Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 20
—84— vér fund á Garðar og i Park River í N.-Dakota 19., 20. og 22. Növem- ber f. á. til að ráðstafa ýmsum málum sjóðsins og rœða um skölastofn- anina. Oss var falið á síðasta kirkjuþingi, sem haldið var í Minneota, Minn., að löggilda oss sem stjörnarnefnd skölans undir lögum Norðr- Dakota-ríkis; og ef Park River-búar hækkuðu tilboð sitt úr $4,000 upp í $6,000 fyrir lok síðasta árs, tryggði loforð sin um styrk og lengdi tímann, sem skólahúsið yrði fullgjört, var oss falið, að ákveða skölanum heimili í Park River, með því skilyrði þó, að annar hœr, sem hentuglega væri settr, byði ekki meira styrk eða betri kjör. TJt af þessu leyfum vér oss að skýra yðr frá,að vér allir fimm sköla- nefndarmennirnir áttum fund með oss hinn 29. og 30. Desember síð- astl.; en með því að Park River-búar höfðu þá ekki uppfyllt skilmála þá, sem settir voru á síðasta kirkjuþingi og engin tilboðum styrk til skólans komu frá neinum öðrum bœ eða bœjum, ályktuðum vér, að ákveða ekki skölanum heimili neinsstaðar, heldr fresta því máli til þessa kirkjuþings, Af þessu leiddi eðlilega, að vér löggiltum ekki stjörnarnefnd skölans undir lögum Norðr-Dakota-ríkis. Viðvíkjanda því, að ákveða skölanum heimili, leyfum vér oss að g'jöra eftirfylgjandi tillögu, sem vér ráðum kirkjuþinginu til að samþykkja: ,Með því að Winnipeg-bœr er að ýmsu leyti betr settr en aðrir bœir í Manitoba og nærliggjandi ríkjum sem heimili fyrir hinn fyrir- hugaða sköla (Academy) kirkjufélagsins, þá er stjórnarnefnd skölans hérmeð falið, að ákveða honum heimili í Winnipeg fyrir lok þessa árs (1898), með því skilyrði, að íbúar Winnipeg-bœjar, Manitoba-fylkis og annarra Canada-fylkja (aðrir en einstakir Islendingar) veiti skölan- um fjárstyrk, er nemi að minnsta kosti $6,000, og leggi til hœfilegan grunn undir skölabygginguna (ekki minni en um 2 ekrur) innan tak- marka Winnipeg-bœjar. En ef nefnd hlunnindi fást ekki fyrir skól- ann í Winnipeg innan þess tíma, sem tiltekinn er hér að ofan, þá má stjörnarnefndin ákveða skölanum heimili í Park River eða einhverjum öðrum bœ í N.-Dakota eða Manitoba, er gefr að minnsta kosti eins góð kjör og ákveðin eru í samþykkt síðasta kirkjuþings viðvíkjandi stofn- an skólans í Park River. Ef stjörnarnefndin ákveðr skölanum heimili samkvæmt því, sem að ofan er ákveðið, skal hún löggilda skölann irndir lögum þess ríkis eða fylkis, sem honum er ákveðið heimili í.‘ Vér leggjum fram á þessu kirkjuþingi reikninga skölasjóðsins, sem sýna, að sjóðrinn nemr nú í allt $5,346.21,og hefir sjöðrinn þannig aukizt um $501.11 síðan á seinasta þingi. Að ending skulum vér taka það fram, að einn maðr í stjörn- arnefnd skölans, séra Jönas A. Sigurðsson, lagði á stað til Islands fyrir tæpum mánuði síðan, og ritar því ekki undir þessa skýrslu. Annar nefndarmaðr, hr. E. H. Bergmann, mœtti ekki heldr á þessum síðasta fundi vorum, og skrifar því ekki undir skýrsluna. Winnipeg, Man, 27. Júní 1898. Sigtr. Jönasson, Fr. Friðriksson,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.