Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 23
—37— ÚR ÞINGSETNINGARRŒÐUNNI (út af Jah. 17, 13—23). [Fyrst var af rœðumanni minnt á, að dagr sá, er kirkjuþingið kom saman, 24. Júní, vœri Jðnsmessan, nafndagr Jóhannesar skírara og um leið fœðingardagr hans—eftir því, sem kristnum lýð til forna hefði talizt til samkvæmt nýja testamentinu. Hjá forfeðrum vorum langt aftr á öldum hefði dagr þessi verið stór-merkr helgidagr. En nú væri sú frægð dagsins hjá oss og víða í kristninni fallin í gleymsku og dá, og ekkert lengr eftir af hinu forna kirkjulega sérkenni þessa dags hjá oss annað en nafnið tómt í almanakinu og það í svo úreltri mynd, að margir ís- lendingar hefði að likindum enga liugmynd um, að það henti til Jóhann- esar. Og í rauninni hafi dagrinn sem kirkjulegr merkisdagr mátt hverfa. Það væri í samrœmi við eitt aðaleinkenni á persónu þeirri, er dagrinn heföi verið heitinn eftir, þeirri fögru lífseinkunn, er þessi orð hans henda til: „Hann (frelsarinn) á að vaxa, en eg (fyrirrennarinn) að minnka“. Hér væri að rœða um auðmýkt Jóhannesar, sem þá meðal annars hefði lýst sér í því, að hann, þegar hann forðum var krafinn til sagna um það, hver hann væri, hafi að eins sagzt vera rödd, guðs rödd, hrópandi í eyðimörk. Hann hafi ekki viljað, að sín persóna kœmi að neinu leyti til greina fyrir mönnum,—að einshinn guðlegi hoðskapr, sem hann flutti,— ekkert annað. Og þetta ætti að vera þeim öllum, sem köllun hefði fengið til að vinna að kristindómsmálum, til hendingar um, að þessa fögru lífseinkunn Jóhannesar skírara yrði þeir aö tileinka sér, ef verkið þeirra ætti að geta heppnazt.—Síðan var talað um lærisveina Jesú til forna, hinn makalausa árangr af kristnihoðsstarfi þeirra,og sýnt fram á, hvernig þeir til þess að hyrja með hefði orðið að læra að verða eins og að engu, hverfa á hak við frelsarann, helgast í sannleika hans orðs—í sam- hljóðan við hœn Jesú fyrir þeim í textanum. Og svo var áframhald rœðunnar þetta:] En auðvitafi gildir þessi bœn Jesd ekki að eins þessa fyrstu lærisveina hans, heldr líka alla kristna menn á öllum tímum, og þá aö sjálfsögðu einnig oss, „fáa, fátœka, smáa“ íslendinga, sem erum að eiga við kristilegt félagsstarf og að byggja upp kirkju Krists yfir fólk vort í dreifingunni hér í landinu. því frelsar- inn segir sjálfr í bœninni: „En eg bið ekki einungis fyrir þessum, heldr og fyrir þeim, sem trúa munu á mig fyrir þeirra orð.“ Líka oss hafði hann í huganum á þeirri hátíölegu, há- alvarlegu stund. ILann biðr þess, að líka vér allir fáum orðið eitt,—að vor litla þjóð fái orðið eitt með hinum þjóðunum öllum stórum og srnáum fyrir kraft kristindómsorðsins, og hinir ýmsu partar þjóðar vorrar eins og allra annarra þjóða, hinir einstöku rnenn, hin einstöku heimili, liinar einstöku

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.