Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 9
—73— meir lesin, einkum af hinni uppvaxandi kynslöð, en liingað til heflr verið. Bókasafn kirkjufélagsins er samkvæmt ráðstöfun skölamáls- nefndarinnar enn í mínum vörzlum. Nokkrar hœkr hafa safninu verið gefnar á þessu ári, einkum frá Islandi. Og er að nokkru leyti fyrir þær gjafir kvittað í ,,Sameiningunni“, og verðr síðar að öllu leyti. Með þakklæti er vert að minnast, þess, að hr. Sigurðr Kristjáns- son í Keykjavík hefir lofað, að gefa safninu eitt eintak af hverri bök, sem hann framvegis gefr tít. Og ætti þetta að vera mönnum hér hvöt til þess að hlynna líka að safninu með bókagjöfum við og við. Ánœgja er að geta þess, að altarisgöngur fara vaxandi í söfn- uðunum. Auðvitað vantar þó mjög mikið á, að allir fermdir safn- aðarlimir noti sér náðarmeðal kvöldmáltíðarinnar. Kosning embœttismanna fyrir næsta ár fór þá fram, þannig: forseti séra Jón Bjarnason, varaforseti séra Friðrik J. Bergmann,—endrkosnir; skrifari sóra Björn B. Jónsson, varaskrifari séra Jón J. Clemens; féhirðir Jón A. Blöndal,—endrkosinn; varaféhirðir þorgils Halldórsson. Samþykkt var, að stud. theol. Runólíi Marteinssyni skyldi veitt fullkomin þingmannsréttindi, einnig séra Ilafsteini Pétrs- syni, presti Tjaldbúðarsafnaðar í Winnipeg, sem og var við- staddr, málfrelsi á þinginu. Fundarreglur kirkjufólagsins upp lesnar. í nefnd til að íhuga ársskýrslu forseta voru þar næst kosnir séra Friðrik J. Bergmann, séra Björn B. Jónsson og Árni Sig- valdason. þeirri nefnd var einnig falið, að veita kirkjuþings- málum viðtöku og raða þeim niðr á dagskrá. í fyrra hafði gleymzt að kjósa menn til að yfirskoða alla reikninga kirkjufélagsins. Til að bœta úr því voru nú—að því, er snertir hið liðna ár—til þess kosnir Magnús Pálsson og O. G. Anderson. Umsólcn um inntöku í lcirlcjufélagid' frá séra Jónasi A. Sigurðssyni fyrir hönd Melanktonssafnaðar var lögð fyrir þingið af forseta, þannig hljóðandi: Akra, N.-Dak., 28. Apríl 1898. Séi’a Jón Bjarnason, forseti hins ev. lút. k.fél. Isl. í Yestrheimi. Háttvirti herra forseti!—Að lokinni guðsþjönustugjörð sunnudag- inn 25. Júlí síðastliðinn, að Ely pösthúsi, N.-Dak., myndaðist ,,hinnev. lút. Melanktonssöfnuðr" með 126 meðlimum. Var á fundi, höldnum eftir guðsþjönustuna, lcosin safnaðarstjórn, samþykkt safnaðarlög og sömuleiðis grundvallarlög hins ev. lút. kirkjufélags Islendinga í Vestr- heimi, samkvæmt 13. grein þeirra grundvallarlaga.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.