Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 26
—90 bœnar að helga oss í sannleikanum, sannleik þess orðs, sem vér trúum og játum aS flytji syndugum mönnum sáluhjálpina, sannleik þess orSs, sem vér höldum á lofti í kirkjunni og viljum útbreiða meSal almennings. En þaS, aS vér helgumst í sann- leikanum, þaS þýSir, eins og þegar er á drepiS, auSmýkt, sann- kristilega auSmýkt, svo mikla auSmýkt, að persóna sjálfra vor, hinn náttúrlegi maðr, vor, þoki algjörlega fyrir persónu frelsar- ans Jesú Krists. „Svo að allir sé eitt“,—segir Jesús í bœninni, „eins og þú, faSir, ert í mér og eg í þér, svo aS þeir og sé eitt í okkr“;------„eg í þeim og þú í mér, svo aS þeir só fullkomlega sameinaðir.“ Yér þurfum allir aS biSja eins og beSiS er í haust- sálminum einum í sálmabókinni: „Tak allt það, drottinn minn, frá mér, sem mér kann snúa burt frá þér, svo okkr enginn skilji; en gef mér aftr, guð minn, það, er getr mér þér snúið að; gef vilja þinn eg vilji.“ Allt þetta liggr í bœninni írelsarans fyrir oss öllum hans læri- sveinum : „Helga þú þá í þínum sannleika." Dagrinn í dag er stórmerkr dagr í sögu þjóSar vorrar, því á Jónsmessu, 24. Júní, árið 1000 var kristni lögtekin á íslandi. Ef kristindómrinn, eins og vér víst hiklaust allir játum, er bezta gjöfin, sem mannkynið hefir fengið, þá hlýtr líka þessi dagr aS teljast merkasti dagrinn í sögu þjóðar vorrar. það er að vísu af sumum í nútíðinni talað lítt virðulega um þessa kristnitöku íslendinga til forna ; ekki laust við, að skopazt só aS því, aS kristnin var innleidd meS samþykkt á alþingi eins og borgaralegt lagaboð. Og auðvitað var það í all-miklu ósam- rœmi við trúarhugsjón þá, sem ræðr í nýja testainentinu. En eins og það er víst, að kristnin jafnvel í sínum ófullkomnu þá- tíðarumbúðum varS til ómetanlegrar blessunar á ættjörðu vorri, eins víst er þaS, aS forfeSr vorir undir eins þá við kristni- tökuna skildu merkilega vel þýðing þessara bœnarorða Jesú : „Helga þú þá í þínum sannleika“,—alveg vafalaust miklu betr en margir nútíðar-íslendingar með kristnu nafni. —• Aðr en kristnin var lögleidd var allt í uppnámi á alþingi út af því, að liin nýja trú var sýnilega að ryðja sér til rúms í landinu. því

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.