Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 16
—80— Síðan váf affcr horfiS að malinu um líknarskylduna og það rœtfc um hríð. Minnt var við þær umrœður á dr. Passavant, sem andaðist fyrir fám árum, og hina afar víöfcœku og blessun- arríku líknarstarfsemi hans; og var sú von látin í Ijósi, að þó að enn yrði þess að líkindum nokkuð langt að bíða, að kirkju- félag vort gæti kcmið upp nokkurri eiginlegri líknarstofnan, þá létum vér þó líknarskylduna kristilegu oss aldrei úr minni líða. 9. fundr, sama dag, kl. 8—10 e. m. Inngangan í General Council. Eftirfylgjandi tillaga frá hinni standandi nefnd kirkju- þingsins í fyrra í því máli var lesin upp og lögð fram: Herra forseti! . Standandi nefndin í General Council-málinu ræðr kirkjuþinginu til, að fela prestum sínum á hendr, að gefa söfnuðum þeirra allar mögu- legar upplýsingar í þessu máli, einkum að taka þetta mál til rœkilegr- ar meðferðar á öllum þeim samtalsfundum, sem haldnir kunna að verða á árinu, til þess, ef verða mætti, að vér yrðum við því búnir, að gjöra fullnaðarsamþykkt í þessu máli á næsta kirkjuþingi. Vér minnum á yfirlýsing kirkjuþingsins í fyrra, og álítum, að það að sjálf- sögðu samkvæmt guðs vilja liggi fyrir í nálægri framtíð, að kirkjufé- lagið gangi í General Council, og teljum hiklaust inngönguna, hve nær sem af henni verðr, hið mesta heillaspor á framfaraleið kirkjufélags- ins, og hvetjum því bæði presta vora og leikmenn til að greiða fyrir því eins og hezt má verða fram að næsta þingi. Erindsrekinn frá General Council, sem enn ílutti all-langt mál um kirkjufélag sitt, lýsti yfir því, að alls enginn kostnaðr Jegðist á íslen/ka kirkjufélagið við það að ganga í General Council annar en sá, er það sjálft legði á sig af fúsum vilja. Ýmsum spurningum, sem fyrir hann voru lagðar af þingmönn- um viðvíkjandi kirkjulegri stefnu General Council-manna, svar- aði hann og svo, að menn virtu3t ánœgðir. Og var honum veitt þakklætisatkvæði þingsins fyrir upplýsingarnar. Hann þakk- aði og fyrir bróðurlegar viðtökur og fiutti að ending kveðju frá cnsku norðvestr-synódunni, hinni ungu og uppvaxandi félags- deild General Councils, sem hann og söfnuðr hans í Minneapolis tilheyrir. Tillagan, sem fram hafði verið lögð, í General Council-mál- inu, var samþykkt.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.