Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 29
—93— veittu þau mér sérlega lilýjar viStökur. þau eru ein íslendinga í þeim bœ. Nokkru eftir kirkjuþing, þriðjudaginn 7. Júlí, fór eg í ann- að sinn út í Grunnavatns- og Alftavatns-nýlendu, og hafði eg í þetta skifti meiri viðdvöl í hinni fyrr nefndu en þegar eg kom þangað út í vor. Byggðin þar er falleg, en sá stóri galli er á rétt sem stendr, að Grunnavatn liggr á bökkum og hylr það, sem áðr var blómlegt engi. Menn vona þó sífellt, að annað- hvort verði vatnið rist fram eða það lækki í því af náttúrunnar völdum.— Guðsþjónustur voru haldnar í skólahúsunum beggja megin vatnsins, og var guðsþjónusta sú, er haldin var á vestr- strönd vatnsins sérstaklega vei sótt. Á austrströnd vatnsins hafa oft verið haldnar húslestrasamkomur, þannig, að menn hafa komið saman til skiftis hver hjá öðrum, og er þetta mjög fallegt og uppbyggilegt. í sambandi við þessa lestra voru börn- in einnig uppfrœdd og þeim kennd sálmalög. þetta geta menn auðvitað víða í prestlausum byggðum. Á vestrströnd vatnsins voru þeir svo sérstaklega heppnir, að hafa alþýðuskólakennara, ungan námsmann, mjög einlæglega kristinn, Árna Anderson frá Winnipeg, sem bauð þeim, að stofna sunnudagsskóla hjá þeim. Slík tœkifœri gefast ekki ætíð, og ætti byggðarmenn að vera reiðubúnir að leggja mikið á sig til að nota þvllíka viðleitni. Á eftir guðsþjónustu í þeirri byggð var eins og víðar samtalsfundr viðvíkjandi safnaðarmyndan. þó raddir kœmi þar fram í þá átt, að œskilegt væri, að kristilegr félagsskapr væri myndaðr, voru þó fiestir á því, að ekki væri að svo stöddu ástœður til að mynda söfnuð. En velvilja og þakklæti til kirkjufélagsins fyrir að senda trúboða þangað létu menn í ljósi bæði í orði og með myndarlegum fjárframlögum.—ÍÁlftavatns-nýlendunni hafði eg guðsþjónustu á sunnudaginn, 17. Júlí. Veðr var hið yndislegasta, sem hugsazt gat,enda var samkomuhúsið trcðfullt og þó ýmsir úti. Guðsþjónustan var mjög ánœgjuleg. Vér sungum drottni vor- um til dýrðar með f jöri og hita, þó sönglistarmennirnir hefði, ef til vill, fundið eitthvað að söngnum, frá íþróttarlegu sjónarmiði. Sunnudagsskóli var á eftir guðsjjjónustunni.og hafði hann verið stofnaðr eftir að eg kom þangað í fyrra skifti. Á honum voru 34 börn þann dag, og var þeim skift í þrjá flokka. Kennararnir eru : Jón Sigurðsson, Páll Keykdal og Snjólfr Sigurðsson. Börn-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.