáum innt hana af hendi. Hr. Runólfi Marteinssyni hafði verið falið að leiða það mál inn á þing, og það gjörði hann með því að lesa upp ritgjörð þess efnis, er hann hafði samið. Sú íútgjörð birtist hér síðar í blaðinu. Um það leyti, er hr. Runólfr var að ljúka máli sínu, kom Ramsey prestr á þing, og er hann hafði lagt fram erindisbréf sitt, var honum með samhljóða atkvæðum þingmanna gefið orðið. Flutti hann þinginu bróðurlcveðju frá General Council og skýrði jafnframt í rœðu all-langri frá stefnu og starfsemi þess kirkjufélags.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.